Freyr - 15.12.1989, Síða 2
Hentugt í geymsluna
Svona skúffusett er hentugt að hafa til að geyma í smálega
hluti eins og nagla, skrúfnagla, bolta, rœr og annað sem oft
þarf að grípa til í dagsins önn. — Myndin er úr vélageymslu
Ólafs bónda Helgasonar í Stóru-Hildisey í Austur-Landeyj-
um.
Ólafur í Stóru-Hildisey bjó sér til hillur í
vélageymsluna úr galvaníseruðum pípum.
Hann lœtur beygjuna á rörunum standa út af
hilluendunum og notar þœr fyrir stiga upp á
ge\msluloft. Freys-myndir J.J.D.
Mvndband um æðardún
Nýlega kynnti Æðarræktarfélag
íslands myndband sem félagið hef-
ur látið gera til að kynna æðardún á
mörkuðum erlendis. Á bandinu er
myndefni víða að af landinu og það
er gefið út með lesnum texta á
íslensku, ensku og þýsku.
Útflytjendur hafa fengið eintök
af myndinni, auk þess sem henni
hefur verið dreift til erlendra við-
skiptavina og annarra sem áhuga
hafa á málefninu.
Þó að horfur í markaðsmálum
hafi verið með allra besta móti
undanfarið og allur dúnn selst eftir
hendinni hefur reynslan sýnt, að
verðsveiflur geta orðið með litlum
fyrirvara, en tilgangurinn með
myndbandinu er að kynna æðardún
víðar en áður hefur verið gert til
þess að draga úr markaðssveiflum.
Myndbandið var frumsýnt 9.
október sl. að viðstöddum fjöl-
mörgum velunnurum æðarræktar.
Myndin er 12 mínútna löng og
fjallar um æðarfuglinn og varp-
stöðvar hans, umhirðu mannsins
um fuglinn og nýtingu dúnsins,
þ. á m. hvernig hann er hreinsað-
ur og notaður í sængur og skjólföt.
Æðarræktarfélag íslands kost-
aði gerð myndbandsins og naut til
þess fjárstuðnings frá Framleiðni-
sjóði, ríkissjóði og frá útflytjend-
um. Auk þess lögðu ýmsir aðrir
vinnu og efni af mörkum. Þumall,
kvikmyndagerð, gerði myndband-