Freyr - 15.06.1992, Qupperneq 27
Ný lög um
Samkvæmt lögunum er óheimilt að brenna sinu, nema á jörðum
sem eru í ábúð og að fengnu leyfi sýslumanns.
Brot úr lögunum.
Óheimilt er að brenna sinu nema á jörðum sem eru í ábúð eða nýttar af ábúendum
lögbýla og þá samkvæmt leyfi sýslumanns,... (úr 1. grein.).
Aldrei má brenna sinu þar sem almannahætta stafar af eða tjón getur hlotist af á
náttúruminjum, fuglalífi, mosa, lyng- eða trjágróðri og mannvirkjum. (2. grein.)
Ábúendur jarða geta einir fengið leyfi til að brenna sinu á jörðum, enda sé það gert
fyrir 1. maí ár hvert að uppfylltum skilyrðum í reglugerð, sbr. 4. gr,... (úr 3. grein.)
I reglugerð, sem umhverfisráðherra setur að fenginni umsögn Búnaðarfélags
íslands og Náttúruvemdarráðs, skal mælt fyrir um hver skilyrði ábúenda, sbr. 3. gr.
skuli sett, m.a. um skyldu til að tilkynna hlutaðeigandi slökkviliðsstjóra, eftirlit með
brennu og annað sem nauðsynlegt þykir. (4. grein.)
Aukin haustbeit kemur í veg fyrir myndun sinu í
heimahögum, fer betur með landið
og gerir sinubrennslu óþarfa.
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ