Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1992, Síða 23

Freyr - 15.06.1992, Síða 23
Merkingar staða og býla Níels Árni Lund „Landslagið væri lítils virði, eí það héti ekki neitt" kvað skáldið Tómas Guðmundsson. Heíur þú ekki komiö því i verk aö merkja býli þitt. eða þarf e.t.v. að lagíæra þaö skilti sem fyrir er? Þvi ekki aö arifa i slíku fyrir sumarið. Á undanförnum árum hafa aukist mjög hvers kyns merkingar á byggðum, mannvirkjum, merk- um stööum og öðrum örnefnum landsins. Mörg sýslu- og hrepps- félög hafa merkt svæðamörk sín og það sama má segja um nær alla kaupstaði og kauptún. Aftur á móti er merkingum opinberra mannvirkja víða ábóta- vant. Á mörgum stöðum vantar þær alveg og á öðrum stöðum þarf að lagfæra eða endurnýja þær sem fyrir eru. Sama má segja um merkingar sveitabýla. Þar hafa þó orðið skemmtileg stakkaskipti til hins betra á síðari árum. Þótt nokkuð sé um liðið, má nefna að á þjóðhátíðarárinu 1974 var í mörgum sýslum og sveitar- félögum gert samræmt átak í þess- um efnum og sannaðist þar að þegar einn fer af stað þá lætur sá næsti sitt ekki eftir liggja. Þó er það svo að enn má sjá hvern bæinn á fætur öðrum, skóla, kirkjur og önnur mannvirki ómerkt eða þá svo lélega að ekki er við því að búast að ferðamenn né aðrir en Um merkingar viö þjóöveg gilda ákveönar reglur. Kynniö ykkur þær áöur en ákvaröanir eru teknar. Mörg sýslu- og sveitarfélög hafa merkt svæöamörk sín. Þetta skilti meö nafni og skjaldarmerki Svarf- aöardalshrepps stendur á hreppa- mótunum viö Syöra-Holt. Ljósmynd. Hallgrímur Einarsson. Snotur bæjarmerking viÖ heim- reiðina í Efri-Vík í Skaftárhreppi. Ljósm. Paul Richardsson. Eru ómerktir sögufrægir staðir i þinu héraöi? Reifiö máliö viö nágrannana og veltiö því fyrir ykkur hvort ekki sé rétt aö vekja athygli á stööum sem fáir vita um eöa þekkja ekki. þeir sem þekkja til átti sig á þeim. Sama má segja um margt annað, s.s. sögufræga staði, eyðibýli, vötn og vegaslóða, svo eitthvað sé nefnt. Margar ástæður eru fyrir því að merkja beri ofangreind atriði. ís- land er sífellt að verða fjölsóttara ferðamannaland og æ fleiri ís- lendingar ferðast innanlands. Rétt er að geta þess sem vel er gert og minna á að Lionshreyf- ingin hefur verið ötul við að merkja fjallvegi og ár við hring- veginn. Mörg dæmi eru um að önnur félagasamtök hafi tekiö sig til og reist minnisvarða, útsýnis- skífur, merkt sögufræga staði og þannig mætti lengi telja. Slíkt er lofsvert. Ennerþómikiðeftiroger hér með hvatt til að sem flestir líti í kring um sig og athugi hvað betur megi fara hvað þetta varðar. ísland er söguþjóð. Margar þjóðkunnar sagnir og atburðir eru tengd einstökum stöðum. Merk- ing þeirra hlýtur aö vera liður í því að viðhalda sögu lands og þjóða. Hvernig væri aö leggja þaö til aö ungmennafélagiö. bún- aöarfélagiö. kvenfélagiö eöa sveitarfélagiö setti upp útsýnisskífu á góöum staö i alfaraleiö? E.t.v. myndi átthagaíélag styöja framtakið. 11

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.