Freyr - 15.12.1989, Síða 33
Frá aðalfundi Æðarræktarfélags
íslands 1989
Aðalfundur Æðarrœktarfélags íslands var haldinn 18. nóvember sl. í Reykjavík. Á
fundinum var þess minnst að 20 ár eru nú liðin frá stofnun félagsins. Fundurinn var
óvenju vel sóttur, en um 90 manns sátu hann.
Frá aðalfundi Æðarrœktarfélags íslands 1989. Á myndinni er stjórn félagsins
og ráðunautur; talin frá vinstri: Þorleifur K. Kristmundsson, Sigurlaug
Bjarnadóttir, formaður; Árni Snœbjörnsson, ráðunautur, og Hermann Guð-
mundsson. (Ljósm. Páll Hersteinsson).
Formaður félagsins, Sigurlaug
Bjarnadóttir, flutti skýrslu stjórnar
og rakti að nokkru 20 ára sögu
félagsins. Hún sagði m.a. að aðal-
hvatamenn að stofnun þess hefðu
verið Helgi Þórarinsson bóndi í
Æðey, Sæmundur Stefánsson
heildsali í Reykjavík, Gísli Krist-
jánsson ritstjóri Freys og Jón
Þorbergsson bóndi á Laxamýri.
Eftir eins árs undirbúningsvinnu
þessara manna var svo stofnfund-
urinn haldinn 29. nóvember 1969.
Fyrsti formaður var kjörinn Gísli
Kristjánsson ritstjóri. Tveim árum
síðar tók Sæmundur Stefánsson
við formennsku og gegndi starfinu
í tvö ár, en þá tók við Ólafur E.
Ólafsson frá Króksfjarðarnesi og
gegndi formannsstarfi í ellefu ár.
Frá 1984 hefur Sigurlaug Bjarna-
dóttir gegnt formannsstarfinu. Á
stofnfundi ÆÍ var gengið frá
svæðaskiptingu landsins í deildir
innan félagsins. Núna eru starfandi
12 æðarræktardeildir.
Sigurlaug sagði að í upphafi
hefðu meginverkefni félagsins ver-
ið eftirfarandi: Eyðing meindýra
og flugvargs, umhirða varplands
og efling þess, leiðbeiningaþjón-
usta fyrir varpbændur og gæðamat
á æðardún. Síðan rakti hún hvern-
ig til hefði tekist og taldi að félagið
mætti vel við árangurinn una.
Helstu verkefni.
Sigurlaug rakti því næst helstu
verkefni félagsins á árinu, svo sem
rannsóknir á dauða æðarfugls í
grásleppunetum, kæru vegna grá-
sleppuneta sem ekki voru dregin
upp á Breiðafirði sumarið 1988,
myndbandsgerð til kynningar á
æðardún erlendis o.fl.
í skýrslu Árna Snæbjörnssonar,
ráðunautar, kom fram að mjög vel
gengur að selja dún um þessar
mundir og dúntekja hefur verið að
aukast á undanförnum árum og var
á árinu 1988 rúmlega 3000 kg. Það
sem af er þessu ári virðist allt
benda til þess að dúntekja verði
jafn mikil og á sl. ári.
Árni sagði að á sl. ári hefðu
verið smíðaðar nokkrar dún-
hreinsunarvélar eftir alllangt hlé
og reynast þessar nýju vélar vel.
Auk heimsókna á deildarfundi á
liðnu ári fór hann sl. sumar um
Borgarfjörð, hluta Breiðafjarðar-
svæðisins og um V.-Húnavatns-
sýslu og heimsótti æðarbændur.
Nefndi hann að æðarvarp færi vax-
andi víða við Breiðafjörð. Þá ræddi
hann nýtt vandamál sem sums
staðar er komið upp en það er
ónæði sem flugvélar valda í æðar-
vörpum.
I fréttum frá æðarræktardeild-
um kom fram, að varp gekk yfir-
leitt vel sl. ár þrátt fyrir snjóþungt
vor. Aukin áhersla er nú víða lögð
á baráttuna við varg hvers konar
enda skilar slíkt sér fljótt í æðar-
varpinu.
í máli Páls Hersteinssonar,
veiðistjóra, kom m.a. fram, að
veiðistjóraembætti er ætlaður stað-
ur í hinu fyrirhugaða Umhverfis-
ráðuneyti og kvaðst hann því ekki
mótfallinn. Hann minntist á starf
nefndar þeirrar sem fjallaði um
fækkun hrafna og máva og kvaðst
vænta þess að niðurstaða nefndar-
innar yrði tekin fyrir af nýju Um-
Frh. á bls. 1017.
24. DESEMBER 1989
Freyr 1015