Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 17
Dr. Hanrahan frá írlandi að hefja flulning fyrsla erindisins á frœðslufundinum. Fundarsljórinn, dr. Terrill í rœðustól. — Ljósm. Freyr — J.J.D. um í sauðfjárrækt og nýtingu sauðfjárafurða og verða veittir styrkir eða verðlaun til aðila sem vinna að eftirtöldum verkefnum: a) Að bæta gæði sauðfjárafurða og lækka framleiðslukostnað þeirra. b) Að vinna að vöruþróun sauðfjárafurða og kynna notagildi þeirra. c) Að leita markaða fyrir þær vörur innanlands og utan. Framlög úr sjóðnum verða einkum veitt: a) Til námsstyrkja. b) Til rannsókna og vöruþró- unar. c) Til verðlauna fyrir framúr- skarandi árangur á sviði rækt- unar, vöruþróunar og mark- aðsleitar. Unnið er að samningu stofn- skrár og lagt er til að stjórn sjóðs- ins verði skipuð fimm mönnum frá eftirtöldum aðilum: Stéttarsambandi bænda, Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins, Landssamtökum sauðfjár- bænda, fulltrúum kjötsöluaðila og Búnaðarfélagi íslands og skal full- trúi þess í stjóninni gegna for- mannsstarfinu. Hjalti Gestsson lauk ávarpi sínu með eftirfarandi orðum: „Halldór Pálsson var allt í senn: vísindamaður, kennari, ráðu- nautur og bóndi og á öllum þess- um sviðum var hann afburðamað- ur. Við treystum því að margir, sem muna hann og vilja styðja íslenska sauðfjárrækt og búskap í landinu, styðji þessi sjóðsstofnun með því að leggja fram fé til hennar hver eftir sinni fjár- hagsgetu. Með myndarlegu átaki við þessa sjóðstofnun er hins gagnmerkta lífsstarfs Halldórs Framleiðsluráð landbúnaðarins. Pálssonar minnst á verðugan hátt.“ í lokin skal þess getið að Minn- ingarsjóður dr. Halldórs Páls- sonar búnaðarmálastjóra hefur opnað bankareikning í Melaútibúi Búnaðarbanka íslands í Bænda- höllinni og er númer hans 226050. Reiðhöllin í Víðidal. Frh. afbls. 828. í nágrenni Reiðhallarinnar hafa verið gerðir reiðvellir og reist hesthús, sem nýtast við landbún- aðarsýningar. Þessi bygging þarf að hafa fjár- hagslegan grundvöll, og hann er hvergi til annars staðar á landinu. Fyrir landbúnaðinn hefur bygg- ingin það gildi að þarna er komin sýningaraðstaða til frambúðar og betri en annars staðar er til hér- lendis. Allar þjóðir sem eiga þró- aðan landbúnað eiga líka ákveðna sýningaraðstöðu og landbúnaðar- sýning er þar árviss viðburður, sagði Sigurður J. Líndal. J.J.D. Verd á nýju hrossakjöti 1. sept. 1987. Verð til framleiðend; Verðflokkur IA FOI, kr. pr/kg 151,40 Verðflokkur IB FOII 128,70 Verðflokkur IC FOIIO, TRI, UHI 109,39 Verðflokkur II HRI, TRII 87,50 Verðflokkur III HRII 70,01 Verðflokkur IV HRIII, HRIIIO 59,51 FREYR 825

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.