Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 4

Freyr - 01.12.1994, Blaðsíða 4
DRÁTTARVÉLA- OG VINNUVÉLA- HJÓLBARÐAR EIGUM MIKIÐ ÚRVAL HJÓLBARÐA UNDIR ALLAR GERÐIR ÖKUTÆKJA. HAGSTÆTT VERÐ GÚMMÍVINNSLAN HF. Réttarhvammi 1 - Akureyri - Sími 96-12600 NASSAU IÐNAÐARHURÐIR Henta hvar sem er Leitið nánari upplýsinga Mta Sundaborg 7-9 104 Reykjavík Sími91-688104 Símfax 91-688672 MOLflR Betri heilsa af geita- mjólk? Drekkið geitamjólk og verið hraust! Þetta gæti orðið nýtt vígorð hjá norskum geitamjólkurframleið- endum að því er Bondebladet herm- ir. Þeir eru hvattir til að grafa upp gamlar og nýjar sögur og heimildir um heilsubætandi áhrif geita- mjólkur. Til eru óteljandi sögur alls staðar að úr Noregi um hollustu geitamjólkur. Samtök norskra sauð- fjár- og geitaræktarbænda ætla nú að safna þessum sögum með það fyrir augum að fá hollustu áhrifin staðfest og skráð, að sögn Leifs Gunnars Aunsmo, framkvæmdastjóra sam- takanna. Heilsuvæn áhrif geitamjólkur geta skipt miklu máli, ef til þess kemur að geitamjólk og afurðir úr henni verði fluttar út. Auk þess gera Norðmenn sér vonir um að geita- mjólk eigi góða möguleika sem vistvæn vara sem kemur svo að segja beint frá náttúrunni. Búfjórflutningar í ESB í sjónvarpsþætti um búfjárflutn- inga sem sýndur var í nokkrum Evrópulöndum í nóvember sl. kom fram að verið er að flytja lifandi dýr um álfuna í allt að fimm sólarhringa samfleytt, án þess að þau fái vott né þurrt allan þann tíma. Hvað skepn- umar þurfa að kveljast af þessu getur enginn gert sér í hugarlund og þá ekki síst þegar haft er í huga að lofthitinn er oft og einatt yfir 30 stig. Þessi svívirða hefur vakið hörð viðbrögð almennings og dýravemd- arsamtaka og nú hafa allar stærri ferjuskipaútgerðir á Englandi neitað að flytja lifandi nautgripi. Þar með hefur útflutningur á fullorðnum nautgripum og kálfum frá Englandi nær því lamast. Það em einkum kálfar sem eru fluttir frá Englandi og írlandi til landa í Suður-Evrópu af því að þar er ódýrara á slátra þeim.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.