Freyr - 15.12.1989, Side 20
Ekki voru þeir bandarísku á sama
máli, þeim fannst skriftin heldur
léleg og skrifuöu mikið af þessum
pappírum upp á nýtt. Ekki sá ég að
það væri neitt betur skrifað. Þetta
tók langan tíma svo að við vorum
nú skyndilega orðin á eftir áætlun.
Enda var Magnús Ólafsson í Edin-
borg, sem var fylgdarmaður okkar
næstu tvo daga, orðinn óþolin-
móður, þegar við mættum loksins í
dvalarheimili aldraðra, Borg i
Fjallabyggð, þar sem við spjölluð-
um heilmikið við fólkið.
I næsta nágrenni við Fjalla-
byggðina eru fimm íslenskar kirkj-
ur, þær voru fleiri áður fyrr. Marg-
ir merkir prestar hafa þjónað
þarna, þar má nefna m.a. biskup-
inn, Ólaf Skúlason, og séra Braga
Friðriksson. Nú var presturinn af
norskum ættum, ungur og glaðleg-
ur maður. Gömlu mennirnir sögðu
að hann yrði að læra íslensku. Við
fórum í einar þrjár kirkjur þennan
dag og vorum komin á hótelið okk-
ar á skikkanlegum tíma. Þar
snæddum við kvöldverð. Sumir
sögðu að þetta væri besta máltíðin
sem þeir hefði fengið í ferðinni.
Þetta var vatnafiskur sem þeir í
Norður-Dakota kalla Pike.
Nokkrir kvörtuðu yfir verðinu og
töldu þetta alltof dýrt. Það var rétt,
þetta var dýrasta sameiginiega
máltíðin okkar. Verðið svaraði til
ísl.kr. 900. En verð á kvöldmatn-
um í Brandon var rétt um 300-400
í.kr. Það hefði nú ekki þótt dýrt á
Hótel Sögu.
Á betri matsölustöðum fyrir
vestan haf kostar máltíð um 1/3 af
því sem hún kostar í Reykjavík.
Það koinu þónokkrir úr ná-
grannabyggðum Cavalier til að
heilsa upp á okkur þarna á hótel-
inu um kvöldið.
„Þá var sungið, dansað og kysst“
Nú var kominn laugardagurinn 12.
ágúst. Magnús Ólafsson hafði
skipulagt daginn fyrirokkur. Fyrst
á dagskrá var að heimsækja Halls
bræður í Hoople. Þeir eru þekktir
urn alla Norður-Dakota fyrir að
vera stærstir í kartöflurækt. Þarna
rækta þeir kartöflur í 1100 ha, auk
þess eru þeir með fleiri hundruð ha
með korni og sykurrófum. Bræð-
urnir eru 5, þeirra elstur er Jósep
og er hann sá eini sem getur talað
góða íslensku. Þeir pakka nær allri
uppskerunni í neytendaumbúðir
og selja til verslana um öll Banda-
ríkin. Ekki man ég hvað þeir áttu
margar upptökuvélar, en fyrir
framan kartöflugeymslurnar stóðu
í röð 32 trukkar af stærri gerð.
Magnús Ólafsson fylgdarmaður
okkur hafði starfað hjá þeim
bræðrum í 20 ár sem bókhaldari.
Sagði hann að betri húsbændur
væru varla til. Nú lifði hann eins og
blómi í eggi, hefði góð eftirlaun.
Það hefðu þeir bræður séð um.
Næst lá leið okkar í „íslenska
garðinn" en svo heitir þjóðgarður
einn þarna. Það voru óunnlaugur
Bjarni Gunnlaugsson og systir
hans Ingibjörg Ruth ( Lóa) sem
gáfu Norður-Dakotafylki jörð og
byggingar þar sem foreldrar þeirra
settust að og námu land árið 1880.
Þá komu þau frá Nýja-íslandi eftir
að hafa átt þar heima síðan 1876,
en það ár komu þau frá íslandi.
Þessi þjóðgarður er einn sá mest
sótti í Norður-Dakota. Þar hefur
verið gert all myndarlegt stöðu-
vatn þar sem gestir geta synt eða
leikið sér á bátum. Garðurinn og
heimilið er við Tongue River,
nálægt Akrar byggðinni. Á þessu
svæði voru nær eingöngu íslend-
ingar í upphafi landnámsins. Það
er aðeins lítill hluti af þjóðgarðin-
um sem tilheyrði áður jörð þeirra
systkina, en jörðin var tæpir 100
ha. í garðinum borðuðum við há-
degisverð ásamt fjölda manns úr
Þjóðræknisfélaginu.
Næst skoðuðum við byggðasafn-
ið sem var í gamla íbúðarhúsinu,
sem Eggert Gunnlaugsson byggði
upphaflega árið 1880, en mikið hef-
ur verið byggt við síðar.
Næst lá fyrir að heimsækja
Ólafsson fjölskylduna. Það eru
þrír bræður, sem þar búa ásamt
móður sinni aldraðri. Allir eru þeir
kvæntir. Þeir eru með feiknamikið
bú. Fyrst og fremst hafa þeir lagt
áherslu á að rækta Aberdeen
Angus kynbótagripi.
Þá lá leið okkar í Garðakirkju,
en þar er móðir þeirra bræðra org-
anisti. Við sungum einn sálm í
kirkjunni og síðan „Hvað er svo
glatt “
Þegar við komum úr kirkjunni
hittum við Rodney Byron, en hann
er af íslenskum ættum, talar samt
lítið íslensku. Rodney er bráðhress
og stakk upp á því að við héldum
saman ball í Fjallabyggð. Það yrði
miklu skemmtlegra en að koma
saman á hótelinu í Cavalier.
Magnús Ólafsson taldi vandkvæði
á að koma þessu á, fyrir það fyrsta
væri búið að auglýsa skemmtun á
hótelinu og það hefðu fáir áhuga á
að koma í gamla samkomuhúsið í
Fjallabyggð. Rodney sagði að það
væri ekki stórmál að koma þessu í
kring. Hann ætlaði að hafa sam-
band við svæðisútvarpið og láta þá
kynna ballið og hvetja allt fólk af
íslenskum ættum að koma. Þá
sagðist hann geta útvegað hljóm-
sveit, sem kostaði ekki neitt, til að
spila fyrir okkur.
Eg gat ekki haft á móti þessu,
þótt það kostaði okkur að aka um
40 km leið á ballið. Ég spurði Emil
bílstjóra hvort hann mundi nenna
að fara með okkur. Það var alveg
sjálfsagt. Hann sagðist geta sofið í
bílnum meðan við skemmtum okk-
ur. Nú, svo þetta varð fastmælum
bundið. Við fórum til Cavalier og
fengum okkur að borða. Síðan var
ekið aftur í Fjaliabyggð. nær allir
fóru með.
Þegar við komum í samkomu-
húsið var heilmikið af fólki komið
og fjörugir tónar bárust af sviðinu.
Mér var litið upp og verð að segja
að aldrei hefi ég séð svo gamla
menn leika fyrir dansi. Eg geri ráð
fyrir að meðalaldur þeirra fjögurra
sem spiluðu hafi verið um 80 ár.
Rodney var kominn í svaka stuð
því að barinn hafði verið opinn
nokkurn tíma áður en við komum.
Ég spurði hann hvort við ættum
ekki að borga eitthvað fyrir hljóm-
sveitina. „Nei, sagði hann, en það
væri vel þegið ef gömlu mennirnir
1002 Freyr
24. DESEMBER 1989