Freyr - 15.06.1992, Qupperneq 21
aölögunarhæfni náttúrunnar
sjálfrar. Breytingar á umhverfinu
og náttúrunni eru oft geigvæn-
legar.
Vistkerfinu er ógnaö af meng-
un og umhverfisbreytingum
mannsins, á svo stórfelldan hátt,
aö ef ekki veröur staldrað viö
verður skaöinn þaö mikill að
grundvallar gildi náttúrunnar
glatast.
Nú á tímum hefur maöurinn í
velferðarríkinu ríka tilhneigingu
til að leggja einhliða áherslu á
beinan hagvöxt, efnahagslegt
gildismat og hagnaðarmarkmið
viö mat á verðmætum landslags-
ins. Það er augl jóst að á önnur gildi
verður að leggja áherslu ef tryggja
á varanleg verðmæti auðlindana
og þar með talið landslagið.
Einkenni sveitanna
ísland er ungt land — jarðsagan
er stutt en hún er læsilegri en
víöast hvar annars staðar. Sérhver
staður á landinu á sína mynd-
unarsögu — hvernig ísinn lá, —
færöist til, hvar hafsbotn var,
hvernig hraunin runnu, landið
Gamlai byggingaihefðir og hand-
veik má ekki glatast. Ljósm: A.S.
Skógui mótai landslagiÖ. Ljósm: A.S.
landinu, þ.e.a.s. náttúrufar (gróð-
ur, dýralíf) og landslag breytist, að
vísu mismikið eftir hverjar athafn-
irnar eru. Þannig breytir friðun
lands, landgræðsla og skógrækt
ekki síður útliti landsins heldur en
beit, að ógleymdri allri mann-
virkjagerðinni svo sem vegir,
virkjanir, línulagnir o.fl.
Maðurinn er hluti af náttúr-
unni, þess vegna er hann líka hluti
af landslaginu, því með gjörðum
sínum mótar hann landslagið.
Saga hans segir hvernig hann
lærði að nýta landið, lærði að velja
sér búsetu og byggingarefni eftir
landslaginu. Eðlisávísun og
reynsla sagði hvernig best væri að
búa og hvernig aðlagast skyldi
staðháttum. Maðurinn notaði
skilningarvitin — augun, eyru —
huga — við að búa í landinu. Til
þess þurfti engin flókin mælitæki
— tölvur né annan tæknibúnað,
efnahagsspár né hagtölur! Um
aldir var það landslagið, náttúran
sjálf, byggingarefnið sem voru
ríkjandi þættir í því hvernig
byggðin mótaðist, landslagið og
sagan áttu samleið.
Víða blasa dæmin við, t.d.
fornir sjóvarnargarðar við suður-
ströndina, gamlar menjar um
verbúðir, gamlir hlaðnir garðar
um ræktuð tún (t.d. undir Ingólfs-
fjalli), gamlar þjóðleiðir sem víða
eru steinlagðar, leiðir sem liggja
frá sveit til sjávar, að ógleymdum
fornum bæjarstæðum, þar sem
ýmis grundvallaratriði tengd
landslagi og náttúrufari voru höfð
til hliðsjónar við valið.
Tæknibylting síðustu áratuga
hefur hins vegar haft í för með sér
stórfelldar breytingar á svo mikl-
um hraða að það fer langt fram úr
Þjóösögui eiu hluti af íslenskii
menningu og mega ekki glatast.
Þærgefasveitunumséreinkenni. Úi
„Astarsaga úi fjöllunum".
9