Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 23
Mynd 2. Grófflokkun. Eftir forflokkun er flokkað í fellum. Pá eru valin dýr sem uppfylla kröfur um gœði og lit, sem gerðar eru til lífdýra. Með samanburði við slík prufudýr er síðan þeim dýrum, sem skoðuð eru, skipt í lífdýr og sláturdýr. Hvar sem mögulegt er þarf að einfalda og létta flokkunarvinnuna. Flokkunarvagn sem setja má margar fellur á getur létt og flýtt umtalsvert. Mynd 3. Fínflokkun. Margir láta staðar numið við flokkun þegar grófflokkun er lokið. Slík vinnubrögð duga ekki eigi að ná verulegum árangri því dýrin sem valin hafa verið til lífs eru mjög mismunandi og því verður að fínflokka þau. Lífdýrin okkar eiga að hafa hreinan lit, silkikennd vindhár, þétt og þykkt þel, gott yfirbragð og umfram allt fjaðurmagnaðan feld. Forðast skal löng og gróf vindhár, einnig mjög stutt vindhár, sem valda því að feldurinn er ullarkenndur, svo og þunnan feld. Framangreindir eiginleikar mynda í sameiningu það sem kallað er gæði. Til að bera saman einstök dýr þarf margar flokkunarfellur. Við fínflokkun eru dýrin borin saman og að lokum raðað í gæðahópa t.d. SS, SA og I. Bæði læður og högnar eru flokkuð á sama hátt. Að lokum er litur og hreinleiki flokkaður. Flokkun einstakra dýra er skráð á kort þeirra, nú er fyrir hendi allt sem til þarf til að velja saman til pörunar bestu dýrin og þar með ná framförum t minkastofninum. Þegar dýrin eru flokkuð í fellu er kostur að skoða þau frá báðum endum og þannig fá betri mynd af gæðunum. kröftugt og þykkt og vindhár- in sterk og bein og mynda silkiáferð. Við flokkunina þarf að losa sig við ýmsa galla svo sem gróf vindhár, óróleg hár, málmgljáa, lítt þroskuð vind- hár og þunnt þel. 3. Litur (hreinleiki) hefur ekki mikil áhrif á verð. Liturinn á að vera hreinn, ekki grár eða rauður. Litaskil eiga ekki að vera mikil milli þels og vind- hára. Aður en lífdýraval fer fram er bæði gott og hollt að yfirfara árs- yfirlit síðasta árs og rifja upp hvar veikustu punktarnir eru. Sé framleiðslan of léleg og því nauðsynlegt að kaupa dýr er topp- listinn góður vegvísir. Þeir bændur sem eru á topplistanum hafa sýnt að þeir hafa góða skinnfram- leiðslu. Til þess að lífdýraflokkun gangi vel fyrir sig og skili góðum árangri þarf eftirfarandi að vera fyrir hendi: 1. Þekking, (þáttaka í náms- keiðum). 2. Flokkunarfellur (högna- og læðufellur). 3. Flokkunaraðstaða. 4. Ljós (65 volt — litur 55). 5. Mannskapur. Sjálf flokkunin skiptist í: a) Forflokkun (búrflokkun). b) Grófflokkun. c) Lokaflokkun (fínflokkun). Bréfaskipti Óska eftir pennavinum, karlmönnum, aldur 40—50 ára. Bergþóra Jónsdóttir, Hásteinsvegi 3, 900 Vestmannaeyjum. Freyr 831

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.