Freyr - 15.06.1992, Qupperneq 25
Lauslegii uppdiættii sem sýna mismunandi afstööu íbúöaihúsa á lóöum,
en afstaöan læöui miklu um tilhögun og nýtingu á spildunni. Stæiö
íbúöaihúsa um 10 x 15 m og lóÖa liölega 1000 m2-
landstærðin og lögunin að fara
nokkuð eftir staðháttum og ekki
síst því hversu þörfin er talin
knýjandi fyrir skjólgróður. Standi
húsið mjög áveðra getur þurft
margar skjólraðir trjáa móti aöal-
vindáttum til að veita nægilegt
skjól og þær þurfa allmikið rými.
Eigi matjurtareitir og berjarunnar
að skarta á lóðinni, álít ég sjálfsagt
að ætla þessum gróðri rými heima
við, en hann dregur úr plássinu
fyrirannað. Best færi á því, efunnt
væri að sleppa girðingu og leysa
það mál með girðingu annars
staðar.
Fyrirkomulag í garðinum
Ekki er unnt að gefa einhlíta
fyrirsögn um niðurskipan í garð
sveitaheimilisins. Ég tel brýnt að
hann sé einfaldur í sniðum,
þannig að vinna við umhirðu og
viðhald verði aldrei mjög íþyngj-
andi. Því ber að forðast að dreifa
gróðri út og suður í mörg beð, en
slíkt virðist allt of algengt. Eins ber
að stilla ræktun jurta í hóf, því þær
krefjast meiri umhirðu en trjá-
kenndur gróður, en þannig er það
með allt sem er blómviljugt. Þetta
þarf þó ekki aö þýða að garðurinn
geti ekki orðið fallegur. Áður en
ráðist er í undirbúning er rétt aö
setjast niður, grípa blað og blýant,
og gera lauslegt uppkast. Sé ein-
hver leiðbeiningabók fyrir hendi
til að rýna í, má jafnan komast það
langt í grófskipulagningu að hægt
sé að hefja störf. Á lóðarmörkum
er byrjað á því á uppdrættinum að
raða niður þeim gróðri sem talinn
er þörf fyrir til að gefa sem best
skjól. Við verðum þó ætíð að hafa
í huga útsýnismöguleika og birtu-
skilyrði. Sé landið mjög áveðra eða
vindasamt í ákveðnum áttum,
þarf kannski fleiri skjólraðir, eins
og bent var á áður. Þegar garð-
vinna hefst er fyrsta verkið að
gróðursetja skjólbelti og koma
fyrir nauðsynlegum göngustíg-
um, helst hellulögðum og jafnvel
rúmgóðum palli og skjólgrindum
eða veggjum á sólríkum stað við
húsið.
Úrval trjógróðurs
í sambandi við skjólgróður þarf
að kanna gaumgæfilega hvaða
gróðurefni muni heppilegast að
nota sem skjólgjafa og fóstrur fyrir
viðkvæmari gróður inni í garðin-
um. Um það er best aö ráðfæra sig
við þá sem hafa þekkingu og
reynslu.
Innlendu tegundirnar birki og
reyniviður voru lengi aðaltrjáteg-
undirnar í skrúðgarðinum. Gul-
víðir og loðvíðir voru einnig nokk-
uð algengir. Nú er þetta talsvert
breytt. Björkin er að vísu ennþá
efst á blaði, þótt hægvaxta sé, en
margvíslegar innfluttar tegundir
sem reynast bæði harðgerðar og
hraðvaxta hafa tekið sér sæti í
námunda við björkina.
Ákveðnar víðitegundir og klón-
ar þeirra eru nú orðnar mest áber-
andi. Þær eru margar hraðvaxta og
sumar hverjar eru mjög vetrar-
þolnar, t.d. viðja sem er fljótvaxin
og hefur verið mjög lengi notuð.
Innan hennar eru margvíslegar
gerðir, sumarþeirra lítt vetrarþoln-
ar og hafa þær spillt fyrir öðrum
kynjum tegundarinnar, en sum
þeirra eru einstaklega góð skjó-
lbeltatré. Viðja getur náð allt að 10
m hæð á bestu svæöum hérlendis.
Alaskavíðir sem barst hingað fyrst
Skjólbelti í GióÖiaistöðinni Rein á Staöaibyggö í Eyjaíiiöi. Þaöan koma
plöntui í skjólbelti á bændabýlum í nágienninu. Til vinstii eiu plöntui á
þiiðjaáii í uppeldi, en skjólbeltin til hægii og fjæieiu fimm áia. Fieysmynd
íiá 1989. J.J.D.
13