Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1989, Blaðsíða 32

Freyr - 15.12.1989, Blaðsíða 32
sem yfirtaki stjórnunarsvið Bún- aðarfélags íslands, Stéttarsam- band bænda og Framleiðsluráðs landbúnaðarins." Pá var einnig samþykkt viða- mikil tillaga um lækkun búvöru- verðs. í búgreinanefnd voru kosnir Hörður Harðarson, formaður, Guðmundur Lárusson og Halldór Gunnarsson. Þessari nefnd er falið að kalla saman í það minnsta einn ársfund búgreinafélaga og reyna að fylgja eftir samþykktum frá bú- greinafundi. IX. Félagsstarfið og fréttabréf F.hrb. 9. a. Stjórnarfundir voru eins og áður 4, haldnir 15. febrúar, 5. maí 29. ágúst og 16. nóvember. Stjórnin var skipuð eftirtöldum: Einar E. Gíslason, form., Birna Hauksdóttir, gjaldkeri, Grímur Gíslason, ritari og meðstjórnend- ur: Kjartan Georgsson og Þórir ísólfsson. Formaður Markaðsnefndar, Halldór Gunnarsson, starfar sem framkvæmdastjóri, situr stjórnar- fundi og leggur fram skriflega dagskrá með fundargögnum. Rit- ari sendir öllum formönnum deilda félagsins, stjórnarmönnum og varamönnum þeirra og markaðs- nefndarmönnum, ásamt starfs- mönnum og öðrum trúnaðar- mönnum fundargerðir stjórnar- funda. 9. b. Einn markaðsnefndarfund- ur var haldinn eins og áður 16. febrúar, en í markaðsnefndinni eru: Halldór Gunnarsson, Sigurð- ur Gunnarsson, Ingimar Ingimars- son, Skúli Kristjónsson og Sigurð- urSæmundsson. Varamaður: Leif- ur Þórarinsson. Markaðsnefndinni er ætlað að vera framkvæmdar- nefnd félagsins og stjórn félagsins til ráðgjafar og stuðnings, eftir því sem stjórnin ákveður. 9. c. Stutt félagsbréf voru send út í byrjun árs með útsendri aðal- fundargerð og 5. október. X. Lokaorð. Þessi skýrsla F.hrb. fjallar um aðal viðfangsefni félagsins á liðnu starfsári. Þar ber hæst í jákvæða átt stofnun Flugfax hf., ráðning starfs- manns í hálft starf, mjög hagkvæm- ur útflutningur á „pistólum" til japans og enn aukinn útflutningur reiðhrossa. Það sem erfiðlega horfir er framvinda um málefni Reiðhallarinnar, ótrygg fjárhags- staða F.hrb., skattlagning ríkisins á hrossakjötsverzluninni og óréttlát gjaldtaka í hina ýmsu sjóði, sem reiðhrossaverzlunin verður að sæta ásamt kjötverzlun- inni. Stjórn F.hrb. og Markaðsnefnd félagsins vill þakka öllum sam- starfsaðilum og starfsmönnum. Einkum er þökkuð starfsaðstaða fyrir formann markaðsnefndar hjá Stéttarsambandi bænda og fundar- aðstaða þar fyrir fundi félagsins. F.hrb. væntir stuðnings Stéttar- sambands bænda og B.í. varðandi þá lagabreytingu sem unnið er að, til þess að heimila búgreinafélög- unum gjaldtöku um allt að 2% af framleiðendaverði. Þær fjárhags- skuldbindingar sem F.hrb. stendur frammi fyrir eru slíkar, að ef þetta nær ekki fram, verður að draga saman allt starf F.hrb. Það kostar peninga að sinna hagsmunamál- um, útflutningsverzlun og vera hluthafar í hlutafélögum, sem verður að greiða hlutafé til og vera í fjárhagsábyrgð fyrir. Fyrir hönd Félags hrossabænda, Einar E. Gíslason. Halldór Gunnarsson. BÆNDASKOLINN HOLUM í HJALTADAL HÓLASKÓU HÓLUM í HJALTADAL AUGLÝSIR Nám í: Fiskeldi - fiskrœkt Hrossarœkt - Almennri búfrœði Stúdentar teknir inn beint á 2. námsönn í janúar og júní. Umsóknarfrestur um tveggja ára nám er til 6. júní. Upplýsingar veittar í síma 95 - 35962 Skólastjóri. 1014 Freyr 24. DESEMBER 1989

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.