Freyr - 01.02.1991, Síða 13
3.’91
FREYR 93
víkurhrepp er hér á staðnum. Það
er gagnkvæmur styrkur að öllum
þessum stofnunum. Prestsetrið hér
er jafnframt vígslubiskupssetur
Hólastiftis og fjölþætt starf tengt
því og dómkirkjunni.
Leikskóli, orlofshús,
sumarnámskeið.
Hér er rekinn leikskóli fyrir
börn starfsfólks á staðnum og
hérna í hreppunum. Hann heitir
Brúsabær. Þá eru hér orlofshús
stéttarfélaga sem eru nýtt fyrir or-
lofsgesti á sumrin en skólinn notar
sem heimavistir fyrir nemendur á
veturna.
Við rekum hér vor- og sumar-
námskeið fyrrir börn og unglinga í
júní og fram í júlí. Þar eru þeim
kynnt landbúnaðarstörf og reið-
mennska, náttúran og umgengni
við hana, skógræktin, kirkjan og
kirkjulegt starf, íþróttir og leikir.
Petta er allt saman fléttað hér sam-
an í skemmtilega blöndu. Hingað
koma um hundrað börn og ung-
lingar á hverju sumri í vikudvöl.
Þetta er orðinn fastur liður og afar
ánægjulegur þáttur í starfinu.“
Ferðamenn sœkja heim
aðHólum.
„Hér á Hólum er geysilegur
ferðamannastraumur einkum að
sumrinu og því er hér talsverð
ferðamannaþjónusta. Við erum
hér með sundlaug og falleg tjald-
stæði í skóginum. Skógrækt á
Hólum á sér langa sögu. Hér var
byrjað á skipulagðri skógrækt
skömmu eftir aldamótin. Sigurður
Sigurðsson skólastjóri (síðar bún-
aðarmálastjóri) rak hér gróðrar-
stöð og hóf að gróðursetja trjá-
plöntur. Sú starfsemi hefur haldið
áfram alla tíð síðan þó svo að mest-
ur hluti þess trjágróðurs sem hér er
nú hafi verið gróðursettur eftir
miðja öldina. Fyrst voru teknir hér
um 75 ha til skógræktar en þeir eru
nú fullplantaðir og er þar að finna
marga myndarlega og fallega trjá-
lundi. Árið 1989 var skógræktar-
land aukið um aðra 60-70 ha svo nú
eru um 140 ha afgirtir til skógrækt-
Dómkirkjan á Hólum var fullbyggð 1763. Hún er sjöunda kirkjan sem reist
hefur verið á staðnum. Um leið og gert var við kirkjuna nýlega var kalkhúð af
forkirkju fjarlœgð og rauður sandsteinn látinn njóta sín.
Veggmyndir úr sögu Hólastaðar, eftir Jens Kristleifsson listmálara, prýða
veggi í Hólaskóla.
Orlofshús bœndasamtakanna á Hólum.