Freyr

Årgang

Freyr - 15.06.1992, Side 39

Freyr - 15.06.1992, Side 39
12.’92 FREYR 511 mergð, og vöruúrvalið ekkert út yfir allra nauðsynlegustu grunn- matvæli. kjöt, fisk, grænmeti og brauð að ógleymdu spikinu, sem var þarna til sölu. Niðursuðudós- um og niðursoðnum matvælum var raðað upp í hillur. að því er virtist á þann veg að fyrirferðin virtist vera sem mest. Öllum dósum og krukk- um með niðursoðnum tómötum var raðað hverri upp á aðra í ein- földum röðum. Úti fyrir sátu gaml- ar konur og reyndu að selja ber úr glerkrukkum og gulrótarknippi. Vöruskorturinn var svo áber- andi að maður kunni fyrsta kastið ekki við að taka myndir inni í verslunum, okkur fannst það liggja um of í augum uppi að við værum að mynda fátæktina. Pað viðhorf breyttist svo þegar líða tók á ferð- ina og maður varð ónæmari fyrir þessu. Eftir nokkra hríð komurn við að vegslóða, þar sem Volgan var skil- in eftir, og fólkið selflutt á rússan- um (gazinum) það sem eftir var. Brátt komum við að svæði þar sem greinilega var nokkurs konar sam- komustaður (pickniksvæði). Sum- ir kölluðu það reyndar einfaldlega ruslahaug, þar sem rússum virtist margt annað eiginlegra en að þrífa eftir sig. Því var þarna ekki sér- staklega þrifalegt um að lítast þar sem minjar um fyrri ferðir voru þarna um allt. Eitt þótti okkur dálítið merki- legt, en það var að við fengum yfirleitt engar ráðleggingar um hvers konar fatnað eða skófatnað væri heppilegt að taka með sér. Þegar spurt var hvort væri gott að taka stígvél eða annan hlífðarfatn- að með, þá var svarið yfirleitt „maybe” og við það sat. Því þurft- um við yfirleitt að taka allan tiltæk- an skófatnað með og láta síðan ráðast þegar á hólminn var komið hvað passaði í það og það skiptið. Alexis fór með okkur í langan göngutúr, þar sem flóran var skoð- uð. Meðal annars sáum við þarna í fyrsta sinn hina eftirtektarverðu „blátoppu", sem er allhár runni (u.þ.b. einn metri) sem ber sæt bláber. Hann væri hið mesta þing sem garðaplanta, en gallinn er sá að ekki hefur enn tekist að rækta hann hérlendis þannig að hann beri æt ber. Þarna sáum við greinilega hvernig klettafuran breiðir úr sér um fjöll og firnindi, og virðist hún vera mjög áhugaverð sem land- græðsluplanta. Á hinn bóginn er þess að geta að hún gerir alla um- ferð um landið mjög erfiða eða því sem næst ómögulega. Því er kapp best með forsjá þegar hún er gróð- ursett. Eftir ágæta gönguferð sem tók um tvo tíma, komum aftur í rjóðrið þar sem reykur steig nú til himins, enda verið að steikja svínakjöt af miklum móð. Þarna sátum við nú drykklanga stund og nutum matar og drykkjar í ágætis veðri. Við vorum svolítið áhyggjufullir yfir hvort kjötið væri nægjanlega vel steikt, það ku vera hollara fyrir viðkvæma maga aðkomumanna. Að lokum var farið að búast til heimferðar, dálítið af rusli skilið eftir eins og gengur og síðan ekið af stað. Á leiðinni heim var stansað við og við og litið á áhugaverð tré, m.a. annars víðitegund eina sem ég man ekki lengur hvað heitir. Gerð hefur verið tilraun til að flytja hana heim, en það mistekist. Við komum heim til Magadan um 5 leytið. Við notuðum tímann til að ganga um bæinn og skoða mannlífið. Margt fólk var á ferli með börn sín. Fólkið var yfirleitt mjög þokkalega til fara, ólíkt um- hverfinu. Hvergi sást grasblettur sem hafði verið sleginn, en órækt- argras víða. Húsin voru víða í sýni- legri niðurníðslu, og yfirbragð borgarinnar allt heldur hrörlegt. Loftmengun var veruleg og kom hún vel í Ijós við veðurfarslegar aðstæður eins og voru fyrir hendi þennan dag, sólfar, logn og hlýtt. Á einum stað sáum við skemmti- garð með hefðbundnu sniði, leik- tæki, hringekja o.fl. í þeim dúr. Það vakti athygli okkar að hringekjan var knúin áfram með flugvélamótorum, en ekki á þann hátt sem maður er vanur að sjá. Það var greinilegt að við vöktum nokkra athygli almennings þegar við gengum um úti á götum. Ekki held ég að það hafi verið klæða- burðurinn, því heimamenn klædd- ust ekki óáþekkum fötum og við. Líklega voru það myndavélarnar, svo og það að útlendingar eru sjaldséðir þarna. Ég get helst ímyndað mér að samsvörun hér- lendis megi finna frá því fyrir seinna stríð, áður en allt fylltist af bretum og könum. Frá Makadan. Kona býðurfram grœnmeti til sölu.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.