Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 15
Einföld aðferð til að meta ástand hrossahaga Borgþór Magnússon Á sama tíma og sauðfé hefur fœkkað um nœr helming frá því sem mest var, á árinu 1977, hefur hrossum landsmanna fjölgað mikið eða úr tœplega 50.000 í liðlega 76.000 árið 1993. Á síðustu árum hefur umfjöllun um ofbeit hrossa orðið meira áberandi í fjölmiðlum. Borgþói' Magnússon. Saindum hefur hestamönnum fund- ist að sér vegið og talið að slæmur dómur hafi veriö felldur um alla búgreinina, sem eigi aðeins við um fáa svarta sauði. Hvað sem um það má segja þá er hverjum manni hollt að líta í eigin bárm og hafa vakandi auga með landi sínu og nýtingu þess. Á það jafnt við um hestaeigendur sent aðra. Góðunt árangri í gróður- og jarð- vegsvernd verður tæpast náð nema eigendur eða umráðamenn lands hafi vakandi auga með því, sjái til þess að nýling gangi ekki úr hófi og reyni að bæta landið sé þess þörf. Slík land- vemd hlýtur m.a. að byggjast á því að menn séu „læsir á landið", þ.e. þekki þau einkenni sem gefa vísbendingu um ástand þess. En hvernig metum við ástand? Ef við virðunt fyrir okkur t.d. hús eða bíl þá förum við yfirleitt nærri unt hvert ástandið er. Útlitið segir okkur strax eitthvað um viðhald og meðferð. Á sama hátt ættum við að geta metið í hvaða ástandi tiltekið land er og farið nærri unt hvernig nýtingu þess er háttað. Grunnur lagður Á síðasta ári var unniö að mati á ástandi hrossahaga á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Slíkt mat hafði ekki verið unnið áður og lá því ekki fyrir mótuð aðferð til að fara eftir. Það varð að ráði að reyna að þróa einfalda og fljótvirka aðferð til úttektar á beitilandi. Að okkar áliti þurfti hún að vera þannig að menn ættu auðvelt með að tileinka sér hana og að fleiri en sérfræðingar gætu unnið eftir henni. Höfð var hliðsjón af aðferðum sem notaðar hafa verið við gróðurrannsóknir á stofnuninni á und- anfömum árum. I stuttu máli fólst ástandsmatið í því að valin voru af handahófi svæði innan beitarhólfa þar sem lögð voru út 30 metra löng snið. Á hverju sniði voru m.a. gerðar mælingar á þekju og samsetningu gróðursins, blaðlengd grasa, uppskeru. teðslu og stærð rofdíla í gróðursverði. auk þess sent ljósmyndir voru teknar. Aðferðin var síðan notuð bæði á jörðunt þar sem stundaður er hrossabúskapur og á landi þar sem tilraunir með hrossabeit standa yfir (1. mynd). Þótti aðferðin gefast vel og veita góðar upplýsingar um ástand gróðurs og jarðvegsrof sem bar allvel saman við beitarálag og voru einnig í samræmi við niður- stöður úreldri tilraunum. Þrátt fyrir að aðferðin sé einföld í Unnh5 að útiekt á hrossahaga í beitartilraiin á Hesti í Borgarfirði síðastliöii) haust. Liigð voru út 30 m liing sniö sem gróöur var mœlclur á. Þaö er Olafur Guðmundsson á RALA sem þarna er aÖ störfum. iLjásm. Borgþór Magmísson) 11*94 - FREYR 407

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.