Freyr - 01.02.1991, Qupperneq 7
3.'91
FREYR 87
r- RITSTJÓRNARGREIN
Álitsgerð um
landbúnaðarstefnu í Noregi
Um sl. áramót var lögð fram í Noregi
álitsgerð nefndar sem hafði það verkefni
að gera tillögur um stefnumótun í land-
búnaði þar í landi. Nefndin starfaði í um
þrjú ár og var skipuð 22 fulltrúum ýmissa
hagsmunahópa undir forystu Hávard
Alstadheim og var kölluð eftir honum
Alstadheimnefndin.
Niðurstaða nefndarinnar var að aðal-
markmið landbúnaðar í Noregi væri að
tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Til að
stuðla að því aðalmarkmiði kom nefndin
sér saman um að leggja bæri áherslu á
fernt. Það er vernd umhverfis og auðlinda,
dreifða byggð, jafnrétti kynjanna og við-
unandi tekjur búvöruframleiðenda.
Nefndin telur, út frá þeirri óvissu sem
fyrir hendi er hvað varðar aðdrætti og þær
afleiðingar sem matvælaskortur á alþjóða-
markaði mundi leiða til, að þjóðin þurfi að
geta staðið á eigin fótum um matvælaöflun
og komið sér upp birgðum til að mæta
langvinnari kreppu en þeirri sem almenn-
ar hagvarnir landsins hafa að markmiði að
verjast. Sífellt fleiri umhverfis- og vist-
fræðileg áföll sem gerst hafa í heiminum
leiða til þess að meiri kröfur verði að gera
til möguleika á matvælaframleiðslu heldur
en sú teppa í aðdráttum, sem þekkt er úr
sögunni vegna hernaðarátaka, kallar á.
Helmingur nefndarmanna, fulltrúar
samtaka í landbúnaði, leggur jafnframt
áherslu á að einnig á friðartímum sé brýnt
að halda framleiðslunni uppi með öflugum
landbúnaði. Það sé erfitt að auka fram-
leiðsluna og einkum stærð ræktaðs lands
þegar kreppan sé skollin á. Það eigi ekki
síst við ef hætta er á umhverfisspjöllum.
Gerður er greinarmunur á annars vegar
vörum með lítið geymsluþol sem nauðsyn-
legt er að halda uppi mikilli framleiðslu á
og matvörum með lengra geymsluþol sem
og vörum sem unnt er að auka framleiðslu
á með tiltölulega litlum fyrirvara. í fyrr-
nefnda hópnum er m.a. mjólk, nautakjöt,
kartöflur, o.fl.
I síðarnefnda hópnum er korn og annar
jarðargróður með langt geymsluþol,
svínakjöt og aðrar búfjárafurðir þar sem
unnt er að auka framleiðsluna með
skömmum fyrirvara. Aðalatriðið þar er að
grundvöllur sé fyrir hendi til auka fram-
leiðsluna með litlum fyrirvara á kreppu-
tímum. Sá grundvöllur er fólginn í ræktar-
landi, byggingum, rekstrarvörum, þekk-
ingu og hæfum starfskröftum. Nefndin
telur að í raun verði kröfur um að fram-
leiða geymsluþolnar matvörur það miklar
að halda verði einnig uppi umfangsmikilli
framleiðslu á þeim við eðlilegar aðstæður.
Aðalmarkmið umhverfis- og auðlinda-
verndar er að gera landbúnaðinn haldbær-
an (bærekraftig), þ.e. að hann sé aðlagað-
ur að lausn á þeim vandamálum sem bund-
in eru umhverfisvernd, jafnt alþjóðlegum
sem innlendum. Við búvöruframleiðslu er
brýnt að aðlagast náttúruskilyrðum á
hverjum stað, stefna að minni mengun,
fjölbreyttu lífríki, ræktunarumhverfi
(kulturlandskap) og framleiðslu á gæða-
vöru.
Nefndin telur að miða þurfi notkun
aðfanga og framleiðsluaðferðir við
hringrás næringarefna í lífkeðjunni. Slaka
þurfi á kröfum um uppskerumagn þar sem
hjálparefni eru notuð við ræktun. Meiri-