Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1989, Side 37

Freyr - 15.12.1989, Side 37
Félagslegar framkvæmdir í Eyjafirði Þrír hreppar framan Akureyrar, þ.e. Hrafnagils-, Saurbæjar- og Öngulsstaðahreppar, hafa samein- ast um að reisa elliheimili hjá Kristnesi í landi Reykhúsa. Eyfirðingar vígðu nýtt og veg- legt íþróttahús við heimavistar- skólann á Hrafnagili í október sl. Aðild að skólanum eiga ofan- greindir hreppar og Svalbarðs- strandarhreppur. Um 700 manns voru viðstaddir vígslu íþróttahúss- ins og má það teljast góð þátttaka þar sem íbúar skólahéraðsins eru alls 12-1300. Hjálparsveit Saurbæjarhrepps girti í haust tveggja km langa skóg- ræktargirðingu í Melgerðislandi sem hreppurinn á. Var þetta liður í fj áröflunarstarfi hj álparsveitarinn- ar. Haustmynd úr Eyjafirði. Nœst er Stóri-Hamar. Handan ár Grund, Hólshús o.fl. bœir. Pað er vestanátt og kastar skúrum úr Skjóldalnum. (Freysmynd). J.J.D. Flutningskostnaðurvegna ábyrgðarskilmála Á undanförnum árum hefur átt sér stað veruleg aukning í innflutningi alls kyns tækjabúnaðar til landbún- aðar. í þeim tilvikum þegar slíkur tækjabúnaður hefur bilað, á gildis- tíma ábyrgðarskilmála innflytj- anda, hefur oft komið upp ágrein- ingur um greiðslu flutningskostn- aðar á hinum bilaða hlut. í mars sl. var kveðinn upp dómur í Hæsta- rétti þar sem innflytjandi var dæmdur til greiðslu flutnings- kostnaðar á dráttarvél, sem galli hafði komið fram í. í ársbyrjun 1984 keypti stefn- andi, Hörður Harðarson bóndi í Laxárdal 2 í Gnúpverjahreppi dráttarvél af búvélaverslun í Reykjavík. Þegar heyskapur stóð sem hæst þá um sumarið bilaði dráttarvélin. Var þegar haft sam- band við umboðið, sem sendi full- trúa sinn til að kanna ástand vélar- innar. Taldi hann að um svo um- fangsmikla viðgerð yrði að ræða að nauðsynlegt væri að senda dráttar- vélina til umboðsins í Reykjavík. Var þess þá óskað af kaupanda að látin yrði í té önnur ógölluð dráttarvél, en því var hafnað. Við skoðun kom í ljós að brotnað hafði úr tannhjóli. Nauðsynlegir vara- hlutir voru þá ekki til hjá umboð- inu en gert var við vélina til bráða- birgða. Var hún síðan notuð á ábyrgð umboðsins fram í október, þegar varahlutir höfðu borist. Þá var vélin send í annað sinn til Reykjavíkur og fullnaðarviðgerð framkvæmd. Fór þá kaupandi fram á að umboðið greiddi flutn- ingskostnað á dráttarvélinni, sem var algerlega hafnað af hálfu þess. Var þá fyrirtækinu stefnt fyrir Bæj- arþingi Reykjavíkur til greiðslu flutningskostnaðar. í árslok 1987 féll dómur í undir- rétti þar sem seljandi var sýknaður af öllum kröfum kaupanda. Var málinu þá áfrýjað til Hæstaréttar. Þar féll dómur í mars sl. og var seljandi þar dæmdur til að greiða Herði Harðarsyni þann flutnings- kostnað sem hann krafðist. Ekki er að efa að þessi dómur mun hafa fordæmisgildi í framtíðinni.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.