Freyr - 15.12.1989, Side 26
Skýrsla Félags hrossabænda
Starfsárið 18. nóvember 1988 til 17. nóvember 1989
Eftirfarandi skýrsla var lögð fyrir aðalfund Félags hrossabœnda sem haldinn var í
Bœndahöllinni 17. nóvember sl. Skýrslan er dálítið stytt.
I. Stofnun Flugfax hf. og skrifstofu
F.hrb.
Samkvæmt aðalfundarsamþykkt
1988 var „gengið til samstarfs við
flutningsaðila til að tryggja útflutn-
ing hrossa og hrossaafurða árið um
kring.“ Hinn 27. desember 1988
var Flugfax hf. stofnað í fundarsal
Stéttarsambands bænda í Bænda-
höllinni. A árinu varð F.hrb. með
12% eignarhlut í félaginu, að upp-
hæð kr. 1,8 milljón, sem var
greiddur með 600 þús. kr. framlagi
frá Framleiðnisjóði landbúnaðar-
ins og þátttöku og starfi formanns
markaðsnefndar F.hrb. í stofnun
Flugfax og útvegun leyfa fyrir Fly-
ing Tigers. Aðalfundur Flugfax hf.
var haldinn 4. janúar 1989 og var
formaður markaðsnefndar F.hrb.
kosinn þar form. stjórnar Flugfax
hf.
Yfirlýsingar voru gefnar út og
sendar útflytjendum um útflutning
hrossa, 6. marz og 28. maí varð-
andi greiðslur á flugi til Evrópu og
Ameríku. Samningur um þennan
útflutning var undirritaður 25. maí
milli Flugfax og F.hrb. A árinu
voru 5 leiguflugvélar teknar sem
flugu til Evrópu með samtals 537
hross og 2 leiguflugvélar til Ainer-
íku sem flugu með fisk og hross
saman, samtals 53 hross. Nú í
haust hefur ferskt hrossakjöt verið
flutt út til Japans með flugvélum
Federal Express (Flying Tigers),
sem Flugfax er umboðsaðili fyrir.
5. maí var undirritað samkomu-
lag milli Flugfax og F.hrb. um
starfsaðstöðu á skrifstofu fyrir
F.hrb. og sameiginlega ráðningu
eins starfsmanns. Sants konar sam-
komulag hafði verið gert í nóvem-
berlok 1988 við Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins. Með þessu
samkomulagi hefur F.hrb. skrif-
stofu að Suðurlandsbraut 16 í Rívk
með síma: 91-678665, þar sem út-
flutningsráðunautur og starfsmað-
ur F.hrb. hafa aðsetur.
II. Störf útflutningsráðunautarog
starfsmanns F.hrb.
Gunnar Bjarnason, útflutnings-
ráðunautur F.hrb., vann að hinum
ýmsu útflutningsmálum eins og áð-
ur, undirbjó stofnun ræktunarfé-
laga erlendis, sem hafa að mark-
miði ræktun íslenzkra lirossa-
stofna, lagði grunn að sýningu
okkar á Equitanasýningunni 8. til
16. apríl og var þar sýningardag-
ana. Hann gaf F.hrb. einkaleyfi til
að gefa út kennslubókina „Hesta-
fræði“ sem hann samdi til notkun-
ar fyrir Reiðskóla Reiðhallarinn-
ar. Þá vann hann samkvæmt ráðn-
ingarsamningi að leiðbeiningar-
störfum og hafði yfirumsjón með
gerð upprunavottorða og inn-
heimtu lögbundinna sjóðagjalda af
útfluttum reiðhrossum.
Hallveig Fróðadóttir var ráðin í
hálft starf 1. desember 1988 til að
„aðstoða útflutningsráðunaut
F.hrb. og markaðsnefnd F.hrb.
eftir nánari fyrirmælum formanns
markaðsnefndar." Störf hennar
hafa einkunt verið tengd útflutn-
ingnum, vinna við gerð útflutn-
ingsskjala, aðstoð við útflytjendur,
vinna við útgáfu kynningarbæk-
linga, undirbúningur við Equit-
anasýninguna og störf á sýning-
unni, aðstoð við hrossasölu og sýn-
ingar í Reiðhöllinni í samvinnu við
formenn deilda F.hrb. Þá vinnur
hún einnig innheimtustörf og sér
um að svara öllum bréfum sem
berast erlendis frá.
Sigurður Ragnarsson vinnur
eins og á síðasta ári sjálfstætt að
útflutningi hrossa í samvinnu við
F.hrb. Samstarfið við Sigurð bygg-
ist á því að kaupendum er bent á að
snúa sér til Sigurðar, sem aflar
útflutningsleyfa og sér um flutning
hrossa á skoðunarstað og að hross-
in séu dýralæknisskoðuð. Hann fer
einnig, komi hann því við, með
flugvélunum sem flytja hrossin út,
og sér um afgreiðslu þeirra til
kaupenda. Jafnframt flytur hann
hross sín út með Flugfax-leiguflug-
vélum og leitar eftir samstarfi við
félagsmenn F.hrb. um útvegun
reiðhrossa. Þá vinnur hann einnig
að sérstökum viðfangsefnum fyrir
F.hrb., t.d. að taka á móti útlend-
ingum, ferðast með þeim og hafa
samband, bréflega, símleiðis og
með símfaxi. Sigurður vann einnig
við uppsetningu sýningarinnar í
Equitana og ýmis skipulagsmál
varðandi þá sýningu.
Reiðhrossaverzlunin
3a. Á síðasta verðlagsári voru flutt
út 806 reiðhross, þar af 31 stóð-
hestur, 259 hryssur og516 gelding-
ar. Frá áramótum hefur nú verið
flutt út 951 hross, svo að enn stefn-
ir í aukningu á þessu verðlagsári.
Enn eru flest hross flutt út til Sví-
þjóðar eða um 450, tæp 200 til
Þýzkalands og hafinn var útflutn-
ingur á ný til Kanada. Þangað fóru
70 hross og 19 til Bandaríkjanna.
Þessa aukningu má þakka mörgum
aðilum innanlands sem hafa staðið
mjög vel að útflutningsmálum.
Auk Sigurðar Ragnarssonar má
nefna Gunnar Arnarsson og
1008 Freyr
24. DESEMBER 1989