Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1992, Síða 44

Freyr - 15.06.1992, Síða 44
516 FREYR 12.’92 Hliðstæð sjóðagjöldum munu vera gjöld sem neytendur greiða. Peim er bætt við vöruverðið og svo leggur ríkið virðisaukaskatt á allt saman. Vöruverðið mun lækka og sala kannski aukast ef þessi gjöld væru afnumin eða lækkuð. Enginn dans á rósum Viðurkenna ber að við mikinn vanda er að fást varðandi fram- leiðslu hinna hefðbundnu bú- greina á landi hér, þar sem lögleg sala hefur stórlega dregist saman. Vandinn er hins vegar ekki bænd- um að kenna nema að litlu leyti og ríkisvaldið hafði viðurkennt sínar skyldur með því að ábyrgjast bændum grundvallarverð fyrir ntjólkurafurðir og sauðfjárafurðir, upp að ákveðinni tonnatölu. Fyrir forsvarsmenn Stéttarsam- bands bænda hafa samningar við ríkið efalaust ekki verið neinn dans á rósum. Róðurinn hefur trúlega þyngst ár frá ári. Nú hafa vafasam- ir vinir bænda komið því til leiðar að ríkið er að hlaupa frá óleystum vandanum og velta ábyrgðinni yfir á bændur. Hluta niðurgreiðslna verður þó viðhaldið í breyttri mynd. Framkoma ríkisvaldsins gagnvart fjárbændum er hin hraklegasta. Til dæmis var ekkert gert til að stemma stigu við meintri „framhjá- sölu“, sem kannski orsakar drjúgan hluta vandans. Með nýju reglugerðinni er heiðarlegum bændum sigað á þá sem selja framhjá, þar sem aukin sala framhjá sölukerfinu orsakar bæði minni löglega sölu og lækkun beinna greiðslna. Fullvirðisréttur geymdur í banka Annað sem hægt var að gera en ógert látið, er að gefa fjárbændum og mjólkurframleiðendum kost á að frysta fullvirðisrétt án þess að selja hann frá lögbýlinu og án þess að eiga á hættu að verða af með hann. Þó þannig að menn fái réttinn aftur, jafnvel eftir eitt ár, t.d. ef þeirselja jörðina. Þettagæti t.d. hentað fólki sem komið er á eftirlaun og kannski vill vera áfram í sinni íbúð og ekki skerða réttindi (hlunnindi) og þar með verðgildi bújarðarinnar. Þetta er hægt að gera og þarf nauðsynlega að gerast nú í sumar. Nú er boðið upp á að ríkið kaupi upp fullvirðisrétt eins og í fyrra. Slík tilboð henta ekki öllum þótt þeir séu til með að hætta kjötfram- leiðslu að mestu eða öllu leyti. Byggðamálin verða að fylgja með Fólk í sveitunum sýnist vera orðið alltof værukært varðandi stjórn- valdsaðgerðir sem snerta það mið- ur vel og varðandi stefnu í byggða- málum. Vissulega er nú mál til komið að dreifbýlisbúar láti frá sér heyra svo að eftir verði tekið og jafnframt að gera í því að koma þeim sem með völdin fara í skiln- ing um hvert stefnir og hverjar afleiðingarnar verða. Það virðist vera þónokkur misbrestur á, að þeir háu herrar, sumir hverjir, hafi áttað sig á, til hvers þeirra tilskip- anir draga, enda verður því ekki trúað að herrarnir séu vísvitandi að gera fólk tekju- og eignalaust og setja dreifbýlið í auðn. Að hluta til hefur sjálft ríkisvald- ið orsakað vandann, sem við er að fást. í því sambandi má nefna: * Afnám útflutningsbóta, sem dynur yfir á versta tíma og kemur til af því að pólitískan vilja fyrir framhaldi vantaði. * Framlög til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hafa verið skorin niður um helming. * Við fyrirheit í búvörusamn- ingnum um stuðning Byggða- stofnunar (við atvinnulíf sveitanna), hefur ekki verið staðið. * Enn má nefna hið sívaxandi atvinnuleysi, sem að hluta til orsakast af stefnu núverandi stjórnvalda og bitnar trúlega þyngst á íbúum sveitanna. Og svo er stefnt að auknum inn- flutningi búvöru. Eitt það nýjasta í málunum er að EES-samningurinn opni fyrir mun meiri innflutning mjólkurvara heldur en látið hefur verið uppi til þessa. Það þýðir verulega viðbót á skerðingu framleiðsluréttar mjólkur innan tíðar, ef þessi óheillasamningur kemst í gildi. Fyrir baráttu nokkurra bænda, aðallega formanna búnaðarsam- banda með Gunnar í Hrútatungu og Guðbjart á Hjarðarfelli fremsta í flokki, hefur ríkisvaldið nú ákveðið að bjóða uppkaup á full- virðisrétti með næstum sömu kjör- um og í fyrra, en setur það skilyrði fyrir hærra verðinu, kr. 550 fyrir kg í fullvirðisrétti og kr. 5000 fyrir ána, að viðkomandi hætti þá kindakjötsframleiðslu. Ýmsir hafa haldið því fram að ekki eigi að blanda saman aðgerð- um til aðlögunar kindakjötsfram- leiðslu að innlendum markaði og viðleitni til að viðhalda byggð í sveitunum. Samkvæmt þeirri kenningu hefur nú verið unnið. Með aðgerðum þeim sem nú eru í gangi er augljóslega aðeins horft á fyrrnefnda þáttinn. Það er horft fram hjá byggðaþættinum. Hins vegar er það mín skoðun og margra annarra að þessir tveir þættir séu svo samtvinnaðir að engin lausn - engar aðgerðir geti orðið viðunandi nema horft sé á báða þættina jafnt. Ef dreifbýlisbúar berjast ekki fyrir hagsmunum sínum sjálfir, þá gerir það enginn. Ef dreifbýlisbúar berjast ekki fyrir byggðaþættinum sjálfir þá gera það varla aðrir. Stuðningur ýmissa annarra er hins vegar nokkuð vís. Ekki er annað sýnilegt en að með síðustu aðgerð- um og boðuðum aðgerðum sé öxin reidd að byggðinni og að þetta sé raunverulega dauðadómur yfir henni. Hið eina sem sjáanlega vinnur gegn því er atvinnuleysið í þjóðfélaginu, sem er orðið allmik- ið og stórvex ef EES samningur verður samþykktur. Rósmundur G. Ingvarsson er bóndi á Hóli í Lýtingsstadahreppi.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.