Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 36
Ffifl fRHML6IÐSLURflPI LflNPBÚNflÐflRINS Á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins 9. júní sl. gerðist m.a. þetta: Markaðsmál nautgripakjöts Fjallað var um markaðsmál naut- gripakjöts og greiðslur afurðastöðva til bænda fyrir innlagt nautgripakjöt. í könnun sem Framleiðsluráð gerði um þessar greiðslur í apríl sl. kom í ljós að nokkuð skortir á að allir sláturleyf- ishafar greiði skráð verð fyrir naut- gripakjöt. Samþykkt var að fela lög- manni bændasamtakanna að senda þessum sláturleyfishöfum eftirfarandi bréf: „Eg rita yður bréf þetta. fyrir hönd Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Stéttarsambands bænda, vegna þess að þér hafið ekki greitt framleiðend- um nautakjöts það afurðaverð, sem ákveðið hefur verið samkvæmt IV. kafla laga nr. 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvör- um, sbr. bréf yðar til Framleiðsluráðs dagsett í maí sl. Með þessu hafið þér augljóslega brotið gegn hinu fortaks- lausa ákvæði í 18. grein laga nr. 99/1993 þar sem segir að enginn megi kaupa eða selja búvöru innanlands á öðru verði en ákveðið hefur verið samkvæmt ákvæðum laganna. Af þessum sökum er hér með skor- að á yður að láta af hinu ólögmæta framferði yðar þegar í stað. Að öðrum kosti áskil ég umbjóðendum mínum rétt til þess, án frekari fyrirvara, að kæra hið ólögmæta framferði til ríkis- saksóknara, sbr. 70. grein laga nr. 99/1993, og/eða höfða dómsmál á hendur yður. vegna einstakra fram- leiðenda, til heimtu á mismun á milli þess afurðaverðs, sem ákvarðað hefur verið lögum samkvæmt, og því endur- gjaldi, sem þér hafið innt af hendi til framleiðenda, sbr. 18. grein laga nr. 99/1993, sbr. og 34. og 36. grein laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga." Greiðslumark í mjólkufram- leiðslu verðlagsórið 1994-95. Kynnt var bókun Framkvæmda- nefndar búvörusamninga um að greiðslumark í mjólkurframleiðslu verðlagsárið 1994-95 verði 101 mill- jón lítrar. í tengslum við útgáfu nýrrar reglu- gerðar má geta þess að áformað er að forkaupsréttarákvæði um sölu á 428 FREYR - 11 '94 greiðslumarki innan mjólkursamlags- svæða verði felld niður. Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993 Kynnt voru Iög nr. 85/1994 um breytingu á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum. I 2. gr. þessara laga segir: „Á eftir 3. mgr. 40. gr. laga nr. 99/1993 kemur ny málsgrein er verð- ur4. mgr. svohljóðandi: Landbúnaðarráðherra er heimilt að semja við Stéttarsamband bænda um önnur fráviksmörk greiðslumarks en um getur í 3. mgr. fyrir landsvæði eða einstök lögbýli þar sem sérstök ástæða þykir til gróðurverndar eða uppgræðsluaðgerða að höfðu samráði við umhverfisráðherra. Ennfremur vegna framleiðenda scm náð hafa 67 ára aldri eða hafa skerta starfsgetu vegna örorku. Þá er í slíkum samningi heimilt að ákveða að efri mörk greiðslumarks séu mishá eftir land- svæðum. Jafnframt er í samningnum heimilt að ákveða að framleiðendur, sem hættu sauðfjárframleiðslu, geti að uppfylltum ákveðnum skilyrðum haldið beinum greiðslum samkvæmt greiðslumarki lögbýlisins til verðlags- ársins 1997-98." Þá er í 3. gr. tímabundin heimild fyrir innheimtu sérstaks verðskerðing- argjalds af kindakjöti og nautakjöti, allt að 5%. Þessi heimild cr til viðbót- ar eldri heimild og gildir fram til 31. ágúst 1995. Framleiðsluráð samþykkti að leggja lil að þessari heimild yrði beitt en Hjálp fyrir 500 milljónir króna Eitt af hjálparaðgerðum EB, TACIS, miðar að því að styðja land- búnað og auka matvælaframboð í Sovétríkjunum gömlu. Dreifing á matvælum í nýju lýð- veldunum er í skötulíki; gamla kerf- ið er hrunið og ekkert nýtt er komið í frestaði að taka afstöðu til hversu hátt gjaldið á að vera og annarra fram- kvæmdaatriða. Afurðalán til staðgreiðslu sauðfjárafurða. Kynnt var eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Kf. Hrút- firðinga 6. maí sl. „Aðalfundur Kf. Hrútfirðinga, hald- inn 6. maí á Borðeyri samþykkir eftir- farandi: Fundurinn krefst þess, að Landsam- tök sláturleyfishafa, Landsamtök sauðfjárbænda og Stéttarsamband bænda vinni að því sameiginlega, að full fjármögnun með afurðalánum fá- ist til staðgreiðslu sauðfjárafurða. Fá- ist bankakerfið ekki til fyrirgreiðslu í þessu máli, verði krafist ríkisábyrgðar og leitað til erlendra banka um fyrir- greiðslu." Þróunarsjóður tl að efla úf- flutning á kindakjöti. Kynnt var eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Kf. Hrút- firðinga 6. maí sl. „Aðalfundur K.F.H.B.. haldinn á Borðeyri 6. maí 1994. telur brýnt að stofna Þróunarsjóð til að styðja mark- aðsstarf og ella útflutning á kintía- kjöti. Slíkur sjóður á ða fjármagnast á fjárlögum, og er eðlilegt að hlutfall af tolltekjum rerini í slíkan sjóð. Beinir fundurinn því til stjórnvalda. að koma slíkum sjóði á laggirnar sem fyrst og hvetur hagsmunasamtök bænda að styðja málið af alefli." staðinn. Gífurlegt magn af verð- mætri matvöru fer forgörðum vegna vondra samgangna og geymsluskil- yrða. Að vísu eru fleiri og betri tegundir matvæla komnar á markað- inn, en þá á verði sem er flestum neytendum ofviða. TACIS-aðgerð- in styrkir landbúnaðar- og matvöru- geirann með 500 milljónum kr. MOLflR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.