Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 25

Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 25
3.’91 FREYR 105 Tafla 1. Yfirlit um nautgriparœkfarfélögin 1990 Meðaltal árskúa Kjarnf. Félagar Kýr Árskýr Mjólk % Fita %Prót. kg- Kjósarsýsla 9 303 229,3 3886 4,00 3,36 540 Borgarfjöröur 82 2203 1675,8 3967 4,06 3,39 578 Snæfelisnes 30 806 621,5 4070 4,01 3,37 625 Dalasýsla 23 464 345,4 3999 3,89 3,40 644 Vestfiröir 49 803 599,7 4012 4,02 3,39 689 Strandasýsla 1 23 19,3 4357 4,07 3,55 543 V.-Húnavatnssýsla 14 298 239,9 4380 3,99 3,39 715 A.-Húnavatnssýsla 34 840 692,9 4029 3,94 3,34 710 Skagafjörður 54 1553 1242,2 4285 3,97 3,40 630 Eyjafjöröur 156 5470 4339,0 4315 4,13 3,39 555 S.-Þingeyjarsýsla 83 1813 1474,2 4258 4,02 3,40 650 N.-Þingeyjarsýsla 2 63 50,0 4140 3,96 3,40 836 Austurland 22 489 407,3 4003 4,04 3,39 481 A.-Skaftafellssýsla 5 187 137,7 3913 4,18 3,41 702 Rang-ogV.-Skaft 109 3432 2582,5 4096 4,08 3.43 597 Árnessýsla 148 5181 4054,5 4048 4,08 3,41 610 Landiö 821 23928 18711,2 4141 4,06 3.40 603 Áriö 1989 819 23505 18245,9 4005 4,07 3,39 544 Áriö 1988 828 23788 18401,9 3998 4,06 3,42 541 Árið 1987 824 23952 18442,2 3986 4,01 3,46 532 Áriö 1986 869 25290 19232,1 3936 4,07 3,45 552 Árið 1985 894 25120 20166,8 3948 4,01 3,62 667 Austurlandi. Meðalafurðir eru eins og árið 1989 mestar i Vestur- Húnavatnssýslu 4380 kg og í Eyja- firði eru meðalafurðir 4315 kg. Á Suðurlandi er aukning meðalaf- urða að þessu sinni öllu meiri á austurhluta svæðisins en í Árnes- sýslu. Kjarnfóðurnotkun hefur aukist nokkuð. Meðalnotkun reyndist 603 kg á þeim búum sem skrá þessar upplýsingar. Þar kemur fram aukning sem nemur 59 kg frá árinu 1989. Þessa aukningu er að sjálfsögðu ekki hægt að líta á sem jákvæða þróun, en hana verður samt engu að síður að meta með hliðsjón af auknum afurðum á milli ára. Metið með hliðsjón af því er aukning í mjólkurmagni er 2,3 kg af mjólk fyrir hvert kg af kjarnfóðri sem notað er aukalega til mjólkur- framleiðslunnar. Þetta er í raun mjög góð svörun vegna aukinnar kjarnfóðurnotkunar og niðurstaða sem bændur í nálægum löndum væru áreiðanlega mjög sáttir við í sinni mjólkurframleiðslu. Nokkur munur er á milli héraða í aukningu kjarnfóðurnotkunar. Þannig eykst kjarnfóðurnotkun á hverja kú aðeins um 33 kg í Eyja- firði þar sem afurðaaukning er mest, en í mörgum öðrum héruð- um er aukning í kjarnfóðurnotkun verulega meiri og einna mest á Vesturlandi. Þennan mikla mun í breytingum í kjarnfóðurnotkun á milli héraða má áreiðanlega að öllu leyti skýra sem áhrif mjög slakra gróffóðurgæða á mörgum búum veturinn 1989/90. Aukningu í kjarnfóðurnotkun má rekja til fyrri hluta ársins þegar margir bændur gripu til aukinnar kjarn- fóðurnotkunar til að bæta slök gæði heyja frá sumrinu 1989. Slíkt er í raun hin eðlilegu viðbrögð þegar slík staða í fóðurmálum kemur upp. Efnamagn mjólkur Breytingar á efnamagni mjólkur eru nær engar árið 1990 frá því sem var árið 1989. Fituprósenta mjólkur mælist að jafnaði 4,06 % á móti 4,07 % árið 1989 og prótein- prósenta 3,40 % í stað 3,39 % árið áður. Eðlilegt er að líta ögn nánar á efnasamsetningu mjólkurinnar með hliðsjón af breyttum útborg- unarreglum fyrir mjólk með tilliti til efnasamsetninagr sem tóku gildi árið 1990. Eins og ætíð áður er nokkur munur fituprósentu mjólkur hjá kúnum eftir héruðum. Fitumest er mjólkin hjá kúnum í Eyjafirði en mögrust á Norður- landi vestra og í Dalasýslu eins og lengi hefur verið. Sáralítill munur kemur fram í próteinprósentu eftir héruðum eins og áður síðan slíkar mælingar hófust þó að mjólk sunn- lensku kúnna sé ívið best að þessu leyti eins og áður hefur verið. Staða mjólkurframleiðslunnar Þær tölur sem hér hefur verið gerð grein fyrir gefa tilefni til að skoða þær aðeins með hliðsjón af stöðu mjólkurframleiðslu í landinu. Framleiðsluréttur til mjólkurfram- leiðslu er sá rammi sem bændur verða að laga framleiðslu sína að.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.