Freyr - 15.12.1989, Qupperneq 24
Páskalambakjötið var hœfilega feitt og bragðaðist vel. (Ljósm. Ólafur R.
Dýrmundsson).
tímabilið þegar óhjákvæmilegt er
að nota PMSG með svömpunum.
Til fróðleiks má geta þess að fram-
angreind efni hafa verið innflutt en
lyfjafyrirtækið G. Ólafsson hf í
Reykjavík getur framleitt PMSG
frjósemisvaka úr blóði fylfullra
hryssa sem ætti að koma að sama
gagni og gæti dregið úr kostnaði.
Hugsanlega mætti nota efnið
melatonin (sjá Frey 21. tbl. 1989,
bls 892) til að flýta fengitíma á
haustin en ekki hafa verið gerðar
tilraunir með það hérlendis.
Á ráðstefnunni í Dublin kom
fram að frjósemi áa er nokkuð
minni þegar þær eru látnar fá fang
utan eðlislægs fengitíma og eru
niðurstöðurnar héðan samhljóða.
í tilraunum hér hefur gengið vel að
fá bæði geldar og mylkar ær til að
ganga eftir samtengda svampa og
PMSG meðferð, og í sumum hóp-
unum hefur verið hleypt til þeirra
allra. Aftur á móti hefur fanghlut-
fallið verið all breytilegt eða frá
tæplega helmingi upp í rúmlega
80% eftir hópum, öllu Iægra við
vorfang en sumarfang, og greini-
lega lægra en við vetrarfang. Þenn-
an mismun má skýra að hluta með
því að þessar ær ganga ekki aftur
þótt þær festi ekki fang, þ.e.
hvorki losa aftur egg né verða
blæsma, eins og á venjulegum
fengitíma. Einnig er umhugsunar-
efni hvort sæðisgæði hafi áhrif á
fanghlutfallið, einkum á vorin þeg-
ar eistnastærð hrúta er í lágmarki,
og er þetta einn þeirra þátta sem
þarf að rannsaka. Þess ber að geta
að frjósemi þeirra áa sem hafa fest
fang á vorin og sumrin hefur verið
með ágætum, jafnvel nokkrar
marglembdar vegna áhrifa frá
PMSG.
Framangreindar breytingar á
fang- og burðartíma gætu aukið
tnjög á sveigjanleika í dilkakjöts-
franileiðslu. Þó er ljóst að innan
hefðbundna kerfisins er töluvert
svigrúm til að dreifa slátrun á
lengri tíma. Reynslan sýnir að
holdafé, t.d. á tilraunabúinu á
Hesti, hentar vel í sumarslátrun
(vorfædd léttlömb). Ekki eru þau
of feit. Þá geturskipt miklu máli að
hafa næringarríka beit allt sumar-
ið, t.d. rýgresi í stað mýrarbeitar
upp úr miðju sumri. Verði farið
víðar út í eldi sláturlamba á húsi að
haust- og vetrarlagi þarf að huga
betur að fóðurþörf og fóðrun
þeirra, og athugandi væri að kanna
áhrif aukinnar birtu í skammdeg-
inu (rafljós) á vöxt sláturlamba,
líkt og gert hefur verið t.d. í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Ferskt dilkakjöt allt árið
Þegar komið er út í harða sam-
keppni við aðrar kjöttegundir
skiptir verðið mestu máli. Það er
ljóst að kindakjöt er í mun lakari
stöðu á markaðnum en flestar aðr-
ar kjöttegundir vegna þess að ekki
er til kjöt af nýslátruðu nema hluta
árs. Á kindakjötið leggst einnig
meiri frystingar- og geymslukostn-
aður vegna þess hve framleiðslan
er háð árstíðum. Að gera fram-
leiðsluna sveigjanlegri hlýtur að
vera ein álitlegasta leiðin til að
bæta stöðu kindakjötsins á mark-
aðnum, bæði bændum og neytend-
um til hagsbóta. Fljótt á litið mætti
álíta að kjötið verði dýrara ef vikið
er frá hefðbundnum framleiðslu-
háttum. Þetta hefur ekki verið
rannsakað, enda margir þættir sem
þarf að kanna á öllum stigum, frá
bóndanum til neytandans. Sú erf-
iða staða sem enn er í markaðsmál-
um dregur mjög úr nýbreytni á
þessu sviði en við verðum samt að
hugleiða breytingar á bæði hefð-
bundnum burðar- og slátrunar-
tíma. Slík þróun yrði að sjálfsögðu
háð viðbrögðum neytenda. Til að
byrja með mætti hugsa sér að hinn
hefðbundni burðartími á vorin yrði
lengdur nokkuð, en að auki yrðu
ær látnar bera á tveim öðrum
árstímum, í september og janúar.
Sláturtíð yrði lengd, aðallega með
því að slátra hluta dilkanna í júlí og
ágúst og auk þess yrði slátrað
tvisvar að vetrinum, í desember og
mars. Þá gætu kostir lítilla slátur-
húsa notið sín og einnig við sumar-
slátrun í smáum stíl. Slík nýbreytni
ætti að stuðla að nægilegum sveigj-
anleika til þess að unnt yrði að hafa
kindakjöt af nýslátruðu eða ófros-
ið í lofttæmdum umbúðum á boð-
stólum í verslunum allt árið eða því
sem næst.
Hvað bændur varðar er gert ráð
1006 Freyr
24. DESEMBER 1989