Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 23

Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 23
3.’91 FREYR 103 Ódýrari slátrun Björn S. Stefánsson / Fœreyjum er öllu íé slátrað heima. Gamla verkunarað- ferðin þar var að þurrka kjötið. Enn er það algeng verkun, en vitaskuld hafa fœreyingar einnig frystikistur til að geyma matvœli í. Hvað skyldi mæla með því að heimila heimaslátrun hér á landi? Hvaða takmarkanir mætti og þyrfti að viðhafa? Neytendur vilja hreinleg mat- væli. Sveitarfélögin hafa þá skyldu að líta eftir hreinlæti við meðferð matvæla. Sérstaklega þykir brýnt, að heilbrigðiseftirlitið sé vandað, þegar neytandinn hefur ekki að- stöðu til að fylgjast með verkun og geymslu matvæla. Heilbrigðiseftir- litið kemur þá ekki heldur nærri, þegar sjómaður verkar fisk fyrir heimili sitt eða bóndi slátrar heima handa sínu fólki. Aðstæður til að slátra heima hafa batnað mikið undanfarna ára- tugi. Nú eru víða rúmgóð verk- færahús, sem nota má við slátrun, með rennandi köldu og heitu vatni, og þar og í lofthreinum og rúmgóðum fjárhúsum má láta skrokkana hanga í viku eða tíu daga og búa kjötið þangað betur undir frystigeymslu en gerist í slát- urhúsum. Ég geri ráð fyrir, að einungis yrði heimilað að selja heimaslátrað kindakjöt beint til neytenda. Kaupendurnir gætu aðstoðað við slátrunina. Þeir eiga margir frí frá vinnu á laugardögum og kost á fríi aðradaga. Þeireiga bflatilað flytja kjötið í heim til sín, þegar það hefur hangið hæfilega lengi í svölu haustloftinu, og frystikistur til að geyma það í sem ekki er neytt strax eða saltað og reykt. Ég set ekki upp reikning fyrir það sem sparaðist í sláturkostnaði og heildsölu- og smásölukostnaði. Menn vita, að hér er um að ræða Björn S. Stefánsson. drjúgan hluta smásöluverðsins. Ég set ekki heldur upp reikning fyrir tilkostnaðinn. Þar er urn að ræða að nýta ýmislegt, sem menn eiga fyrir, og það yrði misjafnt hvað kaupendur vildu reikna sér hátt kaup fyrir fyrirhöfnina við að drýgja tekjurnar borið saman við að kaupa matinn í verzlun. Ýmsum þykir ógeðfellt að koma nærri slátrun eigin gripa. Þeir mundu síður vilja vita af aukinni slátrun heima hjá sér. Þáttaka kaupenda í verkunum mundi tengja saman bændur og neytendur. Þannig fá bændur skýrust skilaboð um hvernig varan líkar bezt. Kaupendum kynni ýmsum að þykja tilbreyting í að fást við þetta og að kynnast um leið öðrum hliðum fjárbúskapar. Ef heimaslátrun ykist verulega, mundi draga úr nýtingu sláturhús- anna. Ég læt eigendur húsanna um að dæma um þá hlið málsins. Ég vil ekki heldur dæma um það, sem snýr að eftirliti dýralækna með sauðfjársjúkdómum, hvort og hvernig því mætti koma við við slíka slátrun. Björn S. frœðingur. Stefánsson er búnaðarhag- FERÐAÞJONUSTA BÆNDA Námskeið í ferðaþjónustu fyrir bændur hefst í febrúar og annað í september, 2ja anna nám í bréfaskóla. Hafið samband við skrifstofu F.B. s: 91-623640 eða Bréfaskólann s: 91-629750. Veiðiflakkarinn stórefldur - sölu og kynningarkerfi fyrir silungsveiði í vannýttum vötnum. Þeir bændur sem vilja koma sínum veiðivötnum á framfæri hafi samband við skrifstofu F.B., s: 91-623640. Árið 1990 nýttu margir bændur sér þjónustu F.B. að loknum vorönnum og/eða að loknum heyskap. Tilvalin hvíld á stund milli stríða. Því ekki að prófa? Bæklingur Ferðaþjónustu bænda fæst á skrifstofu samtakanna, Bænda- höll v/Hagatorg, 107, Reykjavík, s: 91-623640.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.