Freyr - 01.02.1991, Síða 22
102 FREYR
3.’91
Sagaðir rekaviðarstaurar hjá Pétri Guðmundssyni í Ófeigsfirði á Ströndum.
(Ljósm. Bjarndís Markúsdóttir).
Það er skoðun þess sem þetta
ritar, að söfnun á efni og úrvinnsla
sé best komin í höndum bændanna
sjálfra, en tryggja þurfi með ein-
hverjum hætti að þeir losni við þær
afurðir sem úr rekanum fást.
Þá má telja eðlilegt, að einhver
stuðningur komi til þeirra sem vilja
koma upp tækjabúnaði til vinnslu á
rekavið. Þarna er m.a. átt við að-
gang að því fjármagni sem varið er
til búháttabreytinga og nýbreytni í
landbúnaði.
Vel ætti að vera framkvæman-
legt að úrvinnsla úr reka ætti sér
stað heima á rekasvæðunum, því
að vel er hægt að koma upp sögun-
arbúnaði sem einn eða fleiri gætu
átt, en slíkur búnaður er allvíða til
nú þegar. Hér er þó ekki verið að
útiloka stærri sögunarstöðvar, sem
tækju við reka af allstóru svæði.
Eins má hugsa sér færanleg sögun-
artæki og nýta þá ónotað húsnæði
sem víða er til. Fyrr í þessari grein
var sýnt fram á að mest fengist fyrir
rekann með því að saga hann í
planka og borð. Ef sala á slíkum
við væri auðveldari en nú er, þá er
líklegt að fjölmargir aðilar gætu
bætt nýtingu síns reka. Samtök
bænda gætu t.d. átt hér aðild að og
samið við timburverslanir (eða
aðra), um að kaupa sagaðan reka-
við af bændum með sama hætti og
þeir kaupa innflutt timbur. Hluti
rekans mundi áfram fara í girðing-
arstaura, en afskurð, morvið og
kurl er sjálfsagt að nota til kynd-
ingar. Þá gæti afskurður og smá-
viður jafnvel orðið enn verðmætari
ef hægt væri að útbúa hann í smá-
pakkningar sem arinvið. Ef sölu-
aðilar fengjust til að taka við slíku
ætti að vera mögulegt fyrir marga
bændur að saga og pakka rekavið
til arinbrennslu. Að vísu fylgir sá
galli, að talsvert neistaflug er frá
rekaviðnum við brennslu, en auð-
veldlega má lagfæra þann galla
með fíngerðu neti (grind) framan
við arininn. Ef arinviður er þurrk-
aður nógu vel þá verður neistaflug
lítið.
En hvernig bregðast söluaðil-
arnir við? í júní sl. skrifaði undir-
ritaður 16 aðilum (sem m.a. versla
með innflutt timbur) bréf og
spurðist fyrir um hvort verslanir
þeirra væru tilbúnar að taka við
söguðum rekavið af bændum.
Þrem mánuðum síðar höfðu aðeins
tveir svarað. Annar tók málinu
afar vel og vill kaupa reka, en hinn
hafði ekki áhuga. Hér vantar mun
víðtækari undirtektir því að ekki er
nægjanlegt að einn sýni áhuga,
móttaka þyrfti að vera á nokkrum
stöðum. Eflaust má reikna með að
þessar dræmu undirtektir endur-
spegli áhuga verslunaraðila á mál-
inu? Er hugsanlegt að samtök
bænda gætu haft áhrif í svona
málum?
Að lokum.
Verulega vantar á að reki sé nýttur
sem skyldi hérlendis. Ymsar hug-
myndir hafa komið fram á liðnum
árum um leiðir til bættrar nýtingar.
Ein hefur komist vel á rekspöl
(lurkabrennarar), aðrar hafa náð
misvel fram að ganga (sögunar-
stöðvar). Þó er athyglisverð tilraun
með sögunarstöð (Sögunarmyllan
hf.) komin í gang á Langanesi og
verður fróðlegt að fylgjast með
hvernig til tekst með það framtak.
Nauðsynlegt er að veita aðstoð
og leiðbeiningarr, sem gera bænd-
um sjálum kleift að nýta allt timbur
sem til fellur, á þann hátt að sem
mest verðmæti fáist.
Helstu heimildir:
Árni G. Pétursson, 1980. Gjörnýting
rekaviðar. Ráðunautafundur 1980,
138-140.
Árni G. Pétursson, 1981. Úrvinnsla reka-
viðar. Freyr nr. 9, 353-354.
Árni G. Pétursson, 1982. Lurkakatlar á
Ströndum. Freyr nr. 23, 948-949.
Árni G. Pétursson, 1984. Sögunarstöðin
að Miðfjarðarnesi á Strönd. Freyr nr.
23, 948-949.
Árni G. Pétursson, 1990. Persónulegar
upplýsingar.
Höfundur ókunnur, 1986. Faðir vor,
þarna flýtur spýta. Bóndinn nr. 4,
47-52.
Lárus Ág. Gíslason, 1982. Handbók um
hlunndindajarðir á íslandi. Leiftur
hf.,334 bls.
Lúðvík Kristjánsson, 1980. Rekaviður. í
ritinu: fslenskir Sjávarhættir I.,
199-305. Menningarsjóður.
Sigurður A. Þórðarson, 1986. Ónýtt
orkulind. Bóndinn nr. 4, 54-56.
Svavar Jónatansson, 1969. Sögunarstöð á
Hólmavík. í ritgerðinni: Reki á
ströndum e. Sveinbjörn Eyjólfsson,
1983, bls. 13-15. Aðalverkefni við
Búvísindadeild Bændaskólans á
Hvanneyri.
Svavar Jónatansson, 1970. Sögunarstöð í
Árneshreppi: I ritgerðinni: Reki á
Strönduni e. Sveinbjörn Eyjólfsson,
1983, bls. 13-15.
Sveinbjörn Eyjólfsson, 1983. Reki á
Ströndum. Aðalverkefni við Búvís-
indadeild Bændaskólans á Hvann-
eyri, 40 bls.