Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 11
reyndi að kaupa sem minnst að og naut þar fyrra starfs míns. Hraða verkfœri hefur þú smíðað? Þá má fyrsta að nefna baggatínu sem við smíðuðum, áður en farið var að smíða þær á Hvolsvelli. Hún var með einfalt færiband en þeirra fyrir austan eru með tvöfalt, en hugmyndin er sú sama. Við notuðum hana ekki mikið. því að ég smíðaði rennu á bindivélina og lét hana þrýsta böggunum upp á vagn sem ekið var við hliðina. Vagnana smíðuðum við líka sjálir. þeir voru með færibandi til að auðvelda losun. Eg breytti svo Bamfors-múgavélinni þannig að hún rakaði í rétta átt og var með hana aftan í bindivélinni og var einn við að raka og binda. Það tóku ýmsir upp þá hugmynd. Svo smíðuðum við dæludreifara. Við fengum aldrei almennilegt verkfæri til að dreifa mykjunni svo að við fengum danska miðflóttaaflsdælu og settum hana framan á stóran olíutank og vorum svo með dælu á mykjuhúsinu til að hræra upp í húsinu og dæla upp í tankinn. Þessi dreifari hefur reynst mér mjög vel. Nú, svo er ég með rennibekk og tölu- vert af tækjum sem hefur komið sér vel og oft þarf að grípa til. Starfsþekking þín í bifvélavirkjitu hefur þd oft komið sér vel? Já, ég held að það hafi verið mér betri undirstaða heldur en að vera búfræðing- ur. því að það var auðvelt að afla sér ráðgjafar um búskapinn eftir að út í hann var komið. Hvað hefur dugað þér best í sambaudi við búfrœðina? Við höfum haft góða ráðunauta hér og svo líka góða granna og dýralækna. Ræktun? Ætli ég sé ekki búinn að rækta um 30 hektara eða annað eins og fyrir var þegar ég kom hingað. Hér er ekkert grjót í ræktunarlandinu og mjög gott að eiga við þetta. Það var búið að grafa þegar ég kom hingað og það gerði útslagið á að unnt var að rækta þetta svona fljótt. Vannstu sjdlfur vélavinnu við þd rœkt- un? Nei, ekki fyrst, en svo fengum við okkur fljótlega ýtu og unnum þetta allt sjálfir. Það hélt strákunum heima, en við keyptum ýtuna í sameiningu. Hafið þið verið með hana t viiuiu utan bús? Já, alltaf eitthvað í snjómokstri á vet- urna og svo hefur ýtan verið notuð í vegagerð og til að laga til árfarvegi eftir flóð. Hún var líka einu sinni notuð til að aðstoða sjúkrabílinn yfir Svínadal, sú ferð tók 18 klukkutíma. Var hér ekki rœktunarsambaiid sem þið voru í samkeppni við? Jú, það má segja það, en við vorum Kverngrjót, lengst til hœgri eru fjdrhús sem nú eru notud til seidaeldis. Við höfum haft góða róðunauta og góða granna og dýra- lœkna. 11*94 - FREYR 403

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.