Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1989, Side 16

Freyr - 15.12.1989, Side 16
Emil Piturci bílstjórinn okkar brosir sínu bliðasta þar sem hann heldur utan um Halldóru og Aðalbjörgu, en það gerði hann ekki oft, þ.e.a.s. að halda utan um konur. (Allar Ijós- myndir tók Freyja Sigurðardóttir). Komiðtil Winnipeg Þátttakendur í ferðinni voru sam- tals 45. Það hentaði okkur ágæt- lega, því að þá gátum við haft laus sæti í bílnum fyrir leiðsögumenn á einstökum stöðum, en bíllinn tók 47 farþega. Að þessu sinni voru bændur í miklum minnihluta, en einstæðar konur í miklum meirihluta. Konur án karla voru 14, en karlar án kvenna voru aðeins 5. Svo þetta skapaði smá vandamál þegar við dönsuðum á kvöldvökum okkar. Það leystist ágætlega þegar það uppgötvaðist að það gekk vel hjá konum að dansa saman. Við komum til Winnipeg kl. 13:30. Þá var hitinn rétt um 37"C. Við vorum rétt um 6 klst. á leiðinni. en tímamismunur var 5 klst. svo að við lentum einni klukkustund eftir að við lögðum af stað. miðað við staðartíma. Flug- völlurinn er skammt fyrir utan borgina svo að við vorum snemma komin á hótelið okkar St. Regis. Þetta er í þriðja sinn sem við gist- um á þessu hóteli, sem er í mið- borginni. Þetta er lítið, þokkalegt hótel. Við fengum þarna ágætan morgunverð. Þegar ég hafði samið um verð á gistingu gat ég fengið samþykkt að morgunverðurinn væri inni í verðinu. Þegar við kom- um á hótelið var þar mikið fyrir af Indíánum úr Norðurhéruðum, þar sem skógareldar geisuðu. Þetta fólk var heimilislaust en hafði fengið inni á hótelinu og svo hafði því einnig verið komið fyrir á heimavistarskólum. Litlu Indíánabörnin höfðu sennilega aldrei komið í lyftu fyrr en þarna á hótelinu. enda léku þau sér óspart í lyftunni og oft reyndist það okkur erfitt að komast milli hæða. Krakkarnir gátu ekki talað ensku. svo að það þýddi ekkert að skamma þau. Það var helst að hækka röddina og tala við þau á íslensku. Daginn eftir komu 16 félagar úr deild Þjóðræknisfélagsins í Winni- peg. Nokkrir úr okkar hópi fóru með hverjum félaga og síðan voru flestir fram eftir degi með þessu fólki. Farið var í söfn og í verslun- armiðstöð og margir fóru heim til sinna leiðsögumanna. Hitinn var nokkuð mikill þennan dag, mestur varð hann um 39" á C. Góð kæling er í flestum húsum í Winnipeg og hægt að hafa hita á herbergjum í hótelinu eins hver óskaði sér. Um kvöldið komum við saman á hótelinu. Þar fór fram kynning á þátttakendum og síðan var hug- ntyndin að fara í leiki og eitthvert sprell. Stuttu eftir að kvöldvaka okkar hófst kom starfsmaður hót- elsins til mín. Manninum var greinilega brugðið og segir mér að hann haldi að kona úr hópnum okkar sé að deyja uppi á gangi. Það kom nú heldur mikið fát á hópinn . Það reyndist vera rétt allt sem maðurinn sagði, nema að konan var ekkert komin að því að deyja. Kvöldið eftir fórum við nokkur á tónleika hjá Fóstbræðrum, en kórinn fór með okkur út til Winnipeg. Þar voru einnig margir úr hópi eldri borgara sem voru í hópferð eins og við, en fararstjóri þeirra var Ásthildur Pétursdóttir úr Kópavogi. Þeir voru á vegum Samvinnuferða og ferðin var köll- uð„KátirdagaríKanada.“ Dag- inn eftir fórum við í siglingu eftir Rauðánni og heimsóttum Garry virkið, sem byggt var fyrir um 150 árum. Ekkert sérstakt bar við í þeirri ferð. Það var nokkuð heitt, en annars var þetta hin ánægjuleg- asta ferð. Skipstjórinn hafði gam- an af að tala og var við og við að segja okkur gamansögur og ég reyndi að túlka eftir bestu getu. Gallinn á sögunum var að þær voru ekki skemmtilegar. Flestir reyndu að hlæja, enda var ég með sérstaklega kurteist fólk. Það kom að því að skipstjórinn segir við mig: „Nú ætla ég að láta reyna á hversu góður túlkur þú ert, ef fólkið hlær mikið, þá ert þú góður túlkur, ef það hlær lítið þá hefur þú ekki náð brandaranum“. Skipstjórinn á Winnipeg-drottning- unni var hinn hressasti og sagði skemmdsögur sem Agnar reyndi að tidka eftir bestu getu. 998 Freyr 24. DESEMBER 1989

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.