Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1989, Síða 14

Freyr - 15.12.1989, Síða 14
Hvernig er þetta þá í hreppunum sinn hvoru meginn, þ.e. í Geithellnahreppi og Breiðdalshreppi? Þar stendur búskapurinn tæpar. Hvað Breiðdal varðar hefur riðan herjað ótæpilega. Þar er búið að skera sniður á velflestum bæjum og á þeim fáu bæjum sem eftir eru, er öll fjárgeymsla mjög erfið, þ.e. smalamennskur. Þar hefur líka fækkað byggðum jörðum og það er takmarkað hvað byggðin þolir mikla fækkun til að þeir sem eftir eru geti búið áfram. Geitahellnahreppur? Hann er alls ekki eins illa staddur og Breiðdalur. Fyrir nokkru var lagður niður rekstur Kaupfélags Berufjarðar á Djúpavogi og reksturinn sameinaður Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga á Höfn. Varþað ekki áfall? Jú, vissulega var það áfall en menn eru held ég ánægðir með þjónustu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Djúpavogi. Auk þess var mjólkursamlagið á Djúpavogi lagt niður um áramótin 1988/’89 og mjólkin eftir það flutt til Hafnar. Við sáum eftir mjólkur- samlaginu en þetta hafði ekici áhrif á mjólkurframleiðsluna hér um slóðir. Það er greiður vegur til Hafnar og almennt snjólaust á vet- urna. Við sjáum hins vegar eftir störfunum sem töpuðust. Hvernig stendurþá Djúpivogursig hvað varðar umsvif og fólksfjölda? Djúpivogur hefur haldið sínum hlut í íbúafjölda og umsvifum. Staðurinn hefur ekki lent í þeim öldudal fiskleysis og atvinnuleysis sem gert hefur vart við sig víða urn land. Aðal fiskvinnslufyrirtæki þar hefur þó þurft á fyrirgreiðslu sjóða að halda eins og víðast hvar annars staðar. Það rekur líka togara, Sunnutind, og hefur verið mjög heppið nteð hann. Svo er þarna bátaútgerð á verulegum mæli, en stutt er að sækja á mið. Hevkögglciverksmiðja Hevköggla hf. að störfum (Ljósm. Anna Antoníusdótt- ir). Allt um allt, miðað við fyrri tíma, aðra landshluta og ástandi í þjóðfélaginu, ert þú þá þokkalega bjartsýnn á framtíð þessa svæðis? Já, ég er bjartsýnn á framtíðina hér. Eg tel að í framtíðinni muni menn í enn ríkara mæli en nú telja sveitirnar æskilegar fyrir fólk að hafa búsetu í og fyrir þjóðfélagið að halda uppi, þó að frátöldum einhverjum stöðum sem eru út úr, ef svo má segja, og munu líklega heltast úr lestinni. Það má minna á hve miklar framfarir hafa orðið á stuttum tíma í aðstöðu fólks, samgöngum, sam- veiturafmagni, síma, útvarpi og sjónvarpi. I öllu þessu hef ég upp- lifað byltingu þau 20 ár sem ég hef Sveigjanlegri kindakjötsframleiðsla Frh. afbls. 1007. Ólafur R. Dýrmundsson og Þorsteinn Ólafsson (1989). Sexual development. rcproductive performance. artificial insemination and controlled breeding. (Kvnþroski. frjósemi. sæðingar og notkun frjósemishormóna). í ritinu Rcproduction. growtli and nutrition in sheep (Frjósemi. vöxtur og fóðrun sauðfjár) til minningar um dr. Halldór Pálsson. bls 95-104. Ritstj. Ólafur R. Dýrmundsson og Sigurgeir Porgeirs- son. Utg. Búnaðarfélag íslands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Stefán Sch. Thorsteinsson. Sigurgeir Þor- geirsson og Árni Jónsson (1988). Frá Fjárræktarbúinu á Hesti. Freyr. 84 (24). 994-997. Sveinn Hallgrímsson (1980). Aukin fjöl- breytni ísauðfjárframleiðslu. Freyr, 76 (14). 436-437.' Æðardúnn óskast Greiðum fljótt og vel. FRICO heildverslun sími 91-77311 996 Freyr 24. DESEMBER 1989

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.