Freyr - 15.06.1992, Side 18
Hvað svo sem mönnum finnst
um þessa niðurstöðu er full ástæða
til að taka mark á henni og leitast
við að bæta ímynd bændabýla.
Það er hins vegar staðreynd að
umgengni til sveita hefur batnað
verulega, enda allt aðrar aðstæður
nú en fyrir nokkrum árum til að
fegra umhverfi sitt. Lífskjör hafa
batnað, málningarvörur orðið
ódýrari og þægilegri í meðförum,
sameiginleg sorphirða komin á
marga staði og almennt viðhorf til
fegrunar og snyrtingar.
Nú þegar verkefninu „Hreinir
hreppar" er lokið, er þörf á fram-
haldi. Þaö erþví fagnaðarefni þeg-
ar Búnaðarfélag íslands hefur á-
kveðið að halda áróbri fyrir bættri
umgengni áfram ogvonandi verb-
ur þetta rit liður í þeirri baráttu.
Um leiö og nefnd um „Hreina
hreppa" þakkar öllum þeim fjöl-
mörgu sem tóku þátt í verkefninu,
óskar hún þess að sem flestir haldi
áfram á þeirri braut sem verkefnið
miðaði að.
Höfundur er deildarstjóri í
Landbúnaðarráðuneytinu.
\
Auglýsing
Víð viljum minna jarðeigendur á að þeim
er skylt að hreinsa burtu aí landi sínu er búfénaður
gengur um, ónothæfar vírgirðingar og girðíngaflækjur,
sem vera kunna í landi jarða þeirra. Kynnið ykkur
girðingarlögin frá 25. mars 1965.
Landbúnaðarráðuneytið, 19. júní 1992.
V_________________________________________________________________J
hlýtur að vera kappsmál bænda og
jarðeigenda að sveitir landsins líti
vel út. Stöðugt er hamraö á auk-
inni umhverfisvernd og bættri
umgengni vib náttúruna. Sífellt
fjölgar ferðamönnum og öðrum
þeim sem um landið fara og ásýnd
sveitanna skapar ab verulegu leyti
viðhorf landsmanna til þeirra og
íslensks landbúnaðar.
Á síðasta ári stób Markaðs-
nefnd landbúnaðarins fyrir við-
horfskönnun til íslensks land-
búnabar á vegum Félagsvísinda-
stofnunar Háskólans. Þar var m.a.
spurt hvort mönnum fyndist um-
gengni í kring um sveitabæi á ís-
landi almennt vera góð eða slæm.
Um 4% töldu hana mjög góba,
29% frekar góba, 27% töldu hana
frekar slæma, 6% mjög slæma en
34% tóku ekki afdráttarlausa af-
stöðu og töldu umgengnina mjög
misjafna. Ef litið er á þá sem segja
að umgengnin sé frekar eða mjög
slæm meb tilliti til búsetu, sést ab
38% Reykvíkinga telja svo vera, en
sama hlutfall fyrir þá sem á lands-
byggbinni búa er um 28%. 11%
í Gróðrarstöðinni á Hólum í Hjalta-
dal - Freysmynd -J.J.D.
þeirra sem ab mestu eru aldir upp
á höfuðborgarsvæðinu og hafa
ekki verib í sveit telja að um-
gengnin sé rnjög slæm, en einung-
is 3% þeirra sem að mestu eru aldir
upp í dreifbýli telja svo vera.
6