Freyr - 15.06.1992, Síða 29
brigöin yfir því aö sjá slæma um-
gengni og ósjálfrátt dæmir feröa-
langurinn ...
Tengsl þéttbýlisbúa og
sveitafólks
Síöastliöin ár og árataj: hefur
veriö aö myndast nokkurt bil á
milli þeirra sem búa í þéttbýli og
þeirra sem byggja sveitir landsins.
Ástæður þessa eru fjölmargar. Síð-
asta kynslóð átti í flestum tilfell-
um einhverjar rætur í sveitinni.
Sumir ólust þar upp, aðrir áttu þar
ömmu og afa, frænku eöa frænda
sem farið var í heimsókn til og flest
börn fengu aö fara í sveit einhver
sumur á uppvaxtarárunum. Þetta
er að breytast. Þéttbýlisbörnin
sem eru að vaxa úr grasi í dag hafa
ekki öll komið í sveit og alls ekki
öll hafa fengið tækifæri til að
kynnast lífinu og störfunum þar.
Umræða fjölmiðla um land-
búnað er oft mjög neikvæð. Stöð-
ugt er staglast á offramleiðslu,
röngum fjárfestingum og styrkj-
um til bænda, en þaö sem vel fer
og er skemmtilegt telst ekki frétt-
næmt. Því er ekki að undra að
skoðanir fólks, sem ekki þekkir til,
séu neikvæðar.
Þetta er ógnvænleg þróun sem
ég álít að geti haft mikil áhrif, ekki
síst í væntanlegri samkeppni
hefðbundinna landbúnaðarvara,
og þá veitir ekki af svolítilli þjóð-
erniskennd.
Kannski má finna hluta lausn-
arinnar á þessum vanda einmitt í
ferðaþjónustunni. Þegar íslending-
ar nýta sérþjónustu ferðaþjónustu-
bænda, myndast tengsl og fólk fer
að tala saman, og það getur breytt
miklu um mat þsss hvert á öðru.
Á síðastliðnum 3-5 árum hafa
íslendingar í auknum mæli nýtt
þjónustu ferðaþjónustubænda.
Víða erlendis færist einnig í vöxt
að menn velji frekar litla og per-
sónulega dvalarstaði og áhersla á
hollustu, útivist og umhverfi sé í
öndvegi.
í dag reikna menn meb áfram-
haldandi vexti í ferðaþjónustu í
sveitum. Ef vel er ab málum staðib
er þar ekki aðeins vettvangur til aö
Börn haía yndi aí samvistum við húsdýr. Ljósmynd: Þórdís Loftsdóttir.
fjölga atvinnutækifærum heldur
einnig að auka veg og virðingu
landsbyggöarinnar. Til að ná ár-
angri þarf samstöðu, og góða um-
gengni þurfa allir að hafa að leið-
arljósi.
Höfundur er feröaþjónusturádu-
nautur B.í.
Kyrrlát stund við veiðar. Ljósm. Sigurður Kr. Jónsson.
17