Freyr - 01.02.1991, Síða 28
108 FREYR
3.’91
Tafla 4. Kynbótaeinkunnir nauta 1990. Einkunn Fjöldi Nafn og númer nauts dætra Mjólk Fita Prótein
Bátur 71004 . . 377 112 107 111
Brúskur72007 . . 638 100 99 99
Frami 72012 442 108 106 108
Borgþór 72015 581 104 101 104
Skúti 73010 694 107 109 106
Rex73016 450 95 100 97
Bergur 74003 514 100 103 99
Ylur74010 . . 551 96 98 101
Bróðir 75001 503 104 108 107
Bratti 75007 541 103 100 100
Birtingur 75011 450 95 85 89
Þróttur 75015 185 103 104 102
Álmur 76003 579 107 107 105
Víðir 76004 . . 570 106 112 103
Lambi 76005 . . 438 100 102 98
Þari 76009 343 92 98 94
Forkur76010 611 101 101 95
Hæringur 76019 110 99 104 101
Ölvi 77005 250 95 94 98
Gellir 77011 107 97 104 96
Lýtingur 77012 552 101 102 100
Frændi 77015 106 104 107 104
Mjölnir 77028 344 103 99 96
Þorri 78001 519 104 102 104
Styrmir 78003 213 104 101 102
Arnar 78009 306 102 104 103
Drangur78012 637 104 101 103
Krókur78018 420 96 90 95
Reitur 79004 106 107 105 105
Garri 79007 92 103 104 106
Bauti 79009 . . 255 98 97 97
Svipur 79012 166 103 99 101
Gegnir 79018 511 100 102 99
Nikki 80001 99 107 105 106
Dálkur 80014 124 112 107 110
Bæsi 80019 127 101 104 102
82025. Þessi nautkálfur hefur nú
verið valinn til notkunar á Nauta-
stöðinni og kemur þar vonandi í
notkun síðar á þessu ári. Nokkrar
af þeim kúm sem síðar fylgja í töflu
3 þekkja margir lesendur úr eldri
yfirlitum um afurðahæstu kýr, en
þar er einnig að finna nýjar stjörn-
ur.
Burðurkúnna
Á seinni árum hefur mikil áhersla
verið lögð á jöfnun mjólkurfram-
leiðslu eftir árstímum. Einn veiga-
mesti stjórnþáttur í því samhengi
er burðartími kúnna. Mynd 1 sýnir
á hvern hátt burðartími skýrslu-
færðra kúa, sem hafa skráðan burð
árið 1990, dreifist. Rétt er að
benda á það að í þessu yfirliti er
burður kúa í janúar ætíð örlítið
vanmetinn vegna þess að nokkrar
þeirra kúa sem þá bera bera öðru
sinni í lok ársins og er þá aðeins sá
burðarmánuður skráður í þessu yf-
irliti. Myndin sýnir að breytingar
eru sáralitlar frá árinu 1989. Þær
eru samt þær helstar að aðeins er
fækkun á kúm sem bera á fyrstu
mánuðum ársins en tilsvarandi
fjölgun hjá kúm sem bera í apríl og
maí. Aftur á móti helst uppi og
fremur eykst hlutfall þeirra kúa
sem bera á haustmánuðum. í raun
tel ég að aldrei hafi komið inn á
skýrslur jafn mikið af fyrsta kálfs
kvígum á skömmum tíma eins og
nú á þessu hausti. Niðurstöður um
sæðingar á árinu 1990 liggja ekki
fyrir enn. Ljóst er samt að kúm
sem sæddar eru hefur fjölgað
nokkuð frá árinu 1989 hvort sem
það er vegna fjölgunar kúa eða
meiri þátttöku í starfinu. Hins veg-
ar er ljóst að árangur sæðinga á
fyrri hluta ársins var öllu lakari
sunnan- og vestanlands en nokkur
undangengin ár. Þess vegna má
vænta þess að á sumum búum á
þessu svæði sé nú einhver tilfærsla
á burði hjá kúm.
Athygli skal vakin á nokkrum
niðurstöðum um þá kálfa sem fæð-
ast. Eins og ætíð áður er kynhlut-
fall kálfa verulega skekkt. Árið
1990 er 54,9 % fæddra kálfa skráð-
ir nautkálfar. Hins vegar er hlutfall
tvíkelfinga heldur lægra en oft áð-
ur eða aðeins 1,1%.
Þar sem skráð eru afdrif naut-
kálfa þá eru 37 % fæddra kálfa sem
eru skráðir aldir til kjötfram-
leiðslu, en nokkuð mikið er um að
skortur sé á skráningu upplýsinga
um afdrif kálfa en þó er skráð um
rúmlega þriðjung fæddra nautkálfa
að þeim sé slátrað nýfæddum, sem
sýnir að enn eru verulegir mögu-
leikar til aukinnar kjötframleiðslu
vannýttir hjá íslenska kúastofnin-
um. Af fæddum kvígukálfum eru
hins vegar um 70 % sem eru skráð-
ar sem ásetningskvígur og er það
heldur hærra hlutfall en nokkru
sinni fyrr. Eitthvað kann að vísu að
vera um kvígur undan holdanaut-
um í þessum hópi sem í raun eru
aldar til kjötframleiðslu.
Nefnt skal að á árinu 1990 var
skýrsluhöldurum gefinn kostur á
nýrri viðbót við skýrsluhaldið sem
er bókhald um gripi í uppeldi. í
heild eru viðbrög við þessari þjón-
ustu ekki veruleg enn. Engu að
síður má ætla að á þennan hátt
megi fljótt fá nokkrar upplýsingar
varðandi kjötframleiðslu naut-
gripa sem brýnt er að fara að
byggja upp. Þess vegna er ástæða
til að vekja athygli bænda á þessum
þætti skýrsluhaldsins vegna þess að