Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1991, Síða 26

Freyr - 01.02.1991, Síða 26
106 FREYR 3.’91 Á síðustu misserum hafa allmiklar sveiflur orðið í mjólkurfram- leiðslu. Haustið 1989 varð mikill samdráttur í mjólkurframleiðslu sunnan- og vestanlands. Megin- skýring þessa var vafalítið slök gæði gróffóðurs hjá alltof mörgum mjólkurframleiðendum í þessum landshlutum haustið 1990. Einnig voru margir bændur orðnir með það fáar kýr í fjósi að þeir gátu ekki bætt upp minni afurðir með fleiri kúm þar sem einnig var lítið fram- boð á kúm. í ársbyrjun 1990 var því ljóst að margir framleiðendur máttu reyna að nýta alla fram- leiðslumöguleika til fullnustu til að nýta framleiðslurétt sinn á verð- lagsárinu. Þetta leiddi til aukinnar kjarnfóðurnotkunar sem fljótt kom fram í verulegri aukningu mjólkur. Undir þessari þróun var síðan frekar kynt með breyttum heimildum til meiri nýtingar fram- leiðsluréttar næsta verðlagsárs en áður hafði verið heimilað. Sumar- ið 1990 var mjólkurframleiðslu og heyöilun mjög hagstætt og hefur mjólkurframleiðsla á síðari hluta ársins verið mikil. Framleiðsla mjólkur í landinu til innleggs í af- urðastöð er því á árinu 1990 rúm- lega 107 milljónir lítra. Þessar tölur sýna ljóslega að margir framleiðendur verða að huga að nokkrum breytingum ætli þeir að halda framleiðslu í sam- ræmi við framleiðslurétt á yfir- standandi verðlagsári. Þetta hlýtur fyrst og fremst að gerast með nokkurri grisjun kúa í mörgum fjósum nú á allra næstu mánuðum. Hér hljóta menn öðru fremur að beina athygli að gallagripum; kúm sem eru gallaðar í júgri, mjöltun eða skapi, og gripum sem brugðist hafa vonum um afurðagetu. Afurðamestu búin Tafla 2 sýnir þau tíu bú þar sem skýrslufærðar voru fleiri en 10 árskýr árið 1990 og höfðu mestar meðalafurðir eftir kýrnar. Þarna er yfirleitt að finna nöfn sem margir lesendur munu þekkja vel úr hlið- stæðum töflum síðustu tíu árin. Efsta sætið skipar að þessu sinni Viðar Þorsteinsson í Brakanda í Hörgárdal. Hann er með 26,9 árskýr árið 1990 og skila þær að jafnaði 6238 kg af mjólk. Kjarnfóð- urnotkun er samt að jafnaði aðeins 636 kg fyrir hverja kú. Oft áður hefur verið vakin athygli á því hve ótrúlega mikla mjólkur Viðari virðist vera mögulegt að framleiða eftir hverja kú á heimaöfluðu fóðri, þó að aldrei hafi árangur hans verið jafn frábær og nú. Sam- kvæmt þessum tölum má ætla að allmikið á fimmta þúsund kg af mjólk sé framleitt eftir hverja kú af gróffóðri einu saman. Þetta er ár- angur sem vandfundin er í mjólk- urframleiðslu erlendis. Meðalaf- urðir kúnna í Barkanda árið 1990 eru þær mestu sem dæmi eru um nokkru sinni á einu búi hér á landi. Lengi hafa athyglisverðar kýr ver- ið í fjósi í Brakanda og þaðan komið allmörg naut á Nautastöð- ina þó að enn hafi ekkert þeirra komið til notkunar að loknum af- kvæmadómi. Guðmunda Tyrfingsdóttir í Lækjartúni í Ásahreppi skipar nú annað sætið með 5986 kg mjólkur að jafnaði eftir 11,9 árskýr. Þetta bú hefur einnig um langt árabil verið eitt afurðahæsta bú landsins og sum árin það afurðahæsta. Úr þessu litla fjósi hafa komið allmörg naut til notkunar á síðustu árum og nú er nýlokið afkvæmadómi á Sopa 84004 eins og síðar er rætt og fær hann mjög góðan dóm. í þriðja sæti er síðan Sverrir Magnússon í Efra-Ási í Hjaltadal með 5738 kg eftri 27,7 árskýr og Guðlaugur Jónsson á Voðmúlastöðum í Aust- ur-Landeyjum skipar nú fjórða sæti með5706 kg af mjólk eftir21,2 árskýr. Þessi bú eru ekki síður vel þekkt fyrir frábæran árangur í mjólkurframleiðslunni á síðustu árum. Fjöldi einstakra kúa sem skilar miklum afurðum er að vonum nú rniklu meiri en nokkru sinni áður þar sem um jafn mikla aukningu meðalafurða er að ræða og áður er vikið að. Árið 1990 voru þannig 2870 kýr sem mjólkuðu yfir 5000 kg mjólkur eða fjölgun um nær 35% í hópi þessara kúa frá árinu áður. Hins vegar fjölgar ekki allra afurðahæstu kúnum. í töflu 3 er skrá um þær kýr sem mjólkuðu yfir 8000 kg árið 1990 og eru þær 11 eða einni færri en árið áður. Þegar afurðir eru metnar í magni mjólk- urfitu þá eru það 3456 kýr sem skila 200 kg af mjólkurfitu eða meira á árinu. Þeim sömu mörkum fyrir magn mjólkurpróteins ná að þessu sinni 706 kýr. Eins og ætíð eru nokkrir stórir dætrahópar ætíð öðrum meira áberandi í kúastofninum á hverj- um tíma. Að þessu sinni eru dætur Álms 76003 flestar á meðal þeirra kúa sem mjólka yfir 5000 kg Tafla 2. Afurðahœstu bú á landinu 1990 með 10 árskýr eða fleiri skýrslufœrðar Kjarn- Kg fóöur. Bú Árskýr mjólk kg ViöarÞorsteinsson,Brakanda,Skriöuhreppi........ 26,9 6238 636 GuðmundaTyrfingsdóttir,Lækjartúni,Ásahreppi. . . 11,9 5986 SverrirMagnússon,Efra-Ási,Hólahreppi............. 27,7 5738 1004 Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum, A.-Landeyjum 21,0 5706 1070 SigurðurBjörnsson,Stóru-Ökrum,Akrahreppi .... 16,6 5652 899 JónogSigurbjörg,Búrfelli,Y.-Torfalækjarhreppi ... 22,0 5568 1120 SturlaugurEyjólfsson,Efri-Brunná,Saurbæ.......... 27,4 5512 854 Félagsbúið, Baldursheimi, Mývatnssveit........... 16,2 5456 1054 JónJóhannsson, Víðiholti, Reykjahreppi .......... 29,0 5442 Þráinn B. Jónsson, Miklaholti, Biskupstungum... 17,7 5438

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.