Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1989, Side 7

Freyr - 15.12.1989, Side 7
Við eigum engan varahnött Jól hafa frá fornu fari verið tími tilbeiðslu og hugleiðinga jafnframt því sem fólk hefur þá gert sér dagamun til að dreifa huganum frá skammdeginu sem um það leyti er í sínu mesta veldi. Reyndar hefur tilbreytingin orðið til- beiðslunni yfirsterkari í hugum margra í okkar hluta heims og fer þeim síst fækkandi. Best er að komast sem lengst frá hversdagsleikanum, gera eitthvað alveg sérstakt. Tilboðin eru nóg, margir keppast um hylli viðskiptavinarins, hvert ævintýrið er öðru meira. Vinna er hluti af lífi flestra og veitir bæði Iífsframfæri og lífsfyllingu, en stundum litla lífsfyllingu. í okkar hluta heims, þar sem tækniframfarir hafa orðið mestar, hefur orðið til nokkuð samdóma afstaða til vinnunnar. Sú vinna sem skilur eftir sig áþreifanlegan afrakst- ur er hátt metin og greitt er fyrir hana eftir því, en vinna þar sem árangurinn hverfur jafnóðum eða fast að því er lágt metinn. Sem dæmi um þess konar vinnu er vinna við hreingerningu, umönnun og hjúkrun og matargerð. Við þetta má bæta hvers konar snyrtingu utanhúss og almenn störf við landbúnað. Pessi störf hafa verið lágt metin og illa borguð. A hinn bóginn er vinna við hvers kyns hátækni hátt metin og vel borguð, jafnvel þótt sú tækni sé fjandsamleg náttúrunni og lífinu. Andstæðu þessa mats er að finna þar sem ýmis trúarbrögð stjórna lífi fólks. Þar eru hversdagsleg störf hátt metin og eru hluti af daglegri tilbeiðslu. Búddamunkar líta á matar- gerð, garðvinnu og hreingerningu sem mikil- vægan þátt í daglegum, andlegum æfingum. Kristnir munkar og nunnur eiga sér langa hefð í að stunda hjúkrun og aðhlynningu sem og ræktunarstörf. Leiða má líkur að því að sú áhersla sem lögð er á hversdagsleg störf, þar sem forn trúarhefð ríkir, eigi rætur að rekja til djúps skilnings á tengslum mannsins við nátt- úruna. Þegar unnið er verk sem þarf að vinna aftur og aftur skynjar fólk hringrás náttúrunn- ar, vöxt og hnignun, fæðingu og dauða, og lifir sig þannig inn í þau lögmál sem náttúran er háð. Þessi meðvitund fyrir umhverfinu hefur glatast að verulegu leyti í menningarumhverfi okkar. Lengi vel gátu menn uppskorið ávexti náttúrunnar án þess að gjalda fyrir þá fullu verði. Skuldir mynduðust á viðskiptareikningi manns og náttúru en þær voru ekki teknar alvarlega. Fram undir þetta hefur jafnvel sú skoðun átt upp á pallborðið að skaðar sem tæknin veldur á náttúrunni verði best leystar með enn meiri tækni. A allra síðustu tímum virðist hins vegar þeirri skoðun vaxa fylgi að fyrst og síðast beri að vinna með náttúrunni og lögmálum hennar. Til þess þarf nýjan hugsun- arhátt, hugsunarhátt sem stendur í fullum reikningsskilum við náttúruna. Það sem þar þarf að lærast er hófsamleg umgengni við náttúrunna í stað þeirrar græðgi, sóunar og bruðls sem alið er upp í fólki og fegrað er í máli og myndum í tímaritum, bókum og víðar. Hinir sem boða hógværð og stillingu mega sín lítils í þeirri samkeppni. Nú má vera að einhver skelli í góm og segi sem svo að siðferðispredikanir séu jafngamlar sögu mannsins en allt af hafi þetta samt farið bærilega fram að þessu. Við skulum vona að svo fari enn. Hinu verður þó ekki vísað á bug að vald mannsins við að grípa inn í gang náttúrunnar fer sífellt vaxandi og ábyrgð hans á gjörðum sínum vex að sama skapi. Við eigum engan varahnött. M.E. 24. DESEMBER 1989 Freyr 989

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.