Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 01.06.1994, Blaðsíða 12
Fjósid var byggi í líð fyrri með stærri ýtu og auk þess hafði ræktun- ábúanda en hefur veriö arsambandið ekkert undan á tímabili. lagað og endurbœtt. yjg erum reyndar mest í vegagerðinni en ekki ræktunarvinnu fyrir aðra, nema þá helst að ýta út ruðningum fyrir menn. Við vorum ekki með jarðvinnslutæki, plóga og herfi, búnaðarfélagið hér í sveitinni var með dráttarvél og tætara og önnur jarðvinnslutæki. Hér hefur ekki kaliö rtema fyrstu árin og svo skellur sem eru vinnusvik hjá manni sjálfum. Hefur þú stundað það að endurvinna tún þín? Við erum alltaf með mikið af túnum í endurvinnslu, eða þetta 7-10 hektara ár- lega. Við sáum rýgresi og rúllum það fyrir kýrnar og finnst það geysilega gott. Við höfum líka þurft að endurvinna vegna þess að í upphafi var ekki kýft nógu vel og það komu kalskellur í stykkin þar sem vatnið sat. Mönnum var ekki alltaf hlýtt til Jóns Hólms Stefánssonar, vinar míns, þegar hann var hér ráðunautur fyrir það hvað hann gerði miklar kröfur um að verkin væru vönduð, en oft fékk ég hann til mín til skrafs og ráðagerða. Hann hefur viljað nóga kýfingu og góðan halla á landið? Já, og það er líka nauðsyunlegt vegna þess hve hér er flatt. Annars hef ég ekki fengið kal nema fyrstu árin og svo skell- urnar sem eru vinnusvik hjá manni sjálfum. Með hverju lokar þú svo landinu? Með grasfræblöndu þar sem vallarfox- gras er uppistaðan. Hinar tegundirnar eru til að fá góða rót. Við verkum svo allan okkar heyskap í rúllur. Hefur þú gert það lengi? Við vorum manna fyrstir í það, þetta réðst að nokkru af því að okkur vantaði geymslu fyrir hey. Ég og Þröstur, sonur minn. byrjuðum félagsbúskap 1982 og ætluðum að vera með 50 kýr, við höfðum fjóspláss fyrir það, en þurfum að byggja hlöðu. Við fórum á stúfana og kynntum okkur hevmetisturna og skoðuðum þá í Belgsholti og víðar, en leist ekki á þá, bæði tæming fyrirhafnarsöm og svo ótt- uðumst við að heyið frysi í þeim. Svo að við byggðum okkur rúllubaggahlöðu. Hvernig hefur reynsla þín verið afþess- ari aðferð? Hún hefur verið mjög góð. Við höfum reyndar farið fleiri en eina leið við verkun heysins og höfum m.a. verið að þreifa okkur áfram með forþurrkunina. Annars fylgir það sjálfkrafa með þessari aðferð að maður slær tvisvar sinnunt, bæði af því að maður slær fyrr, þegar ekki þarf að hafa áhyggjur af þurrkuninni og svo fjar- lægir maður heyið strax af túninu. Ég tel að við séum með úrvalshey. Hvernig bú eruð þið svo með? Við erum með kýr og svo fiskeldi. Við hættum með sauðféð 1986. Við höfum svo bætt okkur upp lögskipaðan samdrátt í mjólkurframleiðslu með seiðauppeldi. Hvernig hagið þið gjöf á rúllunum? Við notum sömu dráttavélina og við setjum inn í hlöðuna með. Síðan fengurn við okkur tæki til að snúa ofan af rúllun- Hörður Guðmundsson og Erla Sörladótlir, kona hans. 404 FREYR- 11'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.