Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1989, Síða 25

Freyr - 15.12.1989, Síða 25
fyrir lágmarksbreytingum í bú- rekstri. Sennilega kemur sauö- burður utan hefðbundins tíma einkum til greina hjá bændum sem eru ekki að staðaldri í vinnu utan bús, þ.e.a.s. hjá bændum með all stór fjárbú eða með kúabú og lítil fjárbú sem eru bundnir heima allt árið. Einnig má ætla að þeir bænd- ur sem hafa góð, afgirt heimaiönd, ekki síst í lágsveitum, hafi ákjósan- lega möguleika til breytinga. Til að byrja með yrði að fara hægt af stað og taka aðeins hluta ánna í óhefð- bundna framleiðslu. Húsakostur skiptir miklu máli vegna vetrar- burðar og lambaeldis, en nú er víða svigrúm vegna fækkunar fjár. í sveigjanlegu kerfi eins og hér er lýst, jafnvel með þrem burðunt á hverjum tveim árum á ána að jafn- aði, fellur fengi- og burðartími ekki á heyskapartímann og með því móti verður sæmileg dreifing á vinnuálagi. Samstilling gangmála er til bóta, einkum í smærri hjörð- um. Aukin burðartíðni samsvarar aukinni frjósemi og getur leitt til hagræðingar sem vegur á móti aukalegum fóðurkostnaði við lambaeldi á vetrum. Annars er margt fleira sem þarf að athuga varðandi hagkvæmnina, bæði hvað varðar sparnað, (t.d. frysting og geymsla) og aukakostnað (t.d. fóður). Þá er spurningin hvernig nýbreytnin fellur að kvótakerfinu og hinni hefðbundnu verðlagningu sauðfjárafurða. Aukið framboð á nýju lambakjöti á aðal ferða- mannatímanum gæti í sjálfu sér aukið söluna. Breytingar yrðu fyrst og fremst að ráðast af við- brögðum innanlandsmarkaðarins þótt útflutningsmöguleikar komi ef til vill til greina. Um þetta mál þurfa ýmsir aðilar að fjalla og það verður að tengja umræðum um framleiðslustj órnun, sláturhúsa- mál og margt fleira. Meðal annars er umhugsunarefni, hvernig sú stefna að færa slátrunina í fá stór hús falli að hugmyndum um ný- breytni f framleiðsluháttum og sveigjanlegri slátrunartíma. Það skal tekið fram að lokum að hér er ekki verið að leggja til rót- tækar breytingar í framleiðsluhátt- um sauðfjárræktarinnar heldur er bent á hugsanlega nýbreytni sem gæti stuðlað að því að lyfta bú- greininni úr þeim öldudal sem hún er nú í. Tilvísanir Jón Viðar Jónmundsson og Ólafur R. Dýrmundsson (1988) Sauðfjárræktin. í ritinu Búnaðarsamtök á íslandi 150 ára 1837-1987. Afmælisrit Búnaðarfélags íslands, 2. bindi, bls. 591-626. Ritstj. Hjörtur E. Þórarinsson, Jónas Jónsson og Ólafur E. Stefánsson. Útg. Búnað- arfélag íslands. Ólafur R. Dýrmundsson (1975). Ferskt dilkakjöt allt árið? Hugleiðingar um sauðburðartíma. Búnaðarblaðið, 13 (1), 23-24 og 19. Ólafur R. Dýrmundsson (1979). Burðar- tími áa og fjölbreytni í sauðfjárfram- leiðslu. Freyr. 75 (12). 374-380. Ólafur R. Dýrmundsson (1980). Vetrar- sauðburður. Freyr, 76 (3), 79-82. Ólafur R. Dýrmundsson (1980). Vetrar- lömbin þrifust vel. Freyr. 76 (11). 340- 341 og 350. Ólafur R. Dýrmundsson (1981). Out-of- season breeding in Icelandic sheep. (Tilhleypingar utan hins árstíða- bundna fengitíma íslenskra áa). ís- lenskar landbúnaðarrannsóknir. 13 (1- 2), 49-54. _ Ólafur R. Dýrmundsson (1983). Acccl- erated breeding - a possibility in Icelandic sheep. Acta Agriculturae Scandinavica. 33 (1), 17-19. Ólafur R. Dýrmundsson, Pétur Sig- tryggsson og Stcfán Sch. Thorsteins- son (1981). Seasonal variation in testis size of Icclandic rams. (Árstíðabund- inn breytileiki á eistnastærð íslenskar hrúta). íslenskar landbúnaðarrann- sóknir, 13 (1-2), 55-60. Ólafur R. Dýrmundsson og Sigurgeir Þorgeirsson (1989). Practical possi- bilities of accclerated breeding within a highly seasonal lamb production system. 40. ársfundur Búfjárræktar- sambands Evrópu, Dublin, írlandi, fjölrit 12 bls. Ólafur R. Dýrmundsson og Sveinn Run- ólfsson (1981). Haustlömb í Gunnars- holti. Freyr, 77 (4), 133-135. Frh. ú bls. 996. BÁRUPLAST Framleiðum báru- og trapizulagað plast í mörgum stœrðum og gerðum, vel glaert. íslensk framleiðsla. Fyrirliggjandi á lager: plötujárn, flatjárn, rúnjárn, I- o g U bitar, vinklar o.fl. J. HINRIKSSON HF. Súðarvogi 4, 104 Reykjavík. Símar: 91-844677, 91-84380 og 91-84559 24. DESEMBER 1989 Freyr 1007

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.