Freyr - 01.02.1991, Side 9
3.’91
FREYR 89
Ullarnefnd
Stofnuð hefur verið ullarnefnd með lögum frá
Alþingi nr. 57, 1990, um flokkun og mat á ull og
gærum. Samkvæmt þeim skipar landbúnaðarráð-
herra þrjá menn í nefndina, einn sem er tilnefndur
af Stéttarsambandi bænda, annar af ullarkaupend-
um, hinn þriðji án tilnefningar, og er hann formað-
ur nefndarinnar. í hinni nýju ullarnefnd eru:
Emma Eyþórsdóttir, Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, formaður, Guðjón Kristinsson, Álafossi,
og Pórarinn Þorvaldsson, Þóroddsstöðum, frá selj-
endum.
Jafnframt hefur verið stofnuð ný staða eftirlits-
manns með ullarmati. Hann er skipaður af land-
búnaðarráðherra með ráði ullarmatsnefndar. í þá
stöðu hefur verið ráðinn Kristinn Arnþórsson,
ullarfræðingur á Akureyri. Aðsetur hans verður
væntanlega á Óseyri 2, s.st.
Kaplamjólk í Frakklandi
Tveir franskir bændur hafa byrjað framleiðslu á
kaplamjólk. Hugmyndina fengu þeir á ferðalagi í
Kákasus, en kaplamjólk er talin holl fyrir hjartað
og meltinguna. Hryssurnar eru mjólkaðar daglega
og mjólkin er seld í pelaflöskum bæði til einstak-
linga og fyrirtækja, sem sérhæfa sig í heilsufæði. I
ráði er að setja kaplamjólkina á almennan markað
og hafa hinir hugmyndaríku bændur samið við
kandadískt fyrirtæki í því skyni. Frá þessu segir í
Mjólkurfréttum, blaði Osta- og smjörsölunnar.
Nómskeið í ferðaþjón-
ustu fyrir bœndur
Námskeið í ferðaþjónustu fyrir bændur hefjast í
febrúar og september og verður þetta tveggja anna
nám í bréfaskóla. Nánari vitneskju um það má fá
hjá Ferðaþjónustu bænda í síma 91-623640 og
Bréfaskólann, s. 91-629750.
Ferðaþjónusta bænda hefur hug á að efla Veiði-
flakkarann svo nefnda, en það er sölu- og kynning-
arkerfi fyrir silungsveiði í ám og vötnum. Ættu
hlutaðeigandi bændur að hafa samband við skrif-
stofu F.B.
Á síðastliðnu ári nýttu margir bændur sér þjón-
ustu F.B. að loknum vorönnum eða slætti til að
létta af sér reiðingnum.
Markaðsnefnd landbún-
aðarins stœkkuð
Nýlega hefur verið skipað í Markaðsnefnd land-
búnaðarins og er hún nú fjölmennari en áður. í
nefndinni sitja Níels Árni Lund, formaður, Árni
Jóhannsson frá Goða hf., Gísli Karlsson frá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins, Guðjón Þorkelsson frá
Fæðudeild Rala, Haukur Halldórsson frá Stéttar-
sambandi bænda, Helga Guðrún Jónsdóttir frá
Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, Kjartan
Gunnarsson frá Viðskiptaráðuneytinu, Óskar H.
Gunnarsson frá Samtökum afurðastöðva í mjólk-
uriðnaði, Óskar Isfeld Sigurðsson frá Búnaðarfé-
lagi íslands, Sigurgeir Þorgeirsson frá Búnaðarfé-
lagi íslands, Steinþór Skúlason frá Sláturfélagi
Suðurlands og Vilhjálmur Guðmundsson frá
Landssambandi fiskeldis- og hafbeitarstöðva.
Starfsmaður nefndarinnar er Þórhallur Arason.
Verkefni nefndarinnar verður á sviði almennra
markaðsmála og almenningstengsla.
Um 30% af heyfengnum
í plast
Á síðustu tveimur árum hafa verið seldar hér á
landi um 300 rúllubindivélar og um 330 rúllupökk-
unarvélar. Fyrstu rúllubindivélarnar voru fluttar til
landsins árið 1982 en pökkunarvélarnar komu ekki
á markað hér á landi fyrr en 1986. í sumar er leið
notuðu íslenskir bændur um 460 tonn af rúllu-
baggaplasti. Af því má ætla að um 420-460 þúsund
rúllubagga hafi verið bundnir á síðastliðnu sumri,
en það mun vera nær þriðjungur heyforða lands-
manna. Til samanburðar má geta þess að 6,8% af
heyfengnum var verkaður í rúllubagga árið 1988.
Þetta kom fram í erindi sem Grétar Einarsson,
deildarstjóri hjá Bútæknideild Rala á Hvanneyri
flutti á ráðunautafundi B.í.
Auk plasts utan um hey er talið að árlega séu
notuð um 160 tonn af heybindigarni hér á landi.
Ótalin eru þá þau 200 tonn af plasti sem notuð eru
undir tilbúinn áburð á hverju ári.