Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1989, Blaðsíða 27

Freyr - 15.12.1989, Blaðsíða 27
Hreggvið Eyvindsson, sem hafa einkum sérhæft sig í útflutningi til Svíþjóðar, sömuleiðis Sigurður Sæntundsson. Aðrir stórir útflytj- endur eru: Hinrik Bragason, Hatliði Halldórsson. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Albert Jónsson, Einar Óskarsson, Skúli Steinsson, Orri Snorrason. Asgeir Herberts- son, o.fl. Til þess að vinna að hagsmunum verzlunarinnar lagði F.hrb. megin áherzlu á að tryggja flutnings- möguleika með leiguflugvélum í samvinnu við Flugfax, eins og áður er greint frá. Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitti F.hrb. kr. tvær milljónir sem bakábyrgð vegna útflutningsins, sem ekki þurfti að leita eftir á árinu, þar sem allar flugvélarnar voru fullsetnar. Miðað er enn við sama flutnings- verð og árið áður, með flugvél til Billund í Danmörku $475. Önnur helstu málin sem tengd- ust reiðhrossaverzluninni voru: 3b. Lágmarksverð kynbóta- hrossa var ákveðið eftir tillögu út- flutningsráðunautar samkvæmt ákvörðun stjórnar F.hrb. frá 1. nóvember. 3. c. Viðmiðunarverð fyrir sölu- hross innanlands var samþykkt á markaðsnefndarfundi 16. febrúar og síðar staðfest af stjórn F.hrb: a) Ótamin og einhæf hross 70 þús. eða minna. b) Sæmilegir töltarar og lítið tamdir töltarar 70 til 90 þús. c) Góðir töltarar 90 til 150 þús. d) Gæðingar 150 þús. eða ineira. e) Skráð kynbótahross séu verðlögð með verðmiðun til auglýstra lág- marksverða á útflutningshrossum. 3. d. Reynt var að skipuleggja reiðhrossasöluna með því að leita eftir því að hver deild F.hrb. kæmi upp sölufulltrúum, sem safnaði upplýsingum um söluhross og, ef við væri komið, tæki af hrossunum videomyndir. Lagt var til á mark- aðsnefndarfundi að gjaldtaka fyrir seld hross yrði 2% af þessum hrossum og færi 1% til viðkomandi deildaren 1% til F.hrb. 3. e. í samræmi við breytingar á lögum félagsins á síðasta aðalfundi um að félagið ynni að hrossarækt var unnið að eftirfarandi: 1. Formaður félagsins flutti framsögu um stöðu hrossaræktar- innar á ráðunautafundi B.í. í febr- úar og er sú ræða fylgirit þessarar skyrslu. 2. Fylgst var með gerð nýrra búfjárræktarlaga og reynt að hafa áhrif á helstu hagsmunamálin sem þar komu til ákvörðunar. Lögin voru samþykkt á Alþingi 16. maí 1989, og eru rammalög, sem gefa ráðherra rúmar heimildir til reglu- gerðasetninga. Því óskaði stjórn F.hrb. eftir því við stjórn B.I. og landbúnaðarráðuneytið að haft væri fullt samráð við F.hrb. um samningu reglugerða er varða mál- efni hrossaræktarinnar og útflutn- ing hrossa. Jákvætt svar barst frá stjórn B.í. um þetta erindi með bréfi dagsettu 14. september. Miklu máli skiptir með ln'aða hætti búfjárræktarnefnd í hrossarækt verður skipuð og hversu fjölmenn sú nefnd verður eða hvort fagráð verður skipað með sama hlutverki. Nauðsynlegt er að hafa samráð við Landssamband hestamannafélaga og Hrossaræktarsamband íslands um þessi hagsmunamál búgreinar- innar. 3. Fylgst var með vinnu annarra búgreinafélaga varðandi myndun fagráða, sem mætti hafa til hlið- sjónar ef ákveðið yrði að mynda fagráð í hrossaræktinni. 3. f. Hinn 10. apríl barst F.hrb. bréf frá L.H. og B.í. um að það gerðist fullgildur aðili að FEIF- nefndinni íslenzku. Var það sam- þykkt og var Halldór Gunnarsson tilnefndur aðalmaður og Ingimar Ingimarsson varamaður. Einn fundur hefur verið haldinn í nefnd- inni með þátttöku fulltrúa F.hrb. þar sem einkum var rætt um Evr- ópumótið. Mótmælti fulltrúi F.hrb. harðlega þeirri ákvörðun að taka ekki þátt í kynbótasýningu mótsins með góðum kynbóta- hrossum héðan að heiman. Pessi ákvörðun kemur til endurskoðun- ar varðandi næsta Evrópumót. 3. g. Equitana sýningin í Essen 8.-16. apríl 1989. Ákveðið var að F.hrb. tæki þátt í þeirri sýningu og fjármagnði þann kostnað. Leitað var til ýmissa aðila um stuðning sem fékkst frá Markaðsnefnd land- búnaðarins. Framleiðsluráði land- búnaðarins, Framleiðnisjóði og þýzkum sýningaraðilum. „Nonni og Manni", Garðar Thor Cortes og Einar Ö. Einarsson, voru uppi- staða þess sýningaratriðis sem Reynir Aðalsteinsson setti á svið með fallegum íslenzkum sýningar- hestum. Þetta atriði var valið eitt af beztu sýningaratriðunum og vakti mikla athygli. Bæklingum um íslenzka hestinn var dreift í þúsundatali en áhorfendur sýning- ardagana voru nokkur hundruð þúsund. 3. h. F.hrb. barst beiðni frá Dan- mörku um að félagið gæfi verð- launagrip og var ákveðið að gefa „Hrossabænda stein" áletraðan sem farandgrip til 1. verðlauna í B- flokki gæðinga á landsmóti. 3. i. Deildir F.hrb. á Suðurlandi og í Borgarfirði stóðu að sölu reið- hrossa í Reiðhöllinni með sölusýn- ingum. Skipuð var 7 manna sýn- ingarnefnd Sunnlendinga með þátttöku úr þremur deildum F.hrb. Sýningarnar þóttu takast vel en lítið seldist af hrossum. 3.j. F.hrb. seldi Jens Marcusen, dönskum hrossakaupmanni, 15. hross 21. maí, en þá var nauðsyn- legt að kaupa hross til að fylla flugvél, sem annars hefði orðið að sækja til bakábyrgðar Framleiðni- sjóðs. Það þykir réttlæta þessa verzlun sem annars gefur lágt skilaverð á þægum stórum hestum, sem kaupmaðurinn óskar helzt eft- ir. Afurðasölumálin. I dag eru stærstu vandamálin tengd hinni háu skattlagningu með 25% söluskatti og boðuðum 26% virðis- aukaskatti: IV. 25% söluskattur, virðisaukaskattur og niðurgreiðslur 4.a. 25% söluskatturinn gefur rík- 24. DESEMBER 1989 Freyr 1009

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.