Freyr - 15.05.1992, Síða 12
396 FREYR
10.’92
Prjónlesið rennur út
Ingibjörg ó Ökrum í Fljótum ó mörg óhugamól
og vinnur ótrauð að þeim
Ingibjörg Garðarsdóttir á Ökrum í Fljótum er mikil hannyrðakona, afkastamikil við
prjónaskap og býr til eigin mynstur.
Hún framleiðir aðallega barna-
föt og á auðvelt með að selja þau.
Hún er áhugasöm um handiðnað,
minjagripagerð, útskurð, ullar-
meðferð, litun o.fl. og hefur leið-
beint á námskeiðum í sinni sveit.
Ingibjörg er ráðskona á Ökrum hjá
Erni bónda Þórarinssyni. Þessi
unga og fjölhæfa kona er kraftmik-
il og framtakssöm en einangrun
háir henni.
Ingibjörg segir: Ég hanna og
handprjóna barnafatnað. Ég hef
verið að reyna að setja mynstur á
blað og í tölvu og systir mín hefur
prjónað eftir þeim.
Markaður virðist vera óþrjót-
andi fyrir barnafatnað og Ingibjörg
hefur ekki undan eftirspurn. Hún
hefur framleitt leirmuni og selt þá
á jólamörkuðum. Tóvinna er eitt
aðaláhugamál hennar og hún hefur
m.a. áhuga á að vinna með hrossa-
hár. Ingibjörg fær smíðaða muni úr
tré fyrir sig og prýðir þá á ýmsan
hátt með listrænu handbragði.
Astvaldur Hjálmarsson, bóndi á
Deplum II í Stíflu er maður hagur.
Hann smíðar hillur og ílát af gam-
alli gerð og kistla, smáa og stóra.
Þetta gengur vel út, ekki síst þeir
munir sem skreyttir eru mynstri í
gömlum stíl, máluðu eða brenndu.
Þar hefur Ingibjörg m.a. lagt hönd
að verki. Ingibjörg hefur verið að
orða það við Astvald að fara að
smíða kommóður eins og þær sem
voru algengar fyrir hálfri öld og
fyrr.
Ingibjörg hefur kennt svonefnda
Waldorfs-brúðugerð á námskeið-
um. Waldorfsskólinn er þýskur
uppseldisskóli og Waldorfsbrúður
eru viðurkenndar sem uppeldis-
leikföng.
Hún er með hænsni og m.a. ís-
lensk hænsni. Hænsnin hennar
ganga frjáls. Varpið gengur mjög
vel en stundum verður árans mikil
fyrirhöfn að leita að eggjunum.
Þær vilja fela þau fyrir mér, segir
Ingibjörg. Eggin hennar seljast
vel. Fólk sækist líka eftir að eignast
íslenska hænunga frá henni svo
hún lætur unga út og selur ungana í
nágrannasveitir. í nýju gróðurhúsi
skammt frá íbúðarhúsinu ræktar
hún grænmeti og blóm, aðallega
rósir.
Ingibjörg vildi láta þess getið að
hún og margar aðrar konur kynnu
vel að meta frábært starf Ágústu á
Refstað að málefnum kvenna.
Vaxandi áhugi er á samstarfi
meðal kvenna í Fljótum um hand-
iðju. Ingibjörg gekkst fyrir því að
konur héldu markað á rnunum
sínum í grunnskólanum 1. desem-
ber í vetur og þó að rnargt væri um
Ingibjörg með prjónana. Hún prjónar barnaföt með mynstrum sem hun býr til
sjálf. Á innfelldu myndinni heldur Ingibjörg á skildi sem hún skreytti á
námskeiði sem haldið var á Löngumýri. Ljósmyndir: Örn Þórarinsson.