Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1991, Side 38

Freyr - 01.02.1991, Side 38
Tafla 5. Skipting laxveiðinnar í Rangánum 1990 eftir veið- stöðum (Byggt á gögnum úr; Búfiskur hf. 1990). Nr. Nafn fjöld % 1 Hólsá - Þverá Sjávarós 3 0.18 2 Þykkvibær 2 0.06 3 Djúpós 57 3.5 10 Grímsstaðahylur 3 0.18 11 Hóll 1 0.06 12 Ártún 2 0.12 13 Ármót 1 0.06 4 Ytri Rangá Breiðabakki 2 0.12 5 Ægissíðufoss 212 13.1 6 Rangárflúðir 392 24.2 7 Hella/Nes 2 0.12 8 Árbæjarfoss 287 17.7 31 Ofan Árbæjarf 1 0.06 33 Geldingalækur 2 0.12 36 Þingskálar 1 0.06 39 Bolholt 3 0.18 42 Svínhagi 2 0.12 46 Galtalækur 4 0.25 Aðrirstaðir 19 1.2 15 Eystri Rangá Oddhóll 1 0.06 16 Lambhagahylur 12 0.8 17a Rimahylur 10 0.6 17b Strandarsíki 308 19.0 18 Hrafnkelshylur 2 0.12 19 Djúpidalur 3 0.18 20 Dýjanes 3 0.18 22 Drápubakki 2 0.12 23 Skollatangi 1 0.06 24 Heljarstígur 23 1.4 25 Króksnes 5 0.31 26 Móbakki 84 5.2 27 Bergsnef 83 5.3 28 Fagridalur 48 3.0 29 Tunguvað 9 0.6 Aðrirstaðir 17 1.0 Fiská 16 1.0 Samtals 1622 100.0 (dvalartími eitt ár í sjó) voru 541 (42%) hængar en 746 (58%) hrygnur. Stórlaxahængar voru 36 (36%) og stórlaxahrygnur 64 (64%). Hlutfall hrygna er því hærra bæði fyrir smá- og stórlaxa. Meðalþungi smálaxa var 6,17 pund, 6,88 pund hjá hængum en 5,66 pund hjá hrygnum. Stórlaxinn var að meðaltali 9,44 pund, hæng- ar 9,89 pund og hryngur 9,18 pund (tafla 3). Mikil aukning varð í laxveiði í Rangánum miðað við fyrri ár. Meðal laxveiði áranna 1972 - 1989 var 49 laxar, mest 1978, 95 laxar og minnst 1972, 10 laxar (mynd 1). Veiði á urriða (bæði staðbundnum og sjóbirtingi) hefur einnig verið nokkuð breytileg, frá 545 veiddum urriðum 1975 og niður í 80 urriða 1981 (mynd 2). Meðal urriðaveiði áranna 1972 -1989 var 215 urriðar. Nokkuð veiðist af bleikju í Rangánum og voru þær 193 að meðaltali á árunum 1972 - 1989, eða frá 29 og upp í 154 á ári (mynd 3). Ef litið er á veiði á silungi, urriða og bleikju fylgist hún nokk- uð að (myndir 2 og 3) sömuleiðis veiði á silungi og veiði á laxi árið eftir. Útreiknuð fylgni á veiði sil- ungs og veiði á laxi árið eftir er marktæk (tafla 4). Fylgni milli veiða á urriða og bleikju sama ár er einnig marktæk. Veiði á urriða og laxi árið eftir sýndi háa fylgni en þó ekki marktæka. Veiðitímabilinu var skipt í vikur þar sem skiptingin var gerð við 23/ 6, 30/6, 1/7 o.s.frv. Laxveiðin fór jafnt og þétt vaxandi fram í 7. viku veiðitímans, eða um mánaðamótin júlí- ágúst (mynd 4). Urriðaveiði var fremur lítil framan af en eftir það var hún nokkuð stöðug (mynd 5). Bleikjuveiði var fremur lítil og óregluleg yfir veiðitímabilið (mynd 6). Meðalþyngd veiddra laxa var 6,39 pund. Léttasti laxinn var 2 pund og sá þyngsti 16 pund. (mynd 7). Hængarnir voru að meðaltali nokkru þyngri en hrygnurnar en dreifingin var nokkuð svipuð (myndir 8 og 9). Fjöldi urriða í þyngdarflokki féll nokkuð jafnt frá einu pundi í 9 pund (mynd 10). Þyngdardreifing bleikjunnar var mun jafnari en ur- riðans (mynd 10). Laxveiðin var mest á fjórum veiðistöðum (tafla 5) og veiddust samanlagt yfir 1100 laxar á þeim (Búfiskur hf. óbirt samantekt). Þessir staðir áttu það sameiginlegt

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.