Freyr - 15.12.1989, Síða 28
issjóði á ári miðað við 555 tn. kjöt-
sölu í folalda- og hrossakjöti um
kr. 52 ntilljónir í iireinar tekjur.
Þessi skattur sem hrossakjöt eitt
kjöttegunda var látið bera að fullu
þegar skatturinn var lagður á um
áramót 1987/1988 olli mikilli sölu-
tregðu og því um leið birgðasöfn-
un, sem sláturleyfishafar mættu
með minni greiðslum til bænda.
Salan minnkaði á verðlagsárinu
1987/1988 um 21%. Miklar ráð-
stafanir voru þá gerðar til að reyna
að auka söluna, m.a. fráskurður á
hupp og síðu, auglýsingar o.fl.,
sem gaf takmarkaðan árangur í
sölu, því að það er verðið til neyt-
endans sem fyrst og síðast ræður
úrslitum.
4.b. Niðurgreiðslur fengust fyrst
í upphafi verðlagsárs 1988/1989,
sem var viðurkenning stjórnvalda
á hinum mikla mismun sem hrossa-
kjötið varð að sæta miðað við aðrar
kjötgreinar. Niöurgreiðslan var
skilgreind sem framlag ríkisins til
að greiða niður hækkanir á verð-
lagsárinu, sem annars hefðu orðið
til neytenda. Miðað við sama kjöt-
magn og hér greinir að framan yfir
árið nema þessar niðurgreiðslur
um kr. 6 milljónum, þannig að
mismunur á söluskattstekjum ríki-
sjóðs og niðurgreiðslum eru kr. 46
milljónir, sem eru hreinar tekjur
ríkissjóðs af hrossakjötsverzlun-
inni.
4. c. Boðaður 26% virðisauka-
skattur frá næstu áramótum með
einu söluskattsstigi, en endur-
greiðslu á dilkakjöti, nýmjólk ogef
til vill grænmeti og fiski um 13%,
er enn ein atlaga ríkisstjórnar sem
við völd situr hverju sinni að
hrossakjötsverzluninni. Er stór
spurning hvort svona mismunun
búgreina stenzt að lögum, því að
þessi mismunun brýtur vissulega
gegn ákvæðum laga og réttlætis-
kennd manna senr segir að „allar
innlendar landbúnaðarvörur eigi
að sitja við sama borð varðandi
álagningu virðisaukaskatts.“ Ef
þetta nær fram er tími til kominn
fyrir bændur að standa upp og
svara með róttækum hætti.
V. Innanlandsverzlun með
hrossakjöt og verðlagning
Þrátt fyrir allar aðgerðir til að auka
sölu á síðasta verðlagsári. 1988/
1989, var hún jafn lítil og verðlags-
árið 1987/1988 eða 570 453 kg á
móti 560 862 kg, hafði aukist um
1,68%. Slátrunin hafði annað árið
í röð minnkað verulega eða um
16,28%, var 633,123 kg og fór í
530.057 kg á verðlagsárinu 1988/
1989. Þessi minnkandi slátrun tvö
síðustu verðlagsár gefur vísbend-
ingum um 15-20% aukningu í
ásetningi, sem vissulega orkar tví-
mælis. Bændur líta áreiðanlega til
hvoru tveggja, að kjötverðið er
lágt og möguleikar eru betri en
áður með lífhrossaverzlun á
ótömdum hrossum og reiðhross-
um. Vegna þessarar miklu minnk-
unar í slátrun, minnkuðu birgðir á
verðlagsárinu um 41,37%, voru
31.8.1988 126,509 kgogminnkuðu
í 74.167 kg 31.8.1989, sem má
segja að sé viðunandi birgðastaða.
5.b. Verðlagning verðlagsársins
tók mið af þessari þröngu sölu-
stöðu og hækkaði verð á árinu með
öðrum kjötvörum, 1. desember, 1.
marz og 1. júní, en þessar verð-
hækkanir voru greiddar niður af
ríkissjóði, eins og áður er vikið að.
Markaðsnefnd F.hrb. gerði tillögu
til stjórnar um að kjötverð myndi
ekki hækka 1. september og var
það samþykkt. Með tilliti til síend-
urtekinnar dilkakjötsútsölu á
kostnað ríkissjóðs er samkeppnis-
staða hrossakjöts til verðhækkunar
engin og jafnframt er tvívegis búið
að láta reyna á að heildsöluverzlun
og smásöluverzlun er ekki tilbúin
að lækka hlut sinn í álagningu, sem
sannað er, að er sú næsthæsta af
hrossakjöti í kjötverzluninni. (Sjá
næst tafla).
Endurgreiðsla ríkissjóðs er
óbreytt í krónutölu frá 1. marz
1989 og hefur Framleiðsluráð
landbúnaðarins á hendi endur-
greiðslurnar, sem tryggir um leið
að allir sláturleyfishafar skili sjóða-
gjöldum. Þetta verð til framleið-
enda er 17,18% hærra en það var
1. september 1988 og hefur þá
lækkað í samanburði við annað
kjöt um nálægt 10%.
Þessi verðlækkunm og betri
birgðastaða á að tryggja að slátur-
leyfishafar geri upp við bændur
með réttu verði og á réttum tíma,
en dæmi eru um að sláturleyfishaf-
ar eigi enn ógreitt til bænda frá
síðustu verðlagsárum og ennfrem-
ur að folaldasalan frá síðasta ári
væri ekki gerð upp eftir sölunni
hverju sinni.
5.c. Hinn 28. marz var farið fram
á við yfirkjötmatsmann að kjöt-
matsreglum yrði breytt á þann veg
að huppur og magáll væri skorinn
Verðlagning 1. september er því óbreytt frá 1. júní eftirfarandi:
Án hupps og Meö hupp
hluta af síðu og síðu
kr. pr. kg kr. pr. kg
Verðflokkur IA, FOI.................................. 187.42 173,53
Verðflokkur IB. FOII................................. 168.67 156,18
Verðflokkur IC. FOIIO, IRI .......................... 151,80 140,56
Verðflokkur IIA, HRI, TRII, UHI................................... 105,42
Verðflokkur IIB. HRII.............................................. 84,32
VerðflokkurIIC, HRIII, HRIIO...................... 75,89
Endurgreitt til sláturleyfishafa
VcrðflokkurlA.FOI................................. 13,17 12,18
Verðflokkur IB. FOII.................................. 11,85 10,95
Verðflokkur IC, FOIIO.TRI............................. 10,68 9,87
Verðflokkur IIA, HRI. TRII, UHI..................................... 7,41
Verðflokkur IIB. HRII............................................... 5,92
Verðflokkur IIC, HRIII, HRIIO....................................... 5,34
1010 Freyr
24. DESEMBER 1989