Freyr - 01.02.1991, Page 20
100 FREYR
3.’91
Smáviður og mor í fjöruborði utan við Kaldrananes á Ströndum. (Ljósm.
Á.S.).
lenskir Sjávarhættir" telur Lúðvík
Kristjánsson að rekajarðir séu 725
og byggir það að mestu á Jarðabók
Arna Magnússonar og Páls
Vídalíns, ásamt jarðamati úr Aust-
firðingafjórðungi 1918. í bók Lár-
usar A. Gíslasonar, „Hlunninda-
jarðir á íslandi", eru taldar upp um
1300 jarðir með einhvern reka eða
rekaítök. Þær eru í öllum sýslum
landsins nema í A.-Barðastrandar-
sýslu og Dalasýslu. Fasteignamat-
ið frá 1942 telur 1142 jarðir með
reka, en matið frá 1970 telur 566
jarðir. Eins og hér kemur fram er
það talsvert á reiki hversu margar
jarðir hafa reka, en ekki virðist
fráleitt að telja að fasteignamatið
frá 1970 sýni lágmarksfjölda.
Þótt freistandi sé að áætla magn
reka sem árlega berst að ströndum
landsins, þá er augljóst að slíkt er
nær óvinnandi verk. Hér verður þó
vitnað til tiltækra heimilda og hug-
leitt út frá því.
Árið 1968 fól Rannsóknaráð rík-
isins Svavari Jónatanssyni verk-
fræðingi að gera könnun á því
hvort hagkvæmt mundi vera að
reka sögunarstöð fyrir rekavið í
Strandasýslu. I skýrslu um málið
(1969 og 1970) kemur eftirfarandi
fram:
• Með beinni talningu og viðtöl-
um við menn telur Svavar að um
2700 meðaltré (eða stærri) reki
árlega á svæðinn frá Kaldrana-
nesi að Almenningum sunnan
Horns. Meðaltré reiknar Svavar
tré sem eru 5,5 m löng og 35 cm í
þvermál. Auk þess rekur veru-
legt magn af styttri trjám, kubb-
um og mori.
• Að ofangreindur reki eigi að
nægja til þess að tryggja hag-
kvæman rekstur sögunarstöðv-
ar, ef samstaða heimamanna
sjálfra náist um rekstur slíkrar
stöðvar.
Hvort þessar niðurstöður frá
1970 gilda enn skal ósagt látið. Þó
má benda á að ársrekinn sem
þarna er nefndur samsvarar um
1430 m3 af timbri á þessu tiltekna
svæði og er þá ekki reiknað með
því magni sem er í trjám umfram
„meðaltré" og að engu metið það
umtalsverða magn sem er undir
meðalstærð.
I ritgerð sinni „Reki á Strönd-
um“, mælir Sveinbjörn Eyjólfsson
ársreka (1981-1982) á nokkrum
bæjum á Ströndum. Þar kemur
fram að ef talin eru tré, 90 cm löng
og stærri, þá er ársrekinn 66,12 nv’
á Þorpum í Steingrímsfirði og
24,78 m’ á Kaldrananesi. í sömu
heimild er haft eftir nokkrum
bændum í Árneshreppi að ársreki
á jörð samsvari 1000-5000 girðing-
arstaurum (18-90 m’) en jarðir
liggja þar misvel við reka og reki er
mismikill milli ára.
Ef reiknað er með 45 rekajörð-
um frá og með Kaldrananesi að
Almenningum við Horn (Lárus Á.
Gíslason 1982), má með því að
miða við umsögn bændanna í Ár-
neshreppi segja, að rekinn á þessu
svæði sé 810-4050 m’ á ári af not-
hæfu efni í staura. Ótalið er það
sem nýta mætti til brennslu. í rit-
gerð Sveinbjarnar Eyjólfssonar
kemur fram að í ársrekanum á
Þorpum og Kaldrananesi eru
7,85% trjáa stærri en 4,0 m. Ef
gengið er út frá áætlun bændanna í
Árneshreppi um magn af reka
(þ.e. að svæðið norðan Kaldrana-
nes sé með 810^1050 m’) og mæling
Sveinbjarnar á stærð trjáa, þá kem-
ur út að 64-318 m’ eru í trjám stærri
en 4 m. Þessi niðurstaða er býsna
langt frá mælingu Svavars
Jónatanssonar og sýnir e.t.v. erfið-
leikana við að meta það magn reka
sem árlega fellur til, þar sem
byggja þarf á svo fáum mælingum.
Þó má vera að mismikill reki á milli
ára (tímabila) skýri að einhverju
þennan mun?
Talið hefur verið að norðanverð
Strandasýsla ásamt svæðum á
Norðausturlandi séu mestu reka-
svæði landsins. Einnig er vitað að á
sumum þeirra jarða sem teljast
hafa reka er rekinn afar lítill. Hér
er því varpað fram án ábyrgðar að
nota helming þess sem nokkrir
bændur í Árneshreppi töldu lág-
marksreka hjá sér. Síðan er notað
fasteignamatstalan frá 1970 um
fjölda jarða og kemur þá út að alls
gæti fallið árlega til efni í 300.000
girðingarstaura (500 staurar x 566
jarðir) eða 5400 m’. Þetta verður
þó að teljast varlega áætlað?
Verðmœti.
Þar sem jafn lítið er vitað um heild-
armagn þess reka sem til fellur og
raun er á, er að sjálfsögðu jafn
erfitt að meta verðmæti hans af
nokkurri nákvæmni. Hér verður
þó gerð einföld tilraun í þá átt,