Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1991, Qupperneq 33

Freyr - 01.02.1991, Qupperneq 33
3.’91 FREYR 113 ábyrgðar hans á búvörusamningi þeim sem í gildi er. Fundurinn telur að eðlilegt hefði verið að setja jöfnunargjald á þessa vöru og jafna þar með samkeppnis- stöðu innlendrar framleiðslu. Fundurinn hvetur þá aðila sem standa að sölu á Mozzarellaosti til að vinna markvisst að kynningu og auglýsingu á ekta vörum, og er þá átt við að í þeim séu ómengaðar íslenskar náttúruafurðir.“ Ályktun um minnkandi sölu sauðfjárafurða frá hreppsnefnd Skaftárhrepps: Á fundi hreppsnefndar Skaftár- hrepps 4. feb. 1991, var samþykkt eftirfarandi ályktun: Hreppsnefnd Skaftárhrepps í Vestur Skaftafellssýslu lýsir yfir áhyggjum sínum vegna minnkandi sölu sauðfjárafurða og þeim alvar- legu afleiðingum sem það hefur fyrir framtíð byggðarlagsins, þar sem yfir 90% bænda í hreppnum byggja afkomu sína að meira eða minna leyti á sauðfjárrækt og þétt- býlið á Kirkjubæjarklaustri að sjálfsögðu í framhaldi af því. Flestir bændur hér miða fram- leiðslu sína við þann framleiðslu- rétt sem þeir hafa, en á mörgum bújörðum er fullvirðisréttur mjög lítill og ófullnægjandi til að kyn- slóðaskipti geti orðið með eðlileg- um hætti. Geta má þess að rafmagn frá samveitu kom ekki fyrr en árið 1973 á þetta svæði. Batnaði þá mjög aðstaða bænda til að byggja upp bú sín. Margir bændur náðu þó ekki að vera komnir í þá fram- leiðslu sem skyldi á viðmiðunarár- um. Sjást þess víða merki og á það einnig við í mjólkurframleiðslu. Hreppsnefnd Skaftárhrepps hvetur ráðamenn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ekki verði dregið úr heildarfram- leiðslurétti á svæðinu í tengslum við væntanlegan búvörusamning. Til nánari umfjöllunar um þetta málefni er vísað til skýrslu Byggða- stofnunar, frá júní 1989, „Vestur- Skaftafellssýsla austan Mýrdals- sands, atvinnulíf og byggðaþró- un. “ Birgðir búsafurða í árslok 1990. Sjá meðfylgjandi töflu um fram- leiðslu og sölu mjólkur og mjólkur- vara. Birgðir mjólkurvara í árslok um- reiknaðar í mjólk skv. fituinnihaldi voru 19.043 þús lítrar sem er um 10 þús. lítrum meira en einum mán- uði áðuren 5.782 þús. lítrum meira en um áramótin ári áður. Birgðir kindakjöts í árslok voru 7425 tonn sem er 1271 tonni eða 14,6% minna en á sama tíma ári áður. (Uppgefnar birgðir kinda- kjötsílok nóvembersl. í 1. tbl. ’91, bls. 35, voru verulega ofreiknaðar) Birgðir nautgripakjöts í árslok voru 310 tonn sem er 56 tonnum eða 22,1% meira en á sama tíma árið áður. Birgðir svínakjöts í árslok voru 12.8 tonn sem er 11 tonnum eða 46,3% minna en á sama tíma ári áður. Birgðir hrossakjöts í árslok voru 311 tonn sem er 102 tonnum eða 24,7% minna en á sama tíma árið áður. Birgðir alifulglakjöts í árslok voru 168 tonn sem er 78 tonnum eða 87,1% meira en á sama tíma ári áður. Birgðir eggja í árslok voru um 76.8 tonn sem er 21,3 tonnum eða 21,8% minna en á sama tíma ári áður. Dreifibúnaður Óska eftir að kaupa dreifibún- að fyrir búfjáráburð á JF-fjöl- notavagn. Upplýsingar í síma 94-8230. Fóðurfrœðingar, búfrœðikandidatar, líffrœðingar, takið eftir! Rannsóknastofnun landbúnaðarins auglýsir eftir sérfræðingi á tilraunastöðina á Möðruvöllum í Hörgárdal. Aðalviðfangsefni verða fóðurtilraunir með nautgripi. Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsmenntun í fóðurfræði eða skyldum greinum. Skriflegar umsóknir skulu berast Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík eigi síðar en 15. mars nk. Nánari upplýsingar gefa Þóroddur Sveinsson tilraunastjóri og Þorsteinn Tómasson forstjóri í síma 91- 82230. Rannsóknastofnun landbúnaðarins Rœktunarfélag Norðurlands Tilraunastöðin á Möðruvöllum

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.