Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1989, Síða 10

Freyr - 15.12.1989, Síða 10
Gamli bærinn fékk nýtt hlutvcrk Viðtal við Ólaf Eggertsson bónda og skólastjóra á Berunesi við Berufjörð. Ólafur á Berunesi hefur mörg járn í eldinum. Hann er skólastjóri við Barnaskólann í Hamraborg, hann stundar búskap ásamt fjölskyldu sinni og síðast en ekki síst hefur hann með höndum umfangsmikla ferðaþjónustu yfir sumarmánuðina. Á sl. sumri var fréttamaður Freys þar á ferð og rœddi við Ólaf. Hvaðan ert þú ættaður? Ég er fæddur í Laxárdal í Þistilfirði árið 1943 og elst þar upp. Foreldr- ar mínir eru Eggert Ólafsson og Elín Margrét Pétursdóttir. í Lax- árdal var og er fjárbú þar sem Holtsstofninn, sem svo er kallað- ur, eftir Holti í Pistilfirði, næsta bæ við Laxárdal, erræktaður. Reynd- ar hef ég verið kynntur þannig að ég sé af þessum fræga Holtstofni í Þistilfirði. Ég gekk í Laugaskóla og vann í vegagerð og brúarvinnu á sumrin, en eftir Landspróf fór ég að kenna á heimaslóðum. Eftir það fór ég í Kennaraskólann og lauk honum árið 1968. Þá erum við gift, ég og kona mín, Anna Antoníusdóttir, sem er héðan frá Berunesi. Fyrsta veturinn okkar fórum við austur á Hérað, því að það var alltaf fastur ásetningur okkar að ílendast ekki í Reykjavík. Pann vetur var ég kennari við Barnaskólann á Hall- ormsstað og veturinn eftir settur skólastjóri við Barnaskólann á Djúpavogi. Árið 1970 losnar svo skólastjórastaðan hér í sveitinni og ég fæ hana. í millitíðinni gerðist það að tengdafaðir minn, Antoníus Ólafs- son, sem hér bjó ásamt konu sinni, Sigríði Sigurðardóttur, vildi fara að draga saman seglin í búskapn- um af aldurs- og heilsufarsástæð- um og við tókum við búinu, leigð- um af honum féð og drógumst smám saman inn í búskapinn ásamt kennslunni. Eru fleiri kennararvið þennan skóla? Síðustu sjö árin hefur þetta verið 992 Freyr Fjölskyldan á Berunesi I. Aftast standa hjónin Ólafitr Eggertsson og Anna Antoníusdóttir. Fyrir framan þatt standandi börn þeirra Pórir og Sigríður og krjúpandifremstsynirþeirra, Eggert Antoníus t.v. ogRóbert. (Ljósm. V.S.). tveggja kennara skóli. Skólinn er staðsettur í Félagsheimilinu Hamraborg, sem er hér í sveitinni, skammt fyrir innan Berunes, en á síðustu árum hafa börnin verið þetta 10-15, á aldrinum 7 til 12 ára. 24. DESEMBER 1989

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.