Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1991, Síða 12

Freyr - 01.02.1991, Síða 12
92 FREYR 3.’91 1 W íþróttaflokkur stúlkna í Hólaskóla. Myndirnar á þessari blaðsíðu eru fengnar að láni úr skólablaði bœnda- skólans, „Heitn að Hólum". mjög aukinn og hlutur hans eykst ár frá ári. Það sem gildir er að kunna hand- tökin. Það er undirstaða þess að hægt sé að vinna og skipuleggja verkið.“ Er námið endurskoðað árlega? „Já, það er endurskoðað á hverju einasta ári, bæði í ljósi reynslunnar og þeirra hröðu breyt- inga sem eru að gerast í landbún- aði. Við verðum að laga okkur að þeim. Almenn menntun eykst hratt og þar þurfum við líka að fylgjast vel með. Námsframboð okkar þarf einnig að vera þáttur í hinni almennu framhaldsmennt- un. Þeir nemendur sem nú koma í skólann eru með meiri almenna menntun að baki en áður, en með minni starfsreynslu. Framboð á al- mennri menntun er orðið mjög gott um allt land og auðvelt að afla sér hennar. Sem betur fer notfærir ungt fólk í sveitum sér það. Þetta er nauðsynlegt því t.d. tungumála- kunnátta er orðin fólki nauðsyn- legri en áður var til að vera hlut- gengir í störf í þjóðfélaginu. Þess vegna leggjum við áherslu á að undirbúningsmenntun sé sem best.“ Aðsókn að skólanum? „Hún er ágæt. Við stefnum að því að inntökuskilyrði verði þau að nemendur verði búnir með a.m.k. tvo bekki í framhaldsskóla áður en þeir koma hingað. Og eftir að nemendur hafa stundað nám í tvö ár hér í viðbót geti þeir braut- skráðst með einhvers konar fram- haldsskólaprófi sem veiti þeim jafnframt réttindi til að sækja um ýmist nám á háskólastigi. Við er- um að reyna að opna námið þannig að það verði þeim ekki blindgata." Fjölbreytt endurmenntunamómskeið. „Auk reglubundins skólahalds hefur farið fram umfangsmikið endurmenntunarstarf hér undan- farna vetur. Við höldum stutt nám- skeið fyrir starfsfólk í landbúnaði. Lögð er m.a. áhersla á bændabók- hald, skattframtöl og virðisauka- skattsuppgjör. I fiskrækt eru nám- skeið í flestum þáttum eldis á lax og bleikju, ræktun og nýtingu fisks í ám og vötnum. Þetta hefur verið vel sótt. Síðan eru námskeið í öllu er varðar hross, hrossarækt og reið- mennsku. Þá má nefna námskeið í skógrækt, málmsuðu og rafsuðu. Námskeiðahald er orðinn fastur liður í starfsemi skólans og ætlaður tími til þess.“ Norðurlandsdeild Veiðimólastofnunar. „Annað sem styður starfsemi skólans er Veiðimálastofnunin, en Norðurlandsdeild hennar er hér. Hún hefur starfað í nánu samstarfi við skólann og verið mjög athafna- söm. Bæði skólanum og Veiði- málastofnuninni hefur verið gagn- kvæmur styrkur að þeirri sam- vinnu.“ Hólalax. „Hér er laxeldisfyrirtækið Hóla- lax sem er að hluta til í eigu rfkisins og veiðifélaga á Norðurlandi vestra. Þar er m.a. í gangi um- fangsmikið verkefni í rannsóknum á bleikju í samstarfi þessara aðila. Að öllu þessu starfi er gagnkvæm- ur styrkur.“ Vígslubiskupssetur og grunnskóli. „Grunnskóli fyrir Hóla- og Við- Verðlaunahafar í skeifukeppni 1989. Nemar í fiskeldi.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.