Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1992, Qupperneq 42

Freyr - 15.05.1992, Qupperneq 42
426 FREYR 10.’92 Á fundi stjórnar Stéttarsambands bœnda 29. apríl sl. gerðist m.a. þetta: Staða ellilífeyrisþega m.t.t. búvörusamninga. Fjallað var um stöðu ellilífeyris- þega nú þegar orðinn er og enn frekar á eftir að verða samdráttur á hefðbundinni búvöruframleiðslu. Eftirfarandi bókun var gerð: „Með tilliti til þeirrar erfiðu stöðu sem skapast hefur vegna samdráttar í mjólurframleiðslu og sauðfjárrækt og í kjölfar viðræðna við landbúnaðarráðherra um þau mál telur stjórn Stéttarsambands- ins óhjákvæmilegt að ræða og skil- greina hverjir skuli fá hlutdeild í þeim réttindum sem í búvöru- samningi felast. í því sambandi kemur til álita hvort þeir bændur sem rétt eiga á tekjutryggingu al- mannatrygginga skuli njóta óskertra réttinda skv. búvöru- samningi“. Akveðið var að hreyfa þessu máli á kjörmannafundum nú í vor og í framhaldi af því undirbúa mál- ið fyrir næsta aðalfund. Úrskurðarnefnd vegna ágrein- ings vegna greiðslumarks. Borist hefur bréf frá Landbúnað- arráðuneytinu um tilnefningu á manni í nefnd til að úrskurða um ágreining vegna ákvörðurnar greiðslumarks. Ákveðið var að tilnefna Sigurð Þórólfsson í Innri - Fagradal í Dalasýslu. Dómnefnd um landgrœðsluverðlaun Kynnt var bréf frá Landgræðslu ríkisins með ósk um að tilnefndur yrði fulltrúi í dómsnefnd um land- græðsluverðlaun. Ákveðið var að tilnefna Hákon Sigurgrímsson, framkvæmda- stjóra. Endurskoðun laga um náttúruvernd Kynnt var bréf frá Umhverfisráðu- neyti þar sem boðuð er endurskoð- un laga nr. 47/1991 um náttúru- vernd að því er varðar hlutverk Nátturuverndarráðs og stjórn nátt- úruverndarmála, með hliðsjón af þeim breyttu aðstæðum sem stofn- un Umhverfisráðuneytis hefur haft í för með sér. Ákveðið er að sem flestum gefist kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi verksvið sitt. Nokkrar ábendingar og hug- myndir komu fram á fundinum og var framkvæmdastjóra falið að koma þeim á framfæri við nefnd sem falið hefur verið að undirbúa lagasetningu. Bændur Fjósbitar (slakarmeraðir) Til notkunar í lausagöngufjósi Tvær stærðir: Hæð 12,5 cm - breidd 12 cm - hámarkslengd 220 cm Hæð 17 cm - breidd 15 cm - hámarkslengd 350 cm MÖL & SANDUR HF V/Súluveg • Pósthólf 618 ■ 602 Akureyri • Sími 96-21255 “ Þekking - Reynsla - Þjónusta

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.