Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1989, Side 35

Freyr - 15.12.1989, Side 35
kastameiri vinnubrögð. Ráðu- nautar bænda hafa það hlutverk að útbreiða þau. Þeir hafa gjarnan haldið fram þeim skilningi að bændur gætu gert betur. Sá skiln- ingur hefur stundum verið notaður til stuðnings þeirri skoðun að land- búnaðurinn væri dragbítur á hag- vexti. Forsendur bænda eru vitaskuld mjög misjafnar til að bregðast við nýmælum og ýmislegt álitaefni um hvað er hagkvæmt. Almenningur er fús að dæma þar um. Oft sýnist ráða meira áliti manna hvaða hug- myndir ntenn hafa yfirleitt um bændur en athugun á forsendum viðkomandi bænda á líðandi stundu. Hlutur landbúnaðarins rýrnar með þeirri vaxandi velmegun sem nefnd er hagvöxtur. Því ganga margir með þá hleypidóma að bændur hljóti að beita sér gegn hagvexti. Má nefna um það dæmi. Eitt sinn sá ég um námsferð há- skólamenntaðs fólks norræns sem starfaði við skipulagsmál í löndum sínum og fékk athugun á íslenzku þjóðfélagi sem verkefni. í sam- ræmi við viðteknar hagvaxtarhug- myndir leit það svo á að heill íslands væri fólgin í því að minnka hlut landbúnaðar og sjávarútvegs, en efla hlut iðnaðar, og hlyti þar að vera við bændur að kljást. Það virtist líta á kaupfélög og samband kaupfélaganna sem samtök bænda. Það varð því hálfringlað á Akureyri þar sem það kynntist hin- um eiginlega iðnaðarbæ á íslandi og öflugum „bændasamtökum“ með gamalgróinn iðnað í góðri sambúð við landbúnað og sj ávarút- veg undir einhuga forystu. Hér hef ég nefnt tværhugmyndir um hlutverk og stöðu landbúnað- arins, annars vegar um öryggis- hlutverk hans og hins vegar um það hvernig þjóðin sækir bættan hag með eflingu annarra atvinnu- greina. Fyrir sumum rekast þessar hugmyndir ekki á, en aðrir sjá þar árekstra. Frh. í nœsta blaði. Frá aðalfundi Æðarræktarfélags íslands 1989. Frh. afbls. 1015. hverfisráðuneyti. Páll minntist á fækkun flugvargs og ræddi m.a. þá hættu sem felst í því að smitaðir fuglar, t.d. af salmonella sýklum, beri smit í vatnsból. Rakti hann nýlegt dæmi þar um. Innflutningsbann til V.-Þýskalands. Arni S. Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Búvörudeildar Sambands- ins, sagði frá skyndilegu innflutn- ingsbanni á íslenskum æðardún til Þýskalands. Þó að ekki sé fyllilega ljóst hvað hér sé á ferð, er talið að Þjóðverjar séu að laga reglur sínar að tíu ára gömlum reglum EB um bann við verslun með afurðir af friðuðum tegundum dýra. Ýmsir telja að bannið varðandi æðardún sé byggt á misskilningi og rangtúlk- un á framangreindum reglum. Arni sagði að unnið væri að því að reyna að leysa málið, en slæmt væri að utanríkisþjónustan hefði ekkert aðvarað útflutningsaðila um hvað í vændum hefði verið og því hefði þetta komið á óvart. Ávarp flutti þeir Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri og Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu og árn- uðu þeir Æðarræktarfélaginu heilla á 20 ára afmælinu. Jónas rakti m.a. 20 ára samstarf Búnað- arfélags Islands og Æðarræktarfé- lagsins. Sveinn Guðmundsson, bóndi á Miðhúsum í Reykhólasveit, flutti fréttir frá aðalfundi Stéttarsam- bands bænda sl. sumar, en hann er þar fulltrúi ÆÍ. Stjórn Æðarræktarfélags íslands skipa: Eins og minnst var á í 21. tbl. Freys er geymt fræ frá öllum heimshlut- um langt inni í fjalli einu við lágt og jafnt hitastig. Nú ætla Norðmenn að færa enn frekar út kvíarnar á þessu svið. Hafa þeir nýlega stofn- að félag. Svalbards Nær- ingsutvikling, (lauslega þýtt: Fram- farafélag Svalbvarða) sem ráðgerir að stofna fyrsta alþjóðlega gen- banka í heiminum í gamalli námu í Longyearbæ. Sérfræðingar frá matvælastofnun SÞ. FAO. heim- sóttu nýlega þessar norðlægu eyjar og leist þeim vel á fyrirætlunina. Norrænar rannsóknastöðvar hafa síðan 1985 sent þúsundir gen- Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vig- ur, formaður sr. Þorleifur Kristmundsson, Kolfreyjustað Hermann Guðmundsson, Stykkishólmi í varastjórn eru: Árni G. Pétursson, Vatnsenda Agnar Jónsson, Reykjavík. sýna til geymslu í lokaöri kola- námu í Longyear bæ. Námur á Svalbarða henta vel til að varö- veita líftæknileg efni sem gevma þarf við sífrera. Auk Svalbarða er slík skilyrði aöeins að finna á byggðu bóli í Norður-Alaska og h I uta af Síbe ríu. Te I j a sérf ræð i n ga r að unnt sé að geyma genaefni óskemmd í stöðugu 4-5 stiga frosti í 50.000 ár. Mesti vandinn viö að stofna til alþjóðlegs genabanka á Svalbarða verður líklega að finna varð- og eftirlitskerfi sem hindri að óvið- komtindi komist í það sem þar er geymt. Heimild: Norinform. Meira um genbankann á Svalbarða 24. DESEMBER 1989 Freyr 1017

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.