Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1992, Page 33

Freyr - 15.06.1992, Page 33
Skóbursti við innganginn Til ab hreinsa aur og snjó af skófatnaði áður en komið er inn í hús er málið leyst á einfaldan hátt með þremur kústhausum á járn- grind við innganginn. Eins og myndin sýnir eru kústhausar til beggja hliða og einn undir. Hvernig væri ab einhver laghent- ur tæki sig til og framleiddi þetta þarfaþing til sölu hér á landi. Myndina tók Auður Sveinsdótt- ir fyrir utan skóla einn í Svíþjóð. Kirkjugarðarnir Auður Sveinsdóttir Á ráðstefnu Landverndar sem haldinn var sl. haust í Munaðar- nesi og bar heitið „Ásýnd íslands, fortíð, nútíð, framtíð," flutti Gubmundur P. Ólafsson erindi er hann nefndi „Byggð og landslag? — og fuglasöngur". Guðmundur er vel þekktur náttúrufræðingur og hefur m.a. ritað bækurnar Fuglar íslands og Perlur íslands. Eftirfarandi kafli um kirkju- garða er úr erindi Gubmundar og hér tekið meb til ab vekja menn til umhugsunar um þennan hluta íslenskrar menningar. „Kirkjugarðarem hluti afsögu og menningarlandslagi íslands. Þeir eru helgir reitir. Samt eyðileggur kirkjan hvern garðinn á fætur öðrum. Hún lætur moka yfir, jafn- vel rústa leiði barna og foreldra, ættingja og vina með tætara. Einhvern tímann hefðu þetta verið talin helgispjöll, skemmdar- verk guðlausra manna. Ennþá setjast menn á leiði, þar sem þau eru, og láta hugann reika. Hugleiðsla er notalegri þar og þab dásamlega við hlaðin leiði er að þau hafa töfra eins og landslagið. Þau eru persónuleg. Þar hvílir ástin og sorgin og lífsblómið í eilífðinni. Gamall kirkjugarður sem er sléttaður er vanvirtur og tapar andlegum krafti sínum. Krukk og kák í kirkjugörðum þarf ab banna tafarlaust. Almenn- ingur ætlast til þess að kirkjan sýni umburöarlyndi, skilning og gott fordæmi. Það er dýrt að slétta kirkjugarða og ósmekklegt, bæði frá sjónarmiði augans og gagnvart látnum og lifandi. Nær væri að kirkjan héldi námskeið í því að hlaða leiði og í meðferð sláttu- amboða en að kynda undir dýrk- un vélguðsins." 21

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.