Freyr - 01.02.1991, Síða 30
110 FREYR
3.'91
1497
jan feb mars
Heimild: Búnaöarfélag Islands
apr maí jún júl ágúst sept okt nóv des
33-2/M1/UÞL/feb. 91
bætast við dóm hjá þessum kúm,
nema í því undantekningartilfelli
að þessi naut eigi ættfærðar dætur á
búum sem eru að hefja skýrslu-
hald. Astæða er samt til að nefna
tvö naut sem enn er boðið upp á
notkun á, en nýjar upplýsingar um
þau naut fá bændur á nautaspjaldi
Nautastöðvarinnar. Þessi naut eru
Hólmur 81018 sem hefur mjög já-
kvæðan dóm fyrir próteinmagn í
mjólk hjá dætrum sínum, en hitt
nautið er Jóki 82008 sem enn styrk-
ir dóm sinn og mjög hátt hlutfall
dætra hans var árið 1990 með mikl-
ar afurðir. Þannig voru 36 % dætra
hans með afurðir yfir 5000 kg sem
verður að teljast mjög glæsilegt hjá
ekki eldri kúm.
Verulegar viðbótarupplýsingar
eru nú komnar um nautin sem
fædd eru árið 1983 og hlutu sinn
fyrsta dóm á síðasta ári. í heild
gerist það sem eðlilegt er að vænta
að einkunnir jafnast á milli nauta
og í heildina koma ekki fram mikl-
ar breytingar. Nautsfeðurnir
Kaupi 83016, Bjartur 83024 og
Hrókur 83033 standa áfram á
toppi, að vísu lækka þeir tveir
fyrsttöldu fremur í einkunn en
Hrókur aðeins styrkir sinn dóm.
Kaupi og Bjartur hafa báðir þann
galla, eins og verulega áhersla var
lögð á á síðasta ári, að gefa dætur
sem gefa full efnasnauða mjólk.
Þær breytingar sem mest ástæða er
til að vekja athygli á er að Ái 83023
styrkir dóm sinn verulega og er nú
kominn með mjög glæsilegan dóm.
Full ástæða er til að beina athygli
að þessu nauti. Vitað er að vísu að
nokuð ber á því að undan honum
hafi komið kýr sem eru gallaðar í
mjöltun þó að eins og yfirleitt ætíð
með slík naut sé meirihluti
dætranna kýr sem eru góðar í
nrjöltun. Dætur Áa eru hins vegar
margar með allra glæsilegustu kúm
sem gefur að líta í stofninum og
hafa sérlega góða júgur- og spena-
gerð. Smyrill 83021 heldur einnig
áfram það góðum dómi að hann
verður áfram boðinn til notkunar
sem reynt naut með jákvæðan
dóm. Aftur á móti hafa bæði Blær
83035 og Máni 83039 fallið það í
dómi að þeir verða ekki lengur
hafðirínotkun. Úrþessum árgangi
skal að síðustu nefndur Þiður
83038, sem eins og á síðasta ári
verður mögulegt að fá úr sæði til
notkunar ef það er sérstaklega
pantað frá Nautastöðinni.
Nú koma úr afkvæmadómi þau
naut Nautastöðvarinnar sem fædd-
ur voru árið 1984. Þessi hópur var
þvi miður alltof lítill og telur aðeins
14 naut. Mikil afföll urðu í þessum
árgangi vegna þess hve illa gekk
með naut þar þá í sæðistöku eins og
margoft hefur verið nefnt. í þess-
um hópi er hins vegar kjarninn
synir þeirra Álms 76003 og Víðis
76004 sem löngu hafa sýnt sig að
vera einir farsælustu ættfeður í
kúastofninum. Þess vegna þarf
ekki að koma að óvart að þessi
árgangur nauta reynist mjög vel.
Það naut sem úr þessum hópi dæm-
ist efst er samt ekki úr þessum
bræðrahópum, heldur Þistill 84013
frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði.
Þistill er sonur Báts 71004, sem því
miður var aldrei notaður sem
skyldi sem nautsfaðir. Móðir
Þistils hét Bredda 45 og var fengin
á sínum tíma sem ungkálfur frá
Ljótsstöðum í Vopnafirði, en það
bú var á sínum tíma þekkt fyrir
ákaflega góðan kúastofn en þar
hefur því miður ekki verið skýrslu-
hald síðustu árin. Bredda var
dóttir Kappa 68008 og var ákaflega
glæsileg kýr sem entist með af-
brigðum vel. Þistill virðist gefa
mjög miklar og jafnar afurðakýr.
Dætur hans eru auk þess frábær-
lega sterkbyggðar kýr með ágæta