Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 10

Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 10
90 FREYR 3.’91 „Þetta er atvinnunám“ Við drögum úr kennslu í grunngreinum en aukum hana í starfsnámi. Jón Bjarnason skólastjóri Bœndaskólans á Hólum í viðtali við Frey. „ Grunnur námsins hér íBœndaskólanum á Hólum er hefðbundinn, en við leggjum áherslu á að þróa námið í takt við breytingarnar í landbúnaðinum, þessum aðalatvinnuvegi strjálbýlisins. Þetta er atvinnunám. Við drögum úr kennsiu í grunngreinum en aukum kennsluna í því sem snertir beint atvinnuveginn, það er í starfsnámi. “ Þetta sagði Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum þegar fréttamaður Freys lagði leið sína á fund hans á sl. sumri. Séð heim að Hólum áður en útliti dómkirkjunnar var breytt. „Kennsla í tölvunotkun hefur mjög verið aukin og kennt er að nota hana við hvers konar vinnu, bæði í verkefna- og ritvinnslugerð og að gera áætlanir. Við lítum á það sem mikilvægt atriði að nem- endur sem fara héðan séu færir um eða a.m.k. óragir við að nota nýj- ustu tækni. Tölvan er orðin lykil- atriði í hvers konar samskiptum manna. Það eru þrjú ár síðan farið var að kenna á tölvur hér í skólan- um. I starfsnáminu reynum við að búa fólk undir atvinnuveg sem er að falla æ meira að lögmálum iðn- aðarins en auðvitað verður líka að líta á hinar hliðarnar, þ.e.a.s. þá lífsfyllingu sem fólk fær í starfi sínu. En án bærilegrar fjárhagsaf- komu og samkeppnisstöðu verður lífsfyllingin lítil af öðru.“ Jón Bjarnason var, þegar við- talið var tekið, nýkominn af ráð- stefnu eða námskeiði sem lönd í norðanverðri Evrópu halda sam- eiginlega á tveggja til þriggja ára fresti. „Hér er um að ræða samstarf þessara landa um skipan í landbún- aðarmenntun, einkum starfsnámi í landbúnaði, þó ekki háskóla- menntun, heldur endurmenntun í atvinnuveginum. Að þessum nám- skeiðum standa, auk Norður- landa, Bretar, írar og Hollending- ar. Þarna koma saman skólastjórar og kennarar í búnaðarskólum og yfirmenn menntamála í landbún- aði og bera rækilega saman bækur sínar um búnaðarmenntun í þess- um löndum. Námskeiðin eru hald- in til skiptis í áðurnefndum löndum og segja má að það land þar sem þau eru haldin hverju sinni gefi grunntóninn." Jón er búinn að fara á þrjár slíkar ráðstefnur, nú síðast í Skotlandi og hann telur það með afbrigðum lærdómsríkt. Ráðstefn- ur þessar eru yfirleitt haldnar á búnaðarskólum í viðkomandi landi og næsta ráðstefna verður haldin hér á landi árið 1992. Jón segir að stjórn fræðslumála í land- búnaði í nágrannalöndum okkar, leggi mikla áherslu á að menn geti nýtt sér nýjustu tækni í atvinnuveg- inum. Og óneitanlega hafi þetta skipulag haft sín áhrif á mótun í búfræðikennslu hér á landi. Búfrœðinám á Hólum Spurningu um búfræðinám á Hólum og skipulag þess svaraði Jón:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.