Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 32

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 32
Athugasemd við ritfregn um ritið Gróðurvernd og endurheimt landgæða í búnaðarblaðinu Frey nr. 16. ágúst 1987 birtist ritfregn um lítið hefti sem Námsgagnastofnun hef- ur gefið út og heitir Gróðureyðing og endurheimt landgæða, eftir þá Sigurð Blöndal skógræktarstjóra og Ingva Þorsteinsson deildar- stjóra á Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Ritfregnin, sem tekin er saman af Ólafi R. Dýrmunds- syni ráðunaut, ber nafnið Gróður- vernd og endurheimt landgæða. Þar sem í ritfregn þessari er nokk- uð vegið að Námsgagnastofnun fyrir að gefa bæklinginn út þykir undirrituðum sem hafði umsjón með útgáfunni fyrir hönd Náms- gagnastofnunar rétt að láta eftir- farandi koma fram: Þegar stofnuninni bauðst þetta efni til útgáfu var ákveðið að taka því. Fram til þessa hefur grunn- skólum ekki staðið til boða annað en útgáfuefni Landverndar um það mikla umhverfisvandamál sem eyðing gróðurs og jarðvegs á íslandi er. A vegum Námsgagna- stofnunar þótti því rétt að gefa út námsefni á þessu sviði. Efnið var skoðað af námstjóra menntamála- ráðuneytisins í náttúrufræðum og mælti hann með útgáfu þess og taldi það henta helst á framhalds- skólastigi og við sérstök verkefni í efstu bekkjum grunnskóla í líf- fræði og samfélagsgreinum. Eins og Ólafur bendir réttilega á í skrifum sínum er hér verið að fjalla um efni sem er umdeilan- legt. Það á reyndar við um fleira sem fjallað er um í skólastarfi og þarf ekki að draga úr gildi náms- efnis. En „að hér sé komið á prent býsna magnað áróöursrit," eins og Ólafur kemst að orði í niðurstöðu sinni, tel ég ekki síður umdeilan- og endurheimt iandgæda legt. Vil ég færa nokkur rök fyrir því. 1. Höfundar bæklingsins eru virtir vísindamenn, hvor á sínu sviði. Það var mat útgefenda að efni þeirra stæði á nokkuð traustum fræðilegum grunni. Hvort Ólafur R. Dýrmundsson fellst á það er annað mál. í rit- fregninni tilgreinir hann ýmis atriði sem hann er augljóslega ekki sammála Sigurði og Ingva um, en lætur hjá líða að tilgreina rök fyrir sjónarmiðum sínum svo að lesendum veitist auðveldara að skilja um hvað ágreiningurinn snýst. Meðal annars hefur Ólafur sitthvað við upplýsingar sem fram koma um gróðursögu landsins að athuga en tilgreinir ekki í hverju ágreiningurinn felst, heldur dreg- ur til sögunnar skoðanir góð- kunnrar leikkonu, þessu máli alls óviðkomandi. Öllu alvarlegra er þó að Ólafur slítur tilvitnanir úr samhengi, eins og hann gerir þegar hann segir að á bls. 8 sé „sá dómur upp kveðinn að ...“ við sitjum uppi með lélegt beitiland." í eðlilegu samhengi er tilvinunin á þessa leið: „Eftir því sem beitarálag eykst, hverfa fleiri tegundir, fyrst þœr sem eru mest eftirsóttar af búfé, en aðrar harðgerðari og oftast lakari beitarplöntur verða drottnandi. Petta er einmitt það sem hefur gerst hér á landi og fyrir því sitjum við uppi með lélegt beitiland. Með hóflegri og skynsamlegri beit er hægt að draga verulega úr slíkri rýrnun landsins.“ Og síðar í rit- dómi sínum segir Ólafur að sér finnist allt of lítið fjallað um já- kvæð áhrif þess að draga úr beit! Reyndar er í bæklingnum bent á fjöldamargar leiðir til að endur- heimta horfin landgæði og lögð áhersla á að þeim þurfi að beita jöfnum höndum allt eftir aðstæð- um. Þar eru jákvæð áhrif þess að draga úr beit ekki undanskilin. 2. Ritinu Gróðureyðing og endurheimt landgæða er ekki ætl- að að vera fræðileg úttekt á or- sökum og afleiðingum gróður- og jarðvegseyðingar á íslandi, eins og Ólafur virðist halda, heldur miklu fremur hvatning til um- ræðna og frekari náms eða vinnu í tengslum við verndun lands og uppgræðslu. Ritinu er ætlað að vekja unglinga til umhugsunar um þessi mál og efla með þeim já- kvæð viðhorf til þeirrar nauðsynj- ar að vernda landið okkar og klæða það gróðri. Ef slíkt er talinn áróður sem ekki er verjandi að bera á borð fyrir skólaæskuna, er viðbúið að ýmislegt fleira kunni að finnast í námsefni skólanna sem telja megi óheflaðan áróður. Gæti ekki kristinfræðin til dæmis fallið í þann flokk? 840 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.