Freyr

Volume

Freyr - 15.11.1987, Page 10

Freyr - 15.11.1987, Page 10
Frá vinstri: Sigtryggur Vagnsson, Björg Sigtryggsdóttir, Ásdís Jónsdóttir og Hávar Sigtryggsson. síðan verið að súpa seiðið af því að taka ekki þátt í búmarksveislunni frægu, þegar kom í Ijós að margir höfðu fengið aukningu á búmarki án þess að sterk rök lægju að baki. Hefur orðið breyting á búskap og búsetu hér um slóðir á þessum sjö árum? Breytingin er ekki mikil, það er lítið um að menn hafi tekið upp loðdýrarækt eða aðrar nýbúgrein- ar, og jarðir hafa ekki fallið úr ábúð af þessum sökum. Hér virð- ist sótt eftir jörðum ef þær losna. Það er þá ekld að merkja að búseturöskun sé yfírvofandi hér eins og sums staðar annars staðar á landinu? Auðvitað óttast maður það, að þetta hafi áhrif þegar fram í sækir, ef samdrátturinn verður áfram- haldandi. Það er verst ef ungling- arnir hafa minnkandi verkefni heima hjá sér og þurfa að yfirgefa sveitirnar því að það er ekki um mörg önnur atvinnutækifæri að ræða í sveitinni. Hvemig er háttað ástandi afrétta hér um slóðir. Hér í sýslu er sums staðar talað um að af- réttir séu ofnýttir. Það er ekki um miklar afréttir að ræða hér í sveit, annað en það að Ljósvatnshreppur á 5/n hluta af Vesturafrétt fram af Bárðardal. Fjárbúskapur í Hriflu byggist á nytjum þeirrar afréttar. Það hefur verið talið að sú afrétt væri nokkuð í jafnvægi um þessar mundir. Fénu er alltaf að fækka, bæði í Bárðardal og Ljósa- vatnshreppi, vegna takmörkunar á fullvirðisrétti. Hvað em langar göngur í þessa afrétt? Lengstu göngurnar taka þrjá daga. Farið er frá Mýri í Bárðar- dal og það er gist tvær nætur í afrétt. Þá er farið alllangt suður fyrir Kiðagil. Aðalgróðurlendið á þessu svæði er annars Mjóidalur- inn sem er vestastur þrggja dala sem ganga fram úr Bárðardal. Þangað eru tveggja daga göngur. Heykögglar. Á Norðurlandi er starfrœkt fœranleg heykögglaverksmiðja í eigu Stefáns Pórðarsonar í Teigi í Eyjafirði. Sigtryggur í Hriflu hefur hagnýtt sérþjón- uslu hennar og látið köggla heyfirningar. 898 Freyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.