Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1989, Side 23

Freyr - 15.12.1989, Side 23
Pessar œr voru rneðal þeirra áa sem báru þrisvar á tveimur árum í Gurmars- holti. Parna voru þœr með haustfœdd lömb. (Ljósm. Ólafur R. Dýrmunds- son). skömmu fyrir jól og páska öðru hvoru um árabil. A tilraunabúinu á Hesti og víðar hafa verið gerðar tilraunir með slátrun og markaðs- setningu „léttlamba" í júlí og ágúst. Öll hefur þessi viðleitni til að auka sveigjanleika verið smá í sniðum, og ekki er ljóst hversu hagkvæmar slíkar breytingar í framleiðsluháttum eru fyrir bóndann, afurðasalann og neyt- andann. Nú þegar liggja fyrir ýmsar gagnlegar upplýsingar úr innlendum rannsóknum svo sem um aðferðir til að fá ær til að ganga og festa fang utan eðlislægs fengi- tíma. Niðurstöður hafa verið birtar bæði á innlendum og erlendum vettvangi og eru öllum tiltækar (sjá tilvísanir). Einnig liggj a fyrir fræði- legar upplýsingar um svipuð efni erlendis frá t.d. frá Bretlandi, Frakklandi og Kanada. Þess má geta að í nýlegri rannsóknaráætlun fyrir Bretlandseyjar, sem unnin var á vegum „Meat and Livestock Commission“ og fleiri aðila, eru aðgerðir til að gera framleiðslu kindakjöts sveigjanlegri þ.e. minna árstíðabundna, meðal þeirra verkefna sem eiga að fá mestan forgang á næstu árum. í sama flokki eru kjötgæði og leiðir til að draga úr fitusöfnun. Nú sem fyrr má margt af Bretum læra. Þar hefur kindakjötsneysla dregist Desember Janúar. . . Febrúar . . Mars . . . . Apríl . . . Maí . . . . Júní . . . . Júlí..... Ágúst . . . September Október . Nóvember mikið saman, eða úr 12 kg í tæp 7 kg á mann síðan um 1950, og þeir vilja snúa vörn í sókn. Það þurfum við líka að gera. Tæknilegirmöguleikar Svo sem fram kemur á meðfylgj- andi töflu hefur sitthvað verið gert til þess að víkja frá hinu hefð- bundna framleiðslukerfi. í stað þess venjulega, að hleypa til í des- N N N N N H N H N N N N H N N H N ember, láta bera í maí og slátra í september-október, hafa ær m.a. verið látnar bera að hausti- og vetr- arlagi og dilkum verið slátrað fyrir jól og páska eins og áður var vikið að. í tengslum við þessar athuganir hefur aukin burðartíðni áa verið könnuð og bendir reynslan til þess að þrír burðir á tveim árum sé raunhæfur kostur. Hvað tæknina varðar má ætla að á tímabilinu frá byrjun apríl og frarn í miðjan nóvember þurfi að nota PMSG frjósemisvaka auk progestagen svampa til að fram- kalla egglos og beiðsli. Hvað sam- stillinguna áhrærir hafa progesta- gen svampar, venjulega VERAMIX sem hér eru mikið notaðir í tengslum við sæðingar, CHRONOGEST (gráir og hvítir) og progesterone lykkjur, OVIG- ESTONE, gefið svipaðan árangur. Við úrtöku eftir 13-14 daga hafa ærnar verið sprautaðar með annað hvort 500 eða 750 alþjóðaeiningum af PMSG frjósemisvakanum ANTEX LEO. Hugsanlega dugir smærri skammtur en það þarf að rannsaka og sömuleiðis þarf að afmarka með meiri nákvæmni H= Hefðbundiö framleiðslukerfi N= Nýbreytni, sveigjanlegra framleiðslukerfi Yfirlit um hérlendar tilraunir til að gera dilkakjötsframleiðsluna sveigjanlegri. Mánuður Fang Burður Slátrun H N H N 24. DESEMBER 1989 Freyr 1005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.